Skjalasöfn í stafrófsröð

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir hlutabréf (st. 1904). KSS 159.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 159

  • Titill:

    Kvennaheimilið Hallveigarstaðir hlutabréf

  • Tímabil:

    1925–1934

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 159. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir hlutabréf.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Ýmsir

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Árið 1925 var hafin söfnun fyrir byggingu Kvennaheimilisins Hallveigarstaða og var hægt að styrkja hana með því að kaupa í því „hlutabréf“ í kvennaheimilið. Fjölmargir aðilar gerðu það og hafa einhverjir þeirra svo afhent Kvennasögusafni hlutabréfið sem var fallega gert plagg. Fimm slík eru varðveitt í þessu safni sem komu til þess á mismunandi tímum frá mismunandi aðilum. Átta önnur eru varðveitt í safni Kvennaheimilisins Hallveigarstaða [KSS 104] en þau voru öll afhend sem hluti af því safni.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum ýmissa aðila.

  • Um afhendingu:

    1) 27. okt.1977. Hlutabréf – 25 kr Kvennaheimilið Hallveigarstaðir frá 1. júlí 1926 – frá Lovísu Ólafsdóttur, sbr. maí 7. bréf

    2) 16. október  1981. Halldór G. Hallgrímsson afhenti hlutabréf Guðrúnar Daníelsdóttur frá Höfn

    3) 25. apríl 1995. Synir Jónu Marteinsdóttur sendu afrit af hlutabréfi hennar. Már, Þór og Sigurður Elíssynir

    4) 14. febrúar 2001. Ragnheiður Ásgeirsdóttir sjúkraliði gefur hlutabréf í Kvennaheimilinu, dagsett 9. júlí 1924.

    5) 13. nóvember 2003. Anna Jensdóttir, Ljósvallagötu 18, gefur hlutbréf móður sinnar, Olgu Valdemarsdóttur, í Kvennaheimilinu. Hlutabréfið er dagsett 1. júní 1926.

    6) 14. janúar 2010. Björg Bjarkadóttir afhenti safninu hlutabréf í Hallveigarstöðum ásamt kvittun stílaða á Guðmund H. Pálsson, en hann var ömmubróðir Bjargar og flutti til Ameríku þaðan sem hlutabréfið barst í hennar hendur fyrir skemmstu.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Sex mismunandi hlutabréf í Kvennaheimilinu Hallveigarstaðir auk fylgiskjala.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir setti á KSS safnmark og skráði rafrænt í september 2020. Var áður skráð í annarri öskju.

  • Dagsetning lýsingar:

    2. september 2020


Skjalaskrá

askja 1

  1. Jóna Marteinsdóttir Fáskrúðsfirði, 1. júlí 1926, 25 krónur [ljósrit sent 1995], afhendingarbréf fylgir
  2. Lovísu Ólafsdóttur Vesturgötu 12, 1. júlí 1926 [afhent 1977]
  3. Olga Valdemarsdóttur, Æðey, 1. júní 1926 [afhent 2003]
  4. Guðrúnar Daníelsdóttur, Höfn, 1. júlí 1926 [afhent 1981]
  5. Elínar Þorsteinsson, Fjölnisvegi 12, 9. júlí 1934 [afhent 2001]
  6. Óútfyllt hlutabréf 100 krónur, kynningarbréf um húsið og söfnunina frá 14. júlí 1925, „útdráttur úr samþyktum Kvennaheimilisins h.f.“ [ódagsett], bráðabirgðakvittun Guðmundar H. Pálssonar fyrir kaupum á hlutabréfi 10. október 1926. [afhent 2010]

Fyrst birt 02.09.2020

Til baka