Skjalasöfn í stafrófsröð

Rósa María Þóra Guðmundsdóttir (1917-2010). KSS 2017/14.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2017/14

 • Titill:

  Rósa María Þóra Guðmundsdóttir

 • Tímabil:

  1927–1933

 • Umfang:

  Ein örk

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2017/14. Rósa María Þóra Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Rósa María Þóra Guðmundsdóttir (1917-2010)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Rósa var fædd 27. október 1917. Foreldrar hennar voru Margrét Brynjólfsdóttir og Jón Gíslason. Rósa missti móður sína á öðru aldursári. Kjörforeldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristjánsson. Rósa giftist Vésteini Bjarnasyni (1913-1983). Þau eignuðust 11 börn. Rósa útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1935 og húsmæðraskólanum Sorö í Danmörku 1936. Lengst af var heimili hennar og Vésteins á Akranesi.

 • Varðveislusaga:

  Úr dánarbúi Rósu.

 • Um afhendingu:

  Viðar Vésteinsson, sonur Rósu, afhenti hlutabréfið ásamt útprentuðum úrklippum þann 8. nóvember 2017.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  1 örk

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 104. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir. 

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði

 • Dagsetning lýsingar:

  8. nóvember 2017


Skjalaskrá

1. Hlutabréf í Kvennaheimilinu Hallveigarstaðir. Stílað á Sigríði Guðmundsdóttur 1. febrúar 1927. Áletrun innan á, með eiginhönd Guðmundar Kristjánsson (1871-1949), til kjördóttur sinnar Rósu Maríu Þóru Guðmundsdóttur.

2. Úrklippa Morgunblaðið, 30. apríl 2010 [útprentuð]

3. Úrklippa Sjómannablaðið  Víkingur, 11. árg. 1949, bls. 127 [útprentuð]


Fyrst birt 20.08.2020

Til baka