Skjalasöfn í stafrófsröð

Elín Briem (1856-1937). KSS 2018/18.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2018/18

 • Titill:

  Elín Briem. Einkaskjalasafn

 • Tímabil:

  1838-1948

 • Umfang:

  17 öskjur (margar stórar) og 3 möppur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2018/18. Elín Briem. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Elín Briem (1856–1937).
  Eggert Gunnlaugsson Briem (1811-1894).
  Sæmundur Eyjólfsson (1861-1896).
  Stefán Jónsson (1856-1910).
  Sæmundur Helgason (1896-1976).

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Elín fæddist 1856 á Espihóli í Eyjafirði, dóttir hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur Briem og Eggerts Gunnlaugssonar Briem, sem þá var sýslumaður Eyfirðinga og var hún tíunda barn þeirra af 19. Elín lauk prófi frá húsmæðraskóla Nathalie Zahle í Kaupmannahöfn vorið 1883. Eftir það sneri hún aftur til Íslands og hóf kennslu; meðal annars í Kvennaskólanum á Ytri-Ey á Skagaströnd, Hússtjórnarskólanum í Reykjavík (sem hún stofnaði 1897), Kvennaskólanum í Reykjavík og Kvennaskólann á Blönduósi.

  Elín giftist Sæmundi Eyjólfssyni vorið 1885 en hann lést ári síðar. Hún giftist í seinna sinn Stefáni Jónssyni árið 1903, en hann lést árið 1910. Kjörbarn Elínar var Sæmundur Helgason, sonur systur hennar Sigríðar. Elín átti tvö stjúpbörn í seinna hjónabandi, Jón Stefánsson listmálara og Lóu Sveinbjörnsson. 

  Elín skrifaði bókina Kvennafræðarinn sem kom út áramótin 1888/1889. Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna. Hún lést árið 1937.

  Elín er grafin í Hólavallagarði við Suðurgötu hjá Sæmundi Eyjólfssyni, fyrri eiginmanni sínum.

 • Varðveislusaga:

  Var á heimili Sigurlaugar Sæmundsdóttur í Reykjavík að Ægissíðu 119. Skjölin voru líklega öll geymd í hárri kommóðu sem var í eigu Elínar.

 • Um afhendingu:

  Sigurlaug Sæmundsdóttir (f. 1938) arkitekt afhenti gögnin, þau voru sótt í heimahús. Sigurlaug er skábarnabarn Elínar því Elín tók föður hennar (Sæmundi Helgason) í fóstur. Hann var barn Sigríðar Briem systur Elínar en hann fór svo annað í fóstur hjá fjölskyldunni. Áður hafði Sigurlaug gefið Kvennasögusafni platta af Elínu [eftir Ríkarð Jónsson] og hangir hann nú á skrifstofu safnsins.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  17 öskjur (margar stórar) og 3 möppur

  Safninu er skipt í eftirfarandi flokka:
  A Skjöl Elínar
  A1 Íslenskir bréfritarar (askja 1-7)
  A2 Erlendir bréfritarar (askja 8)
  A3 Bréf til annarra viðtakenda (askja 8)
  A4 Nafnspjöld og tækifæriskort (askja 8)
  A5 Húsateikningar (askja 9)
  A6 Skólamál og kvenréttindi (askja 10-11)
  A7 Skáldskapur og kvæði (askja 12)
  A8 Ýmiss konar handskrifað efni (askja 12)
  A9 Prentað efni (askja 13)
  A10 Reikningar kvittanir, lán og fleira (askja 13)
  A11 Eftir lát Elínar (askja 13)
  A12 Samtíningur (askja 13)
  A13 Úrklippur og tímarit (askja 14 og mappa 1)
  A14 Teikningar og mynstur (askja 15 og möppur 2-3)

  B Skjöl Eggerts Briem, (askja 16)
  B1 Bréf til Eggerts
  B2 Annað efni

  C Skjöl Stefáns Jónssonar (askja 16)
  D Skjöl Sæmundar Helgasonar og Jórunnar Kristjánsdóttur (askja 16)
  E Skjöl Sæmundar Eyjólfssonar (askja 17)

   

 • Grisjun:

  Einhverju prentuðu efni var grisjað úr safninu. Hægt er að hafa samband við Kvennasögusafn til að fá íterlegan lista yfir það sem var grisjað.

   

 • Viðbætur:

  Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er ótakmarkaður

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

 • Tungumál:

  Íslenska, enska, danska, norska

 • Leiðarvísar:

  Bréfaskrá

Tengt efni

 • Tengt efni:

  Kvennasögusafns:

  • KSS 2018/6. Þorsteinn G. Veturliðason. Einkaskjalasafn.
  • KSS 39. Guðný Guðmundsdóttir. [Geymir einnig bréf frá Ólöfu Briem]

   

  Handritasafn:

  • Lbs 445 NF. Elín Briem. Einkaskjalasafn.

   

  Þjóðskjalasafn:

   

  Héraðsskjalasafn Árnesinga: 1994/24.

   

  Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu:

   

  Skjalasöfn bréfritara í safninu: (ekki tæmandi listi)

  Kvennasögusafn:

  • KSS 35. Ingibjörg Ólafsdóttir Þórðarson. Einkaskjalasafn.
  • KSS 44. Jónína Líndal. Einkaskjalasafn.
  • KSS 13. Ingibjörg H. Bjarnason. Einkaskjalasafn.
  • KSS 2018/17. Ingibjörg H. Bjarnason. Einkaskjalasafn.

   

  Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki.

  • HSk 857 4to. Sigurður Jónsson og Sigríður Jónsdóttir á Reynisstað.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir grófflokkaði í öskjur 12. september 2018. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir flokkaði safnið í október og nóvember 2019.

 • Dagsetning lýsingar:

  13. desember 2018


Skjalaskrá

Innihald

Öskjur 1-8: Bréfasafn. Safnið er of mikið að vöxtum til að komast fyrir hér. Sjá nánar í bréfaskrá.

A1 Íslensk bréf
Bréfritarar:

Anna Grönvold
Erindringer fra Fagranes
Anna Guðmundsdóttir frá Koti, Bjarnastöðum
Anna Guðmundsdóttir, Dröngum
Anna Johnson, London
Anna Jónsdóttir, Hálsi
Anna Þorvaldsdóttir, Kvennaskólanum á Blönduósi
Álfheiður Blöndal, Sauðárkróki
Ásgeir Ingimundarson, Akureyri
Áslaug Gunnarsdóttir, Vestmannaeyjum
Ásta og Magnús Einarsson
Bergljót Lárusdóttir, Hafnarfirði
Bjarni Pálsson, Steinnesi
Björg (Bogga) Berndsen, Skálanesi
Björg Einarsdóttir, Undirfelli
Björg Jónsdóttir, Lokkegaden 14a
Björg C. Þorláksdóttir Blöndal
Björn Sigfússon, Kornsá
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Reykjavík
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Reykjavík
Dadda, Oddeyri
Dísa, Rochester í Englandi
Dísa (önnur), Akureyri
Eggert Briem, (bróðir), Sauðárkrók
Eggert Claessen, (systursonur), Reykjavík
Einar Helgason (?), f.h. Heimilisiðnaðarfélagsins
Eiríkur Briem, (bróðir), Reykjavík
Elín Árnadóttir, Kaupmannahöfn
Elín Gísladóttir (frænka), Meðalfelli
Elín Rannveig Briem, yngri, (f. 1929), Sauðárkrók
Elín Rannveig Jónsdóttir (Adda/nafna), Höskuldsstöðum og Gammel-Kongevej
Elín Theódórsdóttir, Blönduósi:
Elínborg Thorberg, Kaupmannahöfn
Elísabet Guðmundsdóttir, Mjóadal og Gili
Engilráð Hallgrímsdóttir, Hnjúki
Erlendsson (?), Kvennaskólanum á Blönduósi
Finnbogasen, Búðardal
Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn
Frederikke Briem, (mágkona), Reykjavík, danska
Gísli Ísleifsson, Blönduósi
Guðbjörg Björnsdóttir frá Miklabæ, Hesti í Borgarfirði og Miklabæ
Guðmundur Sveinbjörnsson, (tengdasonur), Reykjavík
Guðlaug Arason frá Flugumýri, Reykjavík og Kaupmannahöfn
Guðríður Sigurðardóttir, Blönduósi
Guðr. Sigurðard. (önnur), Höskuldsstöðum og Syðriey
Guðrún Arngrímsdóttir, Vatnskoti
Guðrún Briem, (mágkona), Sauðárkrók og Reykjavík
Guðrún Einars, Sauðárkrók, Svanenosegade(?) 17 og Stationisvej (?)
Guðrún Jónasdóttir, Litladal
Guðrún Jóh,/Jónsdóttir? Sveinatungum
Guðrún Lindquist, Kaupmannahöfn
Guðrún Thorlacius, Görðum
Gulla frænka, London
Gunnfríður Jónsdóttir, Söðlabakka og Kaupmannahöfn
G. Möller, Blönduósi
Halldór Briem og Susie, Reykjavík
Halldór Briem, (bróðir), Reykjavík og Möðruvöllum
Halldór Jónassen, Stykkishólmi
Halldóra Arnljótsdóttir, Þórshöfn
Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri Hlínar,
Halldóra Vigfúsdóttir, Fossi
Hallfríður Sigurðardóttir frá Skúfi, Ytriey
Helga Ingibj. Helgadóttir, (systurdóttir Elínar/systir Sæmundar), Valdastöðum og Meðalfelli
Helga Pétursdóttir, Engey
Helgi Tryggvason, Kothvammi
Herdís Þorsteinsdóttir, nemandi, Haganesvík
Herdís Þorsteinsdóttir, nemandi, Hjaltastöðum
Hjörleifur Einarsson, Undirfelli,
Hólmfríður Hemmert (Fríða), Blönduósi
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Sauðanesi
Hólmfríður (frænka), Kaupmannahöfn
Inga Jónsdóttir, Franska spítalanum
Ingibjörg Briem, París
Ingibjörg H. Briem (frænka), Berlín
Ingibjörg H. Bjarnason, Reykjavík
Ingibjörg Claessen, (systurdóttir), Sauðárkrók
Ingibjörg Einarsdóttir frá Reykholti (systurdóttir), Kvennaskólanum á Blönduósi, Reykholti og Reykjavík
Ingibjörg Eiríksdóttir (Imma), Sveðjustöðum, Bolungarvík
Ingibjörg Pálsdóttir, Ystanesi
Ingibjörg Sigurðardóttir, mágkona, Sveinatungu
Ingibjörg Þórðarson (frænka), Borgarnesi og Vesturgötu
Ing. Þorsteinsdóttir (m.kv. frá Guðbjörgu Jónsdóttur), Broddanesi (?)
I. Björnsdóttir, Sigurðarstöðum og Seltjarnarnesi
Jean Valgard Claessen, (mágur), Sauðárkrók, danska
Jenný Sigfúsdóttir, Rófu
Jóhanna Briem, (frænka), London og Essex
Jóhanna Eggertsdóttir, (systir), Reykholti og Laugarstökkum
Jóhanna Hallgrímsdóttir, Úlfsstaðakoti og Silfrastöðum
Jóhanna O. Hemmert, Blönduósi
Jóhanna Jóhannesdóttir, Svínavatni
Jón Þ. Björnsson, Sauðárkróki
Jón Pálsson, Höskuldsstöðum
Jón Sigurðsson, (bróðursonur?) Reynisstað
Jón Þorláksson, Reykjavík
Jónatan J. Líndal, Holtastöðum
Jónína Sigurðardóttir Líndal, Lækjarmóti
Jónína og Nanna Möller, Akureyri
Jósefína G. Júlíusdóttir frá Höskuldsstöðum, Ystahóli
Kristín Jónsdóttir, Kaupmannahöfn, Kvennaskólanum á Blönduósi og Siglufirði,
Kristín Sigurðardóttir, Húnsstöðum
Kristín Þorsteinsdóttir, Reykjavík
Kristín, (önnur) Reykjavík og Kaupmannahöfn
Kristjana Hafstein, (frænka) Stykkishólmi og Reykjavík
Kristinn P. Briem, bróðursonur, Sauðárkrók
Lilja Sveinsdóttir, Ingveldarstöðum
Lóa (Sigríður Lovísa Sigurðardóttir), Hofsstöðum og Ási við Kópasker
Lóa Sveinbjörnsson, Reykjavík
Ludvig Knudsen, Breiðabólstað
L. Bjarnason (kvk), Winnipeg
María Magnúsdóttir, Skáleyjum
Margrét Eiríksdóttir, Lækjarmóti
Margrét Grímsdóttir, ljósmóðir, Stóragerði
Margrét Guðmundsdóttir, Oddeyri
Magga Jónsdóttir, Höskuldsstöðum
Margrét Lárusdóttir, Þórshöfn
Margrét Sigurðardóttir, Höskuldsstöðum, Hólanesi, Syðriey, Oddeyri og Blönduósi
Margrét Þorsteinsdóttir, nemandi, Hjaltastöðum
Matthías Jochumsson, Akureyri
Málfríður Jónsdóttir, Klömbrum
Monika Indriðadóttir, Lýtingsstöðum
Nini (Stefánsson/Andersen, dóttir Jóns Stefánssonar listmálara), Kaupmannahöfn
Ólafur Briem, (bróðir), Álfgeirsvöllum,
Ólína (?) Benedid, Sauðárkróki
Ólöf Jóhannsdóttir Briem (frænka), Núpi
Páll Briem (tvíburabróðir), Akureyri, Reykjavík og Kaupmannahöfn
Pjetur Sæmundssen, Blönduósi
Ragnheiður Davíðsdóttir, Fagraskógi
Ragnheiður Guðjónsdóttir, Sauðárkróki
Ragnheiður Jónsdóttir, í húsi Jóns Sveinssonar í Reykjavík
Ragnheiður Lýðsdóttir, Skeiðsenni (?)
Ragnhildur Þ. Briem, Reykjavík
Rannveig Hansdóttir, Kolkuósi
Rannveig H. Líndal, Kvennaskólanum á Blönduósi og Sauðárkrók
Rannveig Nikulásardóttir, Vopnafirði
Soffía Ásgeirsdóttir, Brekku
Sólveig Jónsdóttir, Refseyri (?)
Sólveig Guðmundssóttir, Sólheimum
Sigríður Jenný Gunnarsdóttir, Selnesi
Sigga Jóhannesdóttir, Skagaströnd
Sigríður Jónsdóttir, mágkona, Reynisstað
Sigríður Jónsson, systir, Reykjavík
Sigríður J. (?), Danmörku, Reykjavík og Ísafirði
Sigríður, önnur
Sigurður Briem, Reykjavík, London, Gullfossi og Árósum
Sigurður Sigurðsson, f. h. forstöðunefndar kvennaskólans á Ytriey
Sig. Pálsson (?)
Sigurlaug Sigurðardóttir, Kaupmannahöfn
Sigurrós Þórðardóttir, Blönduósi
Stefanía Erlendsdóttir, nemandi, Grafarósi og Hofsósi
Steinar Árnason frá Skútustöðum, Æsustöðum
Steinunn Briem (mágkona), Kaupmannahöfn og Staðastað
Steinunn og Vilhjálmur Briem
Stephania Jónsdóttir (mágkona), Sauðárkróki
Stella (Ólöf Sveinbjörnsson, síðar Wolf), „til ömmu“, Kaupmannahöfn
Stína, Willemoesgade 20 og Víðimýri
Susie Briem, Reykjavík, enska
Sæmundur Helgason (systursonur og kjörbarn), Akureyri, Reykjavík, London og París
Thor E. Tulinius (Þórarinn), Kaupmannahöfn
Thora Fridriksson
Thora Melsteð, Reykjavík
Valdimar Briem, Stóra-Núpi
Valdimar Sigurður Briem, bróðursonur, Kaupmannahöfn
Valgerður, frænka, Reykholti (e.t.v. Kristín Valgerður Einarsdóttir)
Vigdís Steingrímsdóttir, Víðimýri
Vilhjálmur Briem, Helensburgh (Skotlandi) og Reykjavík
Þorbjörg S. Sigurbergsdóttir, Stóru-Borg
Þorsteinsína
Þorvaldur Hvamm(?), Sauðárkrók,
Þórarinn Jónsson, Hjaltabakka
Þórdís Benjamínsdóttir, Hrísum
Þórdís H. , Akureyri
Þórdís Stefánsdóttir, Akureyri
Þuríður Eyjólfsdóttir (mágkona), Hvammi, Reykjavík, Vatnsbunu(?), Brautarholti og Arnbjargarlæk
Þuríður Jakobsdóttir
Þ. Hafstein (?)

A2 Bréf á erlendum málum
A.B. Moore, enska
„Royalty in Iceland“ e. A.B.Moore, Bókhlöðustíg 7
Amy Catherine Histed, Kensington, enska
Amy Moore, London, enska
Anna Arntz, danska
Anna Hoffensets (?), Hróarskeldu, danska
Anna La Cour (?), um pöntun, danska
Bentha Halen(?), Kaupmannahöfn, á dönsku, bréfsefni Zahle skólans
Bessie Mengier (?), enska
Björg Gunnlogsen, Skagestrand, danska
Christine Jörgensen, Kaupmannahöfn
Christine Smith, Óðinsvéum
Elisa Ulvig (?), Jótlandi, danska
Tilkynning um pennavin (?) frá Idun Redaktion í Svíþjóð, Gyda Skard í Noregi
Gyda Skard., Kristianssand, norska
Helga Tulinius, Hellerup, danska
Inger (?)
Karen Sophie Benschien (?), Osló
Lina Gjørling, Christiania
Maria ???, Fasanvej 96, danska
Marianne (?) Moller, danska
Margarethe Lorentzen, Kaupmannahöfn
Nathalia Bernsteen, fædd Ludvigssen, Himlebæk , danska
Illlæsileg undirskrift, danska
Símskeyti, breskt

A3 Bréf til annarra viðtakenda

Elín Briem, Sauðárkróki, til Ingibjargar Eiríksdóttur Briem
Jóhanna Briem, London og Essex, til Mrs. Little
Jónatan Jóhannesson, Akureyri, til Ragnheiðar Guðjónsdóttur
Ingibjörg Hóseasdóttir, Mozart, Kanada
Soffía Sigtryggs., Siglufirði

A4 Nafnspjöld og tækifæriskort Hafið samband til að sjá nánar

Askja 9

A5 Húsateikningar
(teikningarnar voru lauslega teknar saman með pappír)
Tærnet regnehæfte, einungis kápan, (um það bil helmingur skjalanna í þessum flokki var geymdur saman inni í kápunni en ekki var nein augljós regla þar að baki)
Blýantsteikning af herbergjaskipan á bakhlið bréfs Þorbjargar S. Sigurbergsdóttur frá 1932, sjá Íslensk bréf
Bókhlöðustígur 7, uppdrættir, 1931
Hofsstaðir, uppdrættir, festir saman með títuprjóni
Höskuldsstaðir steinhús, teiknað hefur Elín Briem Jónsson (aftan á einni teikningunni er uppkast að bréfi til skólastúlkna á Blönduósi, 16.06.1914)
Skógarbrekka, uppdráttur auk útskýringa
Húsakynni í sveit
Húsakynni á stórbæjum og prestsetrum í sveit
Listi yfir húsgögn
Smáhefti með saumamynstri, 2 uppskriftum og uppdrætti af húsakynnum
Smáhefti með geometrískum mynstrum
Smáhefti „notes“ með uppdráttum
Stílabók með uppdráttum
Uppdráttur af herbergjaskipan, 3 blöð brotin saman
Uppdrættir að mismunandi íbúðum, frá 8x9 m² til 22x15 m², sumir merktir Elínu í janúar 1928
Uppdrættir 8½x8½ m² til 12x10 m²
Uppdrættir, teknir saman með títuprjón
Uppdrættir og uppköst að texta, tekið saman með bandi
Ýmsir uppdrættir, gerðir á síður úr sömu stílabókinni
Ýmsir uppdrættir, blöð brotin saman í einn bunka
Ýmsir uppdrættir, einn með upphafi á lista: „Kröfur til húsakynna“ (aftan á uppkast að bréfi)
Uppdrættir af herbergjaskipan, ýmislegt

Askja 10
A6 Skólamál og kvenréttindi

Efnisyfirlit úr ársriti hússtjórnarskólans í Reykjavík 1897-1898, handskrifað
Sýnishorn af bókhaldi hússtjórnarskólans í Reykjavík 1898, skrautskrifuð stílabók merkt Guðrúnu Jóhannsdóttur
Reglugjörð Hússtjórnarskólans í Reykjavík 1900, handskrifað uppkast
Uppkast að ræðu um sögu Hússtjórnarskólans í Reykjavík og væntanlega stofnun skóla fyrir húsmæðrakennslukonur, ódagsett og endi vantar
„Kvennaskólinn í Húnavatnssýslu. Fyrstu tildrög.“ Vélrituð frásögn í fyrstu persónu.
Reglugerð fyrir Kvennaskólann á Blönduósi, uppkast
Uppkast, óklárað, að sögu Kvennaskólans á Blönduósi og blábyrjun á smásögu (?) „Hríslan og lækurinn“
Drög að stundatöflu 1. deildar
Listi yfir það sem námsstúlkur þurfa að hafa með sér
Drög að stundatöflu 2. deildar
Drög að stundatöflu 3. deildar
Listi yfir námsgreinar og bækur í 2. deild
Hvít minnisbók „Empire Exercise Book“. Eitthvað um minnispunkta tengdum skólanum, stundatöflum o.fl.
Skólaplan fyrir kvennaskóla á Íslandi í 3 ár
Verksvið skólavinnumanna
Tvö drög að matartöflu. Aftan á öðru stendur „Engu skólpi má hella fyrir utan forstofudyrnar“
Handskrifuð fréttatilkynning um tilhögun, kennslu og umsóknir til náms á Kvennaskólanum á Ytri Ey
• Guðrún Jónsdóttir forstöðukona, Reykjavík, 27.7.1895
Reikningur skólaársins 1898/99
„Vetrarbraut“ nr. 2, handavinnuverkefni merkt 1. ári, Ytri ey, 1. nóvember 1889. Útstimplað „Kvennaskólinn“
„Vetrarbraut“, nr. 4, handavinnuverkefni merkt 1. ári, 15. nóvember 1889
„Bækur og bóklegt nám á Kvennaskólanum á Blönduósi 1902-1903“, handskrifað
Prófskýrsla frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1913
Stundatafla fyrir 3. deild í Kvennaskólanum á Blönduósi 1913-1914
Glósur, uppköst og minnismiðar, tengt skólahaldinu
Kveðja frá námsmeyjum Ytrieyjarskólans
• vorið 1894, í bundnu máli
Jólakveðja frá Guðbjörgu, Guðríði, Gyðríði, Guðnýju, Helgu, Hildi, Jófríði, Kristínu, Svövu og Þuríði
Jólakveðja frá Ingileifu, Laufeyju, Maríu, Oddnýju og Þóru
Meðmælabeiðni Sigríðar Jónsdóttur frá Kirnastöðum í Reykhólasveit, meðmæli E. fyrir neðan
• 25.02.1902
Meðmælabeiðni Sigríðar og meðmæli Elínar, á dönsku
• 24.02.1902
Meðmælabréf um Ósk Jónsdóttur
• 8.06.1921
Handskrifuð lög Kvenréttindafélags Íslands, notuð sem uppkast að lögum Kvenréttindafélagsins á Sauðárkrók
Handskrifuð lög Kvenréttindafélagsins á Sauðárkrók, uppkast
Fundargerð aðalfundar bandalags kvenna, 27. og 28. maí 1921, prentað, 2. stk.
„Skýrslur fjelaga“, vélritað blað, líklega frá aðalfundi Bandalags kvenna, 1921
Áskorun til íslenskra kvenna um að gerast áskrifendur að Hlín, handskrifuð
• Elín Briem Jónsson og Margrét K. Jónsdóttir, Reykjavík, janúar 1926
Aukir réttindi kvenna. Handskrifuð samantekt í 5 liðum, nýjustu réttindin frá 22.11.1909. Fannst á meðal handavinnuplagganna.

Askja 11

Botanik, Elín Briem. Glósubók Elínar úr námi
Stílabók með handskrifaðri kennslubók: Íslensk mállýsing eptir skólastjóra Jón A. Hjaltalín, Möðruvöllum. Skrifað veturinn 1892-93 af Pétri Pétursson (?).
4 svartgrænar stílabækur nemenda, teiknibækur fyrir mynstur, lítið notaðar. Enn má lesa nöfn Ástu Stephensen 1896-1897, Elínu Stephensen 1897, Solveigar Kristjánsdóttur

Askja 12

A7 Skáldskapur og kvæði

„Allt heimilisfólkið í Laufási“, gamansamt og rímað, handskrifað
Handskrifuð ljóð á ensku eftir ýmsa höfunda
Handskrifaður skemmtisöngur, ortur af séra Guðmundi á Felli í Sléttuhlíð
Jólavísa til Lenu Guðmundsdóttur, frá Sigurði Breiðfjörð, handskrifuð
Klaufhalabálkur, prentað
Kvennaslagur, prentað kvæði e. Guðm. Guðmundsson
Kvæði
Kvæði (háðskvæði um Þórberg Þórðarson, annað meinlausara e. Stgr. og kvæði um stúlku e. E.B., handskrifað
Stúdía og gagnrýni á ljóðum Bjarna Thorarensen út frá máli og bragfræði, auk sögu af Sæmundi Hólm. (Ef til vill úr fórum Sæmundar Eyjólfssonar.)
Söngbók, handskrifuð
„Vísa um okkur elstu systkinin 1857“, ásamt fæðingardögum og dánardögum. Ritað eftir lát Páls 1904.
Kvæði eftir Br. J.
Kvæði eftir Arndísi Ásgeirsdóttur: Nótt, Mannsæfin og Endurminning
Herra guð á himnahæðum, hrópa ég til þín
Kvæðabálkur um Jesú, handskrifaður
Lítil stílabók með nokkrum kvæðum og þulum, til dæmis Kvæðinu um Leppalúða og Stúlkurnar ganga sunnan með sjó

A8 Ýmiss konar handskrifað efni

Húskveðja, Jón Eyjólfsson á Ökrum, 04.06.1879
Húskveðja, Sæmundur Eyjólfsson, 1896
Predikun
„Kveðjuorð við burtför frú Ólafar H. Jónson frá Akurey. 27.9.1901“ lítil stílabók
Uppkast að minningargrein (?) um Ragnheiði Brynjólfsson 1863-1929
„Helstu æviatriði Kristínar Claessen f. Briem“, minningargrein eftir Elínu, júní 1936
„Helstu æviatriði Kristínar Claessen f. Briem“, þrjú drög í vélriti
Minnispunktar og uppkast að grein Elínar um foreldra sína sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1940
Helgi Eyjólfur Jónsson, brot (Helgi var faðir Sæmundar)
„Björg Þorláksd. Blöndal, fyrsti kvenndoktor á Íslandi“, einhvers konar uppkast
Snifsi á dönsku um Ingiborg Briem, ættingja Briem sálmaskálds
Thorlacius fjölskyldan, glósur
Thorlaciusættin, ættartala, 2 stk.
„Móðurmálið á heimilunum“, lítil glósubók, inniheldur orðalista með dönskum/dönskulegum orðum þýdd á „betra“ mál
Orðalisti yfir íslensk orð í stað dönskuskotinna, 2 stk.
Prentaður orðalisti yfir íslensk orð í stað dönskuskotinna, 1 bls.
Fegrunarráð: Hirðing naglanna, meðferð hársins, hársmyrsli úr nautgripamerg. Handskrifað
Ráðleggingar um meðferð á blankskóm
Vefnaðarfyrirsagnir frá heimili Eiríks og Guðrúnar Briem í Steinnesi 1878, Elín hreinritar þann 7.01.1932
„Svar“. Uppkast að svari við grein í Fjallkonunni 26.05.1900. Sú grein hét „Ljótir ósiðir“ og birtist í dálkinum Raddir almennings, undirrituð af P. Uppkastið er undirritað með bókstafnum A og virðist samið af konu. Ritdeilan snerist um hreppsnefndir og sveitarómaga.
Keðjubæn
Húsmunir, upptalning
Listi yfir húsbúnað
Stílabók með munaskrá. Vönduð og nákvæm, yfirlit yfir búslóð. Barn hefur teiknað á sumar síðurnar, jólasvein og tré, vélbát eða kafbát, æft sig í skrift og lagt saman 54+33
Svört minnisbók með ýmsu
Minnisblöð, ýmislegt

askja 13

A9 Prentað efni

Brúðkaupsljóð Elínar og Sæmundar 1.6.1895 x 5
Útfararprent Sæmundar 1896 x 4
Minni sungin á skólahátíðinni 9. apríl 1888 (annað eftir Sæmund)
Útfararprent Elínar, ásamt kveðju frá námsmeyjum eftir Þ.G. x 2
Brúðkaupsljóð, Ólafur Briem og Katrín Helgadóttir
Útfararprent, Ólöf Jóhannsdóttir Briem x 2
Útfararprent, Kristín Eggertsdóttir Johnsen
Útfararprent, Jóhannes Sigurðsson Waage
Útfararprent, Jóhannes Davíð Ólafsson
Útfararprent, Guðrún Gísladóttir Briem
Prentbæklingur fyrir Boarding House for Lady Students, Clerks, Teachers and others, London
Prentbæklingur fyrir Ferny Bank, house of rest for women in business, Babbacombe, Devonshire
Application for employment, polytechnic labour bureau, óútfyllt eyðublað
Auglýsingar og uppskriftir fyrir Junket
Carl Lorentzen‘s klinik, bæklingur
Umsókn um námsskeið fyrir kennara, Ministeriet for Kirke og Undervisningsvæsenet, 1897-1898, einungis þrír reitir útfylltir
Alphabets varies, forskrift að ólíkum skrautskriftum
Multiplikationstabel

A10 Reikningar, kvittanir, lán og fleira

Sumt úr fórum Elínar, annað viðvíkjandi skólahaldi.

Th.A.Thomsens verzlun, Rvk
• 19.6.1895, 2 reikningar til Margrétar Sigurðardóttur, auk handskrifaðs uppkast að reikningi Elínar til Margrétar, fest saman með títuprjóni
Dr. Med. Carl Lorentzen‘s klinik for mavesygdomme
• 09.11.1915, kvittun
• 09.11.1915, kvittun
• 27.12.1915, kvittun
Elín Briem tekur lán hjá Ragnhildi Þ. Briem
• 13.10.1897, tekur lán hjá Ragnhildi Þ. Briem
• 27.1.1902, borgar
Sigfús Blöndal, Kaupmannahöfn,
• tekur lán hjá Elínu 28.10.1915

Saman í örk:
Páll Einarsson, Reykjavík
• 3.10.1893, kvittun
Verslun í Edinborg, Reykjavík,
• 24.8.1895, reikningur
Sigurður Kristjánsson bóksali, Reykjavík
• 1897-1899, reikningur
• 11.6.1900, bréf um sölu á Kvennafræðaranum, ásamt kvittun frá Jóni Þorkelssyni
• 31.12.1901, reikningur
Verslun V. Claessens, Sauðárkróki
• 31.12.1900, reikningur
Th.A.Thomsens verzlun, Rvk
• 25.6.1901, orðsending
Gísli Þorleifsson
• 04.11.1901, póstkvittun
C. Zimsens verslun, Reykjavík
• 01.01.1902, reikningur
Garðar Gíslason, Leith
• ódagsett, orðsending
• 18.09.1901, reikningur
J.C. Möllers verzlun, Blönduósi
• janúar 1902, reikningur
Carl Höepfners verzlun, Blönduósi
• 24.02.1902. orðsending
• 31.12.1902. reikningur
Sveinn Kristófersson, Blönduósi
• 08.03.1902, viðgerðarreikningur Kvennaskólans á Blönduósi
Sumarliði Guðmundsson
• 16.05.1902, kvittun
Ben. S. Þórarinsson, Reykjavík
• 24.08.1902 (um pöntun á stólum)
N.C. Roms Skolematerial-Forretning, Kaupmannahöfn
• 15.11.1902
B. Halldórsson, Blönduósi
• 20.05.1903, reikningur
Jónatan J. Líndal,
• 28.10.1914, kvittun
Morten Hansen, Reykjavík
• 13.01.1915, kvittun um að Jónatan J. Líndal hafi greitt reikning Kvennaskólans á Blönduósi vegna eðlisfræðiáhalda
Póstkvittun, Kaupmannahöfn
• 22.11.1915
Tollskýrsla, Blönduósi
• 23.11.1915
Specialforretning i Underbeklædning, Strømper og Garn, Kaupmannahöfn
• 1915, reikningur
Íslandsdeild Dansk-íslenska félagsins
• kvittun, 1922

„Listi yfir það sem jeg hef selt fyrir frú Elínu Eggertsdóttur“, auk tveggja svipaðra lista. (Dúkar, sessur og fleira)
„Reikningur yfir nokkra áteiknaða muni“
„Fengið hjá Elínu systur“, minnisblað um skuldir
„Reikningur yfir efni og áhöld til vefnaðarins við Kvennaskólann á Blönduós“, uppkast eða yfirlit
Heimilisbókhald 1897
Lyfseðill frá Gunnlaugi Claessen, í umslagi frá Reykjavíkur Apóteki
Lyfseðill frá Gunnlaugi Claessen, í umslagi frá Reykjavíkur Apóteki
Lyfseðill frá Reykjavíkur Apóteki
Lyfseðill og apóteksumslag frá Sviss
A11 Eftir lát Elínar

Minningarskjöldur um Elínu frá Kvennaskólanum á Blönduósi

Fest saman með bréfaklemmu, varðandi útför Elínar:
Ríkisútvarpið, kvittun
• 4.12.1937, tilkynning um andlát
• 20.12.1937, þakkir
• 20.12.1937, útsending frá jarðarförinni
Prentsmiðja Ágústs Sigurðssonar
• 12.12.1937, 200 þakkarkort
Ísafoldarprentsmiðja
• 17.12.1937, 350 erfiljóð
Albert Jónsson
• uppsetning á legsteini, 1938 (með frímerki)
• gerð legsteins, 1938
Morgunblaðið
• 1937 (með frímerki)
Alþýðublaðið
• 1937 (með frímerki)
Vísir
• 1937
Nýja dagblaðið
• (með frímerki)
Útklippt blaðatilkynning, þakkir fyrir auðsýnda samúð
Hans og Jørgen Larsen
• 22.02.1838, relief, Thorvaldssen, dagen
Vinnustofa Eyvindar Árnasonar (útfararstofa)
• 16.12.1937
Reikningur Sæmundar Helgasonar í dánarbú Elínar

A12 Annað

• Korrespondancekort Elínar frá Danmerkurdvölinni 1915, þrjú, eitt með glósum Elínar
• Ljósmynd af eldri manni með gleraugu frá Sigfúsi Eymundssyni. Í visitspjaldstærð og líklega í eldri kantinum, því samkvæmt Ljósmyndasafni Reykjavíkur fór Sigfús síðar meir að merkja sínar myndir að framan. Myndin var vafin inn í blað sem á stendur: Hver er þessi maður?
• Umslag með Jesúmynd og handskrifuðum matseðli á Amagerbrogade (heilsuhæli), 9.11.1915-27.11.1915. Einnig var í umslaginu annað umslag með bréfi frá Sigríði, skráð í bréfasafni.
• Blýantsteikning af erlendum tjarnargróðri
• Hárlokkur, í umslagi
• Hárlokkur, í umslagi frá Reykjavíkur Apóteki
• Hárlokkur í lausu
• Tóm umslög

Askja 14
A13 Úrklippur og tímarit

Hlín, ársrit sambands norðlenskra kvenna, síðar ársrit sambands íslenskra kvenna:
• 2. árg.
• 3. árg.
• 5. árg.
• 8. árg.
• 9. árg.
• 17. árg.
• 37. árg.
• 38. árg.
• 40. árg.
• 43. árg.
Lögfræðingur, tímarit um lögfræði, löggjafarmál og þjóðhagsfræði:
• 1. árg.

Skýrsla um Gagnfræðaskólann á Akureyri 1910-1911, með kv. skólameistara
Ágrip af sögu Íslands e. Þorkel Bjarnason, Rvk. 1880, merkt Pétri Péturssyni.

Mappa 1

Haldið eftir við grisjun tímarita:

Framsókn,
• 3. árg.: 4. tbl. (grein eftir Elínu)
• 4. árg.: 1. tbl. (grein eftir Elínu)
• 6. árg.: 7. tbl. (merkt frú Ólöfu og með teikningum og nöfnum Lovísu og Jóns Stefánssonar)
• 6. árg.: 8. tbl. (fyrri helmingur smásögu eftir konu í Skagafirði sem fjallar um kvennaskólastúlku. Seinni helmingurinn var ekki í safninu)
Kvennablaðið:
• 7. árg.: 7.-8. tbl. (greinar eftir Elínu)
• 17. árg.: 4. tbl. (einu eintaki haldið eftir vegna fjölda eintaka í safninu)
Stök eintök og úrklippur:

Blaðsíða úr þýsku handavinnutímariti
Lögrétta, 16.07.1919, bls. 1-4. Þar er bæði grein e. Björgu Þ. Blöndal um þýðingar og Guðmund Hannesson um skipulag sveitabæja.
Lögrétta, 23.07.1919, bls. 1-4, svar við grein Bjargar.
„Dánir í Reykjavík úr drepsóttinni“. Úrklippur úr blaðinu Landið, 47. og 48. tölublaði, 29.11.1918 og 6.12.1918.
Úrklippa, ljóð á 70 ára afmæli Elínar eftir skagfirskan fornvin
Framsókn, síða 1-4, 18.06.1938, minningargrein um Elínu eftir Jón í Stóradal
Morgunblaðið 18.6.1939, með handskrifaðri athugasemd: Kvennaskólinn á Blönduósi 60 ára
Morgunblaðið, síða 1-4, 16.06.1939, áætlanir um að gefa Kvennaskólanum höggmynd af Elínu eftir Gunnfríði Jónsdóttur
Lesbók Morgunblaðsins, 04.02.1940: Helstu æfiatriði sýslumannshjónanna Eggerts G. Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur. Grein eftir Elínu.
Lesbók Morgunblaðsins, 11.02.1940, niðurlag greinarinnar um Eggert og Ingibjörgu.

Askja 15 (stór)

A14 Teikningar og mynstur

Vatnslitamyndir, líklega fyrirmyndir
Blýantsteikningar Elínar
Dekorative tegneøvelser for skolen og hjemmet e. Henriette Søkjer
Patent tegnebog, merkt Elin Briem
Patent tegnebog
Mikill fjöldi útsaumsmynstra, flokkuð af Elínu á eftirfarandi hátt:
Dúkar, margar ólíkar gerðir
Umfeðmingur (ekki mynstur heldur þurrkuð blóm)
Nálabækur og bókmiðar
Afþurkunartuskur (þar á upphaf á bréfi: Hjer með leyfi jeg mjer virðingarfyllst að sækja um til hins háttvirta alþingis að mjer verði)
Morgunskór
Myndarammar
Slifsisuppdr., klútatöskur/tuskur, kaffikjöltudúkar (?), nálakoddar
Úrbakkar, lampabakkar, smábakkar
Stjakalauf
Þerriblaðsspjöld, klútatöskur/tuskur
Tóbakspokar, pípubretti
Bréfaslíður, almanaksbönd
Stafir
Peisubrjóst, vasaklútar, slifsisuppdr.
Töskur/tuskur

Mappa 2

Náttkjóll eða nátttreyja. Heimagerð bók með sniðum, stór.
Sliðrur, ýmis mynstur.

Mappa 3

Mynstur og snið, stór

askja 16

B Skjöl Eggerts Briem (1811-1894)
B1 Bréf til Eggerts

Bergur Thorberg, landshöfðingi,
• 2.12.1884, um eftirlaun
Elín Briem, Ytriey
• 22.10.1889
• 2.11.1889
Gunnlaugur .E.(?) Briem, Hafnarfirði
• 1.12.1887
Halldór Briem, Möðruvöllum
• 9.11.1887
J(?) Briem, Søborg
• 29.8.1887
J. Lansteen, Norður- og Austuramti,
• 16.10.1885
Jean Valgard Claessen, Sauðárkrók
• 8.11.1887
J. Árnason, Írafelli
• 8.9.1884 (þetta bréf var geymt meðal húsateikninganna)
Ólafur Briem, Álfgeirsvöllum
• 20.11.1887
Thor E. Tulinius, Sauðárkrók
• 21.8.1884
• 29.8.1884, kvittun
• 31.01.1885 (úr umslagi)
Þorgrímur Ásgrímsson, Hofsstaðaseli
• 18.01.1884

B2. Annað efni, tengist líklegast Eggerti

Benedict Vigfússon, Hólum 31.01.1838
• gefur jörðina Utanverðarnes í Rípurhreppi og Skagafjarðarsýslu til góðgerðarmála skv. síðustu ósk látinnar dóttur sinnar, Hólmfríðar
Krafa í dánarbú Árna Hallgrímssonar frá Vöglum
• 28.12.1860
Manntal á heimili Eggerts Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur, 1863-1874
Opinber úttekt á húsakosti á Þorssteinsstöðum í Blönduhlíð, 20.06.1876
Opinber úttekt á húsakosti, fyrstu síðu vantar
Hið opinbera gegn Jóni Jónssyni frá Nýjabæ og Jóni Ólafssyni á Stafshóli
• 17.06.1881, Sauðárkróki
Páll Ólafsson
• 9.12.1882, tekur lán hjá Ólafi Ólafssyni
Reikningur hjá St. Jónassen, 13.8.1884
Uppkastsbók sýslumanns? Frá mars fram í júní, e.t.v. árið 1888 eða síðar
Leigusamningur Eggerts Briem og Jóhannesar Davíðs Ólafssonar
• 14.8.1884, Sauðárkróki
Tilkynning um dánarbú, Björn E. Björnsson
• 7.9.1884, Svartárdal ytri
Handskrifuð reglugerð á dönsku um eftirlaun, N.953-84, október 1884
Blað með nafni og heimilisfangi Eggerts Briem, báðu megin uppkast að bréfi á dönsku til Thors E. Tulinius
• 14.11.1884
• 28.11.1884
Landamerkjaskrár, undirritaðar af J. Hallssyni, Glaumbæ
• Hellu í Blönduhlíð, 06.05.1890
• Vaglar í Akrahreppi, 13.05.1890
• Halldórsstaða í Seiluhreppi, 21.05.1890
Árni Jónsson, sjálfsskuldaábyrgð fyrir Snorra Þorsteinsson á Brekkukoti
• 03.01.1893, Sauðárkróki
Krafa í dánarbú Friðriks Níelssonar, uppkast aftan á umslag stílað á Jóhönnu Briem

Saman í umslagi, með utanáskrift á dönsku:
3 uppköst, illæsileg, um tilteknar 1000 krónur sem mörg skjalanna í umslaginu virðast snúast um
Uppkast að bréfum, nóv. 1884
Bréf frá Thor E. Tulinius, 31.01.1885 (einnig skráð með öðrum bréfi hans og geymt þar)
Tvö uppköst að bréfi, ef til vill frá Sigurði Briem (?). Að minnsta kosti annað þeirra er skrifað til Jóhannesar (?), ef til vill fyrirrennara í starfi.
L. Bastrup, Kaupmannahöfn
• 1.3.1884 (til Eggerts)
• 15.4.1884 (til Sigurðar Briem)
Kuypers, Ostler & Scott, Hull
• 03.03.1884
Uppkast Eggerts að bréfi til Kuypers, Ostler & Scott, Reykjavík
• 25.06.1885
Bréf til Thors E. Tulinius, ef til vill uppkast
• 16.8.1884, báðar síður með vaxinnsigli

C Skjöl Stefáns Jónssonar

Tóm umslög, merkt Stephán Jónsson, Sauðárkrók
Reikningur frá Aug. Pellerin Fils&Co.
• 22.07.1908
Reikningsyfirlit Landsbankans til Gránufélagsins á Sauðárkrók
• 08.01.1907
Reikningar, kvittanir og orðsendingar Stefán Jónssonar við O. Johnson&Kaaber, Thomas Scott&Co. og Gibson&Hay
• 18.08.1908-04.11.1908, brotið saman
Reikningar, kvittanir og orðsending á milli kaupmannanna Stefáns Jónssonar, Sauðárkróki og Jakobs Gunnlaugssonar, Kaupmannahöfn
• 31.12.21908-18.08.1909, brotið saman
Reikningar, kvittanir og orðsending á milli kaupmannanna Stefáns Jónssonar, Sauðárkróki og Jakobs Gunnlaugssonar, Kaupmannahöfn
• 22.-26. júlí 1909, brotið saman

Eftirfarandi skjöl lágu saman í ómerktu umslagi. Stefán var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og frásögnin af Guðmundi kíki á sér stað. Því var sú ályktun dregin að annað efni í umslaginu gæti einnig tilheyrt honum þó það sé augljóslega ekki algilt, sbr. úrklippuna um spænsku veikina.

Mörg sundurlaus blöð með handskrifuðu leikriti um sama eða svipað efni, íslenskir kaupmenn ræða saman um verslunarmál
Um örnefnið Desey eða Dysey
Kvæði
Kvæði
Guðmundur kíkir, frásögn af námsárum í Kaupmannahöfn 1876
Orðalisti
Landnám Skallagríms
„Gufuskálar í Borgarfirði“, nokkur drög að útskýringum á þessu örnefni, eitt undirritað Helgi Jónssen
Í sama umslagi voru úrklippur um látna í Reykjavík í spænsku veikinni sem eru skráðar með öðrum úrklippum í möppu 2.

D Efni Sæmundar Helgasonar og Jórunnar Kristjánsdóttur

Bréf til Sæmundar:
Ingibjörg Einarsdóttir frá Reykholti, Kvennaskólanum á Blönduósi
• 14.12.1914 (skrifar meðan Elín er veik)
Ingi Ól. Guðms. (?), Siglufirði, „til síns góða og gamla starfsfélaga“
• 5.6.1935
Frá konu sem e.t.v. bjó í Washington
• bréfið hefst 18.8.1931 og byrjar svo aftur (með miklum afsökunum) 16.8.1934. Endinn vantar

Bréf til Jórunnar:
Sigrún (?) frænka, Edinborg:
• 5.3.1948
• 12.3.1948

Annað:
Sveinsína Jórunn Kristjánsdóttir, fæðingar- og skírnarvottorð 1900
• 21.7.1930, með frímerki
Jórunn Kristjánsdóttir, bólusetningarvottorð
• 14.06.1909
Sæmundur Helgason, þrjú afrit af fæðingarvottorði1896
• 20.5.1912

askja 17
E Skjöl Sæmundar Eyjólfssonar

Ódagsett tækifæriskort, „frá þínum litla Sæma“ (fannst meðal gagna S.E. en á þó líklega við Sæm. Helgason. Útlit kortsins minnir á önnur kort frá aldamótunum 1900)
Sæmundur Eyjólfsson, Reykjavík, til systur sinnar, uppkast
• 18.3.1891
Sæmundur Eyjólfsson, til systur sinnar
• langt bréf, skrifað yfir nokkra daga í maí, þegar Sæmundur er í búnaðarskólanum. Að öllum líkindum frá árinu 1881, því Sæmundur nefnir að kóngsbænadagur beri upp á 13. maí. Hann nefnir meðal annars bréfaskipti sín við Júlíönu skáldkonu og sendir systur sinni ljóð. Bréfið er í mjög slæmu ásigkomulagi og það vantar upphafið.
(Sæmundur átti tvær systur, Þuríði og Guðbjörgu Eyjólfsdætur)
Uppkast að bréfi í lengra laginu. Minnir meira á bókmenntalega tilraun en einkabréf
Lítið hefti með handskrifaðri jólamessu
Handskrifað leikrit, vantar upphaf, hefst við lok 5. senu. Þýðendur Ólafur Helgason og Sæmundur Eyjólfsson.
Sólaröld
Ritgerð um sögu þjóðardýrlinga, uppkast
Eyjólfur Jóhannesson og Helga Guðmundsdóttir, kvæði á gullbrúðkaupsdegi þeirra 29.5.1898, handskrifað
Sæmundur Eyjólfsson, erfiljóð (?) eftir M.J., handskrifað
Nýárssöngur á dönsku
Kvæði á dönsku
Kvæði á íslensku (óljóst hvort þetta efni tilheyrir Sæmundi eða Elínu)
Samantekt um bragarhætti
Ýmis sundurlaus blöð
Eitt kort yfir Suðursíðu Íslands e. S.M. Holm 1776, afrit
Stílabók, merkt Hjálmari Sigurðssyni. Fremst eru tilvitnanir úr íslenskum (forn)bókmenntum um skóga, aftast er samtímalýsing á skógum
Minnisbók með ýmsu, líklega úr fórum Sæmundar
Skagafjörður, Hólum, 18.8.1893
Eyjafjörður, 12.8 (að öllum líkindum árið 1893)
Kelduhverfi, Skógum 3.8.1893, eptir Erl. Gottskálkssyni
Skógar og Fljótsdalur, skrifað í Vallanesi 27.7.1893
Hallormsstaðaskógur, skoðaður mánudag 24.7.1893, auk minnisblaðs um Hallormsstaðaskóg og Vallanes.
Vellir, eptir M.Bl. Jónssyni.
Fyrirspurn til presta, uppkast, merkt Vallanesi.
Spurningalisti um lifnaðarhætti, uppkast
Spurningalisti um lifnaðarhætti
Mývatnssveit. Lýsing, byggð á spurningalista svipuðum þeim sem varðveittir eru í safninu.
Slitur frá 1893, músétið
Sundurlausir minnispunktar/dagbók Sæmundar sumarið 1883, brotakennt
Lýsing á birkiskógunum í Grímsnesinu
• Sigurður Jónsson
Upplýsingar um Þórsmörk
• Jón söðlasmiður, Hlíðarendakoti, 12.11.1894
Skýrsla um hinar helstu sandauðnir í Landsveit á síðustu 60 árum til 1894
• Eyjólfur Guðmundsson, Hvammi, nóvember 1894
Skrá yfir jarðir þær á Meðallandi sem áður hafa verið byggðar en nú eru komnar í eyði
• Ingim. Eiríksson, Rofabæ, 24.11.1888
Skýrsla um skemmdir af náttúruvöldum í Leiðvallarhreppi
• Hreppstjórinn Ingimundur Eiríksson á Rofabæ og bóndinn Stefán Einarsson á Efri Fljótum, 22.5.1888, Efri Steinsmýri
Lýsing á Skriðufellsskógi


Fyrst birt 16.12.2019

Til baka