Skjalasöfn í stafrófsröð

Fósturskóli Íslands, ljósmyndir. KSS 2018/7.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2018/7

 • Titill:

  Fósturskóli Íslands

 • Tímabil:

  1987–1990

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2018/7. Fósturskóli Íslands. Ljósmyndasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Ýmsir

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fósturskóli Íslands var upprunalega nefndur Uppeldisskóli Sumargjafar og stofnaður árið 1946 að tillögu Þórhildar Ómarsdóttur, forstöðukonu í Tjarnarborg. Valborg Sigurðardóttir var ráðinn skólastjóri. Árið 1957 var nafninu breytt í Fóstruskóli Sumargjafar. Árið 1973 yfirtók ríkið Fóstruskólann og hlaut skólinn þá nafnið Fósturskóli Íslands, varð þá skólinn jafnt fyrir karla og konur. Árið 1998 sameinaðist fósturskólinn Kennaraháskóla Íslands. Árið 2008 sameinaðist sá skóli Háskóla Íslands og varð að Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Innan sviðsins er leikskólakennaradeild, sem segja má að sé arftaki Uppeldisskóla Sumargjafar.

   

  Sögu Uppeldisskólans má finna í afmælisritum Sumargjafar, 25 ára Barnavinafélagið Sumargjöf, 1924 – 1949 og Barnavinafélagið Sumargjöf 50 ára, 1924 – 1974. Heimild: heimasíða sumargjafar: https://sumargjof.is/uppeldisskolinn/.

 • Varðveislusaga:

  Óvíst

 • Um afhendingu:

  Barst með pósti. Anna Elísa Hreiðarsdóttir (f. 1965), nemandi í C-bekknum, póstlagði.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  U.þ.b. 100 ljósmyndir.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 115. Fóstrufélag Íslands.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Barst með pósti 14. mars 2018. Búið um í sýrufríu plasti. Sett á safnmark KSS 2018/7 og skráð. Rakel Adolphsdóttir skráði.

 • Dagsetning lýsingar:

  23. mars 2018


Skjalaskrá

Askja 1

Ljósmyndir af árgangi 1987-1990 í Fósturskóla Íslands.


Fyrst birt 20.08.2020

Til baka