Skjalasöfn í stafrófsröð

Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir (1898–1984). KSS 2019/11.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2019/11

 • Titill:

  Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir

 • Tímabil:

  1922-1981

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/11. Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir. Bréfasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir (1898–1984), hjúkrunarfræðingur.

 • Lífshlaup og æviatriði:
  1. 8.2. 1898 á Skútustöðum, d. 7.5. 1984

  For.: Auður Gísladóttir og sr. Árni Jónsson

  Lauk prófi frá Verslunarskólanum 1916 og vann síðan á pósthúsinu í Reykjavík. Hóf nám við Bispebjerg-spítala í Kaupmannahöfn 1919 og lauk þaðan prófi 1923. Stundaði síðan hjúkrunarstörf í Reykjavík en hélt til Seattle 1925 og stundaði þar nám og störf. Þorbjörg var skipuð yfirhjúkrunarkona Vífilstaðaspítala 1929 en frá 1931 stundaði hún hjúkrun í Reykjavík og Osló til 1937 að hún hélt aftur til Seattle. Þar lauk hún magistersprófi í heilsuvernd 1945. Hún kom til Íslands 1946 og vann við kennslu og ritstörf eftir það.

  Þorbjörg er höfundur bókanna Sveitin okkar (1949), Draumur dalastúlkunnar (1950), Leynigöngin (1955), Pílagrímsför og ferðaþættir (1959), Signý (1964), Öldurót (1969). Hún ritaði einnig fjölmargar greinar um hjúkrunarmál.

  Sjá nánar Morgunblaðið 13. maí 1984, bls. 41

 • Varðveislusaga:

  Upprunalega úr búi Gunnars Árnasonar, bróður Þorbjargar. Dóttir hans, Þóra, tók gögnin ásamt öðru en hún var búsett í Svíþjóð. Við lát Þóru sendi dóttir hennar gögnin til systur hennar, Hólmfríðar Gunnarsdóttur.

 • Um afhendingu:

  Afhent á skrifstofu Kvennasögusafns 16. september 2019 af Hólmfríði Gunnarsdóttur, sem áður hefur afhent gögn frá Þorbjörgu.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Nokkur bréf frá Þorbjörgu og ein úrklippa frá Bandaríkjunum.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd.

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skráði í september 2019.

 • Dagsetning lýsingar:

  23. september 2019


Skjalaskrá

A Bréf Þorbjargar til Auðar Gísladóttur

B Bréf Þorbjargar til Gunnars Árnasonar

C Annað

 

askja 1

A

Þorbjörg, Seattle, til Auðar Gísladóttur:

 1. 21.8.1940
 2. 5.09.1940
 3. 21.10.1940
 4. 27.12.1940
 5. 12.1.1941, auk umslags, frímerki klippt burt
 6. 16.2.1941
 7. 17.8.1941, auk umslags, frímerki klippt burt
 8. 26.9.1941, auk umslags, frímerki klippt burt
 9. 12.10.1941, auk umlags með frímerki
 10. 26.10.1941, auk umslags, frímerki klippt burt
 11. 21.12.1941, auk umslags með frímerki
 12. 26.4.1942, auk umslags, frímerki klippt burt
 13. 24.11.1945, auk umslags, frímerki klippt burt
 14. Ódagsett kort

 

Þorbjörg Friðgeirs til Auðar Gísladóttur:

15. jólin 1953

B

Þorbjörg til Gunnars Árnasonar

 1. Kaupmannahöfn, 28.10.1922
 2. Kaupmannahöfn, 9.3.1923
 3. Rosetown Kanada, 5.5.1925
 4. Seattle, páskadag 1940
 5. Seattle, 13.6.1940
 6. Hveragerði, 26.3.1981

C

 1. Bandarísk úrklippa um stöðuveitingu til Þorbjargar, ódagsett. [University of Washington ... Appointments approved by the regents for the 1941-1942 college year were: ...Thorbjorg Arnason (Washington), part time instructor in nursing education. ...]
 2. Bleikur borði sem bundinn var um bréfin þegar þau komu.

Fyrst birt 21.08.2020

Til baka