Skjalasöfn í stafrófsröð

Vigdís Finnbogadóttir (f. 1930). KSS 38.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 38

  • Titill:

    Vigdís Finnbogadóttir forsetakjör

  • Tímabil:

    1980-1996

  • Umfang:

    Sex öskjur og fjórar úrklippubækur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 38. Vigdís Finnbogadóttir.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Vigdís Finnbogadóttir (f. 1930)

    Gerður G. Óskarsdóttir (f. 1943)

    Gerður Steinþórsdóttir (f. 1944)

    Sigríður H. Jónsdóttir

    Halldór Þorsteinsson

    Unnur Fjóla Jóhannesdóttir (1922–1999)

  • Varðveislusaga:

    Ýmsar afhendingar hafa borist safninu, sjá nánar hér að neðan. Gerður G. Óskarsdóttir afhenti efnið frá Norðfirði. Vigdís Finnbogadóttir afhenti það sem er í öskjum 2-5 árið 1997.

  • Um afhendingu:

    22. apríl 1981 Halldór Þorsteinsson gaf safninu eina úrklippubók um forsetakjör Vigdísar Finnbogadóttur.

    30. júní 1981 Gerður Steinþórsdóttir og Sigríður H. Jónsdóttir afhenda þrjár úrklippubækur um forsetakjör Vigdísar Finnbogadóttur með viðhöfn að henni viðstaddri.

    5. ágúst 1997 Vigdís Finnbogadóttir afhenti ýmsar bækur og rit ásamt Myndbandi og viðtölum í erlendum blöðum og tímaritum, einnig handrit sjónvarpsviðtala. (askja 2-5)

    26. ágúst 1998 Tómás Helgason afhendir blaðaúrklippur úr dönskum blöðum vegna opinberrar heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur forseta til Danmerkur. Einnig boðskort í dansk-íslenska veislu 28. Febrúar í ráðhúsinu á Friðriksbergi. (askja 1)

    5. september 2000 Úr dánarbúi Unnar Fjólu Jóhannesdóttur (sjá 17. September 1999) bárust um hendur Hildar Eyþórsdóttur starfsmanns Landsbókasafns og formanns Hvítabandsins ljósmyndir af Hvítabandskonum. Einnig handskrifaðir listar þar sem skráð eru nöfn þeirra kvenna sem sáu um kaffiveitingar á fundum í Lindarbæ í kosningabaráttu Vigdísar Finnbogadóttur í júní. (askja 1)

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið inniheldur fjórar öskjur af blöðum/tímaritum og úrklippum og eina öskju með ýmsu öðru, eina öskju af sýningargripum og fjórar úrklippubækur.

  • Grisjun:

    Engu var eytt. Bækur sem voru gefnar árið 1997 eru á Kvennasögusafni eða hluti af öðrum safnkosti Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Ýmis

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 4. Anna Sigurðardóttir.

    KSS 16. Úrklippusafn Kvennasögusafns.

    Ljósmyndir Kvennasögusafns, myndir af afhendingu úrklippubóka 1981.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir sameinaði fimm öskjum á KSS safnmark og skrifaði þessa lýsingu 6. ágúst 2012. Emma Björk Hjálmarsdóttir bætti við öskju sex sem áður hafði verið merkt „Vigdís Finnbogad. Forsetakjör 1980 sýningagripir“, urklippubókum einnig bætt við og Rakel Adolphsdóttir bætti lýsingu á sama tíma.

  • Dagsetning lýsingar:

    6. ágúst 2012


Skjalaskrá

askja 1 (áður 153 A)

  • Vigdís Finnbogadóttir – Framboðsfundir 1980
  • Nokkrar úrklippur úr erlendum blöðum og tímaritum
  • Vigdís Finnbogadóttir í Danmörku 1981
  • Blaðaúrklippur úr þýskum blöðum, 1988.
  • Framboð Vigdísar Finnbogadóttur til embættis forseta Íslands 1980. Listar yfir konur sem sáu um kaffi í Lindarbæ í júní 1980 [afhent september 2000]
  • Hagskýrslur Íslands. Forsetakjör 1980
  • Jóla- og nýjárskort
    Vigdís Finnbogadóttir. Framboð til forseta Íslands 1980. Dagskrá kjörstjórnar í Neskaupsstað, og ljósrit úr gestabók Gerðar G. Óskarsdóttur en Vigdís gisti hjá henni

askja 2

  • hamingjuóskir, kort frá Færeyjum
  • Ferðaþjónusta á Íslandi tímarit, viðtal við Vigdísi Finnbogadóttir.
  • Fálkinn, frjó hugsun – fleyg orð, tímarit. Vigdís Finnbogadóttir á forsíðu.
  • Tímarit Lionhreyfingarinnar, blað nr. 148, kveðja frá Vigdísi Finnbogadóttir.
  • Asískt tímarit, umfjöllun um Vigdísi Finnbogadóttir.
  • Sænskt dagblað, umfjöllun um Vigdísi
  • Úrklippa úr þýsku dagblaði, umfjöllun um Vigdísi
  • Nordis, tímarit. Umfjöllun um Vigdísi.
  • Tímaritið Heima er bezt, 6. tbl. 44. árg, júní 1994 – Vigdís á forsíðu.
  • Úrklippur úr finnskum dagblöðum.
  • Úrklippur úr tyrkneskum dagblöðum.
  • Greinar tengdar „The Global forum on Women Creating the Future“.
  • Tímaritið, Heimili og skóli, Vigdís og börn á forsíðu
  • World affairs Pictorial tímarit, Vigdís á forsíðu
  • Sveitarstjórnarmál, 2. tbl. 1992, umfjöllun um Vigdísi.
  • Örk sem inniheldur fleiri úrklippur úr finnskum blöðum. 

askja 3

  • Danskt tímarit, Vigdís á forsíðunni.
  • Japanskt tímarit, umfjöllun um Vigdísi.
  • Sænskt dagblað, umfjöllun um Vigdísi.
  • Sænskt dagblað, umfjöllun um Vigdísi.
  • Hefti, greinar sem tengjast „Global forum on Women Creating the future“. Fimm stykki.
  • Grein, í japönsku blaði. Titill: „Icelandic President Visits Kawagoe City“.
  • Framsýn, blað tölvunarfræðinema. Viðtal við Vigdísi.
  • Úrklippa úr þýsku dagblaði.
  • Japanskur bæklingur um listamenn á Íslandi og skilaboð frá Vigdísi.

askja 4

  • Úrklippa úr China daily árið 1995.
  • Finnskt tímarit, me maiset, 1981 með Vigdísi á forsíðu.
  • Nordeuropa forum, viðtal við Vigdísi.
  • Viðtal Bayerischer Rundfunk við Vigdísi.
  • Viðtal í tímaritinu Hello!, mars 1995, við Vigdísi.
  • Atlantica Christmas season special 1992, Vigdís á forsíðu.
  • Úrklippur úr dönsku dagblaði.
  • Samskipti á milli á milli PRB radio og Vigdísar.
  • Úrklippa úr þýsku blaði.
  • Sköna dagar nr 3, 3 mars, 1995. Viðtal við Vigdísi.
  • Barnaheill 3 tbl, 1994. Kveðja frá Vigdísi.
  • dönsk umfjöllun, hefti, um Vigdísi.
  • Pressan, Vigdís á forsíðu.
  • Dagblað Eindhovens, umfjöllun um Vigdísi.
  • Wochenend Journal, umfjöllun um Vigdísi.
  • Aftonbladet, umfjöllun um Vigdísi.

 

askja 5

  • Finnskur upplýsingabæklingur fyrir ferðamenn, umfjöllun um Vigdísi
  • Scandinavian Review, Vigdís á forsíðu.
  • Dagbladet, umfjöllun um Vigdísi.
  • Right on time tímarit, umfjöllun um Vigdísi.
  • Aftenposten, umfjöllun um Vigdísi.
  • Heilbrigðismál 3/1992.
  • Asískt dagblað.
  • Örk – Gögn sem varða opinbera heimsókn forseta Íslands til Kína.
  • Úrklippa úr Svenska Dagbladet.
  • tvær úrklippur úr þýsku dagblaði.

askja 6

  • Plagg – Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur í Kópavogi, kosningaskrifstofa Auðbrekka 53. Þrjú stykki.
  • Stór límmiði, „Veljum Vigdísi“ í fánalitunum, tvö stykki.
  • Minni límmiði með sömu áletrun.
  • Stór borði, „Veljum Vigdísi“ með fánalitunum.
  • Blaðaúrklippur í umslagi, á umslaginu stendur: „Sæunn Friðjónsdóttir.“
  • Bæklingur um Kvennafrídaginn og fyrsta kvenforsetann, þrjú stykki.
  • Danskt dagblað, umfjöllun um Vigdísi.
  • Kvittun fyrir framlag í kosningasjóð.
  • „Með Vigdísi“ auglýsing stuðningsmanna.
  • Vigdís á Norðfirði, 3. júní 1980.
  • Þjóðin kýs – blað stuðningsmanna Vigdísar Finnbogadóttur. Tvö eintök.
  • Auglýsing um forsetakosningarnar 25. júní 1988.
  • Listaverkahappdrætti vegna forsetaframboðs Vigdísar Finnbogadóttur – miði, tvö stykki.
  • Auglýsing kosningaskrifstofu Vigdísar.
  • Veljum Vigdísi, rit gefið út af stuðningsmönnum Vigdísar.
  • Þrír litlir límmiðar „Veljum Vigdísi.“
  • Fánaborði.
  • Nafnspjald „með kveðju“ frá stuðningsmönnum Vigdísar.
  • Fylgiseðill frá Landsbanka Íslands til Kvennasögusafns.
  • Glósur á línustrikuðu blaði, mögulega gert af Önnu Sigurðard.?
  • Kort til Vigdísar frá Önnu Sigurðardóttir/Kvennasögusafni.
  • Bæklingur frá kosningaskrifstofu Vigdísar.
  • Bréf frá Erlu Þórdís Jónsdóttir til Vigdísar.
  • Heillaskeyti frá Önnu Sigurðard. til Vigdísar.
  • Undirskriftarlisti, þeirra sem mæla með framboði Vigdísar.
  • Fréttatilkynning – Heimildir um forsetakjör afhentar Kvennasögusafni.

 

Úrklippubækur

  1. Rauð úrklippubók, minni. Afhent af Þorsteini Halldórssyni.
  2. Blá úrklippubók, stærri. Afhent af Gerði Steinþórsdóttur og Sigríði H. Jónsdóttur.
  3. Blá úrklippubók, stærri. Afhent af Gerði Steinþórsdóttur og Sigríði H. Jónsdóttur.
  4. Blá úrklippubók, stærri. Afhent af Gerði Steinþórsdóttur og Sigríði H. Jónsdóttur.

Fyrst birt 25.08.2020

Til baka