Skjalasöfn í stafrófsröð

Kolfinna Gerður Pálsdóttir (1924–2020). KSS 2017/10.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2017/10

 • Titill:

  Kolfinna Gerður Pálsdóttir

 • Tímabil:

  1938-1967

 • Umfang:

  Fimm öskjur; 14 handskrifaðar vinnubækur, 3 vélritaðar vinnubækur auk viðbótar

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2017/10. Kolfinna Gerður Pálsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Kolfinna Gerður Pálsdóttir (1924–2020), húsmæðrakennari

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Kolfinna Gerður Pálsdóttir er fædd 12. ágúst 1924. Hún er húsmæðrakennari. Kolfinna útskrifaðist úr Húsmæðrakennaraskólanum árið 1946. Hún lést í ágúst árið 2020.

  Heimild: Tíminn, 1. júní 1946, bls. 1. Fréttablaðið 15. ágúst 2020, bls. 27.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum ættmenna.

 • Um afhendingu:

  Dóttir Kolfinnu, Anna Friðriksdóttir, afhenti Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni efni móður sinnar. Óprentað efni verður varðveitt á Kvennasögusafni. Það efni kom á Kvennasögusafn 25. september 2017. Prentað efni og bæklingar fara til Íslandssafn. Listi yfir allt efni fylgdi afhendingunni.

  Viðbætur komu seinna sama ár og eru í öskju 5.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið inniheldur handskrifaðar og vélritaðar vinnubækur úr Hússtjórnarskóla Íslands frá Kolfinnu Gerði Pálsdóttir sem og handskrifaðra vinnubóka annarra aðila.

 • Viðbætur:

  Viðbætur bættust við skömmu eftir skráningu og voru skráðar sem flokkur C og settar í öskju 5.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði 26. september 2017. Viðbætur komu seinna sama ár og eru í öskju 5, þær voru skráðar í maí 2019.

 • Dagsetning lýsingar:

  26. september 2017


Skjalaskrá

A Handskrifaðar vinnubækur

B Vélritaðar vinnubækur
C Viðbætur

 

askja 1

A Handskrifaðar vinnubækur

 1. Vinnubók: Hreingerningar, háttvísi og fleira. Gerður Pálsdóttir. [Ártal óvíst, 5 laus blöð inn í bókinni]
 2. Vinnubók: Þvottur og Ræsting. Guðríður Eiríksdóttir. H.S.L.
 3. Vinnubók: Gerður Pálsdóttir. H.K.Í.
 4. Vinnubók: Hjúkrun í heimahúsum og hjálp í viðlögum. Kolfinna Gerður Pálsdóttir. [30 laus blöð inn í bókinni]
 5. Vinnubók: Sýningarkennsla 1945. [10 laus blöð inn í bókinni]

askja 2

 1. Vinnubók: Frá fyrstu kennsluárunum á Laugavatni. Gerður Pálsdóttir. [Aðallega uppskriftir. Vísa aftast.]
 2. Vinubók: Uppskriftir
 3. Vinnubók: Í eðlisfræði. Hólmfríður Hólmgeirsdóttir. Uppskriftir í seinni hluta bókarinnar úr matreiðslu úr Barnaskóla Akureyrar 1938-1939.
 4. Vinnubók: Laugalandsskóli. Ester Þorsteinsdóttir. 1966-1967. [Líklega heimilisfræði]

askja 3

 1. Vinnubók: Kolfinna Gerður Pálsdóttir. Húsmæðrakennaraskóli Íslands að Laugarvatni 1945.
 2. Vinnubók: Matseðill í Húsmæðraskóla Reykjavíkur heimagöngu veturinn 1943 16. sept til 22. nóv.
 3. Vinnubók: Uppskriftir [3 laus blöð í bókinni, auk eins vorprófs í manneldisfræði, höf: Þóra Guðmundsdóttir]

askja 4

 1. Vinnubók: Sýningarkennsla H.K.Í. 1946
 2. Vinnubók: Gerður Pálsdóttir. Húsmæðrakennaraskóli Íslands. Uppskriftir.

 

B Vélritaðar vinnubækur

 1. Sláturstörf [3 eintök]
 2. Uppskriftir og fleira. Sýnikennslunámskeið. Kennari: Rannveig Kristjánsdóttir. 1943.
 3. Lýsing á máli Natans Ketilssonar, Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar. Frá Ragnheiði Viggósdóttur [stimplað Bandalag kvenna í Reykjavík aftan á]

 

askja 5

C Viðbætur

 1. Mataruppskriftir frá Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1940-41, Guðbjörg Hermannsdóttir, Húsavík
 2. Guðbjörg Sveinsdóttir (f. 1896) – Uppskrifuð matreiðslubók eftir handskrifaðri matreiðslubók hennar frá 1916 – Í umslagi inn í bókinni er upprunalega bókin
 3. Guðrún Þórðardóttir, Brekkubæ Akranesi – Handskrifuð matreiðslubók 1912 [nokkrir lausir miðar inn í bók]
 4. Ljósrit – „Ýmislegt þýtt úr dönsku“ Ársrit Húnvetninga
 5. Ljósrit – Réttir úr manneldisfiskmjölinu fiskur, fiska og fisk

Fyrst birt 20.08.2020

Til baka