Skjalasöfn í stafrófsröð

Ingibjörg Magnúsdóttir (1918–2011). KSS 2019/7.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2019/7

  • Titill:

    Ingibjörg Magnúsdóttir

  • Tímabil:

    1935

  • Umfang:

    Tvær einingar

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/7. Ingibjörg Magnúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Ingibjörg Magnúsdóttir (1918–2011), húsmóðir, handavinnukennari og bókavörður.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    F. 6. júní 1918, d. 26. júní 2011. Foreldrar: Magnús Ólafsson bifreiðastjóri í Reykjavík (1894–1989) og Jónína Þorsteinsdóttir húsmóðir (1894–1938). Alsystkini hennar: Ragnheiður (1916–1969) og Ísleifur Steinar (1923–1943). Hálfbræður hennar, samfeðra: Steinar (f. 1946), Ólafur (f. 1949) og Þröstur (f. 1959). Ingibjörg giftist Gunnari Ólafssyni skólastjóri (1911–2003) og eignuðust þau þrjá syni: Ólafur Jóhann (f. 1940), Magnús (f. 1944) og Gunnar Ingi (f. 1948).

     

    „Ingibjörg ólst upp í Reykjavík en barnaskólaár sín eða frá tíu til fjórtán ára aldurs bjó hún ásamt foreldrum sínum í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi og gekk í Mýrarhúsaskóla. Vorið 1935 sótti hún matreiðslunámskeið í Húsmæðraskólanum að Laugavatni og þar kynntist hún Gunnari verðandi eiginmanni sínum, sem var þar við nám í íþróttaskóla.“ Hún var húsmóðir, handavinnukennari og bókavörður.

    Heimild: Morgunblaðið, 2. febrúar 2011.

  • Varðveislusaga:

    Kom úr dánarbúi Ingibjargar

  • Um afhendingu:

    Vigdís Hallgrímsdóttir (f. 1949), eiginkona Gunnars Inga og tengdadóttir Ingibjargar, afhenti 18. mars 2019.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Tvær einingar: Bók með uppskriftum og minningabók með samnemendum á matreiðslunámskeiði á Laugavatni.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd.

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði 

  • Dagsetning lýsingar:

    2. apríl 2019


Skjalaskrá

1. Bók með uppskriftum frá matreiðslunámskeiði á Laugavatni, 1935

2. Minningabók með samnemendum á matreiðslunámskeiði á Laugavatni, 1935


Fyrst birt 21.08.2020

Til baka