Skjalasöfn félaga og samtaka

Ljósmæðrafélag Íslands (st. 1919). KSS 2019/5.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2019/5

  • Titill:

    Ljósmæðrafélag Íslands

  • Tímabil:

    ca. 1940-2014

  • Umfang:

    ca. 42 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/5. Ljósmæðrafélag Íslands. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Ljósmæðrafélag Íslands (st. 1919)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað í Reykjavík 2. maí 1919. Það var fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Íslandi.

    Í 2. grein laga félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að efla hag ljósmæðrastéttarinnar og glæða áhuga íslenskra ljósmæðra fyrir öllu því, er að starfi þeirra lýtur, og stuðla að því, að ljósmæður þær, er fengið hafa námsstyrk, verði við starf sitt ekki skemur en 5 ár, nema forföll hamli."

    Á stofnfundi þess voru 20 ljósmæður saman komnar að Laugavegi 20 til að ræða nauðsyn þess að þær stofnuðu með sér félag til að vernda hagsmuni stéttarinnar. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Þuríður Bárðardóttir formaður en hún var einnig aðalhvatamaður að stofnun félagsins, Þórdís E. Jónsdóttir ritari og Þórunn A. Björnsdóttir gjaldkeri.

    Strax í júlí það sama ár hóf félagið baráttu sína fyrir betri kjörum og fór fram á hækkun á launum í Reykjavík við bæjarstjórn ásamt því að senda erindi til Alþingis varðandi breytingu á lögum vegna launakjöra ljósmæðra.

    Árið 1922 hóf félagið útgáfu á Ljósmæðrablaðinu og er það enn gefið út. Er það því elsta kvennablaðið á Íslandi sem er enn í útgáfu.

    Heimildir:

    Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Reykjavík, Kvennasögusafn Íslands, 1998, bls. 109.
    Ljósmæður á Íslandi II. Rit þetta er gefið út í tilefni af 60 ára afmæli Ljósmæðrafélags Íslands 2. maí 1979. Ritstjóri Björg Einarsdóttir (Reykjavík, 1984). Einkaskjalasafn útgáfunnar er varðveitt á Kvennasögusafni, sjá skjalaskrá.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum félagsins

  • Um afhendingu:

    Formaður félagsins afhenti gögnin við opnun sýningar um félagið í mai 2019.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    ca. 42 öskjur

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er takmarkaður að hluta

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 132. Emilia Oktavia Biering. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Kom skráð. Hafið samband til að fá aðgang að skjalaskránni og gögnunum. Rakel Adolphsdóttir tók saman lýsandi samantekt 21. ágúst 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    21. ágúst 2020


Skjalaskrá

Lokað að hluta.


Fyrst birt 21.08.2020

Til baka