Skjalasöfn í stafrófsröð

Sigríður Matthíasdóttir (1954–2017). KSS 2017/8.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2017/8

 • Titill:

  Sigríður Matthíasdóttir

 • Tímabil:

  ca. 1986–2005

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2017/8. Sigríður Matthíasdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Sigríður Matthíasdóttir (1954–2017)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Sigríður Matthíasdóttir fæddist á Hellissandi 28. nóvember 1954. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hjaltatúni í Vík í Mýrdal 8. janúar 2017.

  Sigríður ólst upp á Hellissandi og síðar Hvolsvelli. Hún gekk í Menntaskólann í Reykjavík, laug kennaranámi 1977 og lagði síðar stund á bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Hún var kennari, forstöðukona Bæjar- og héraðsbókasafnsins Selfossi um skeið og starfaði þar sem bókavörður til 2011. Þá starfaði hún með Kvennalistanum, einkum á Suðurlandi.

  Sigríður giftist Finnboga Guðmundssyni húsasmíðameistara og eignuðust þau þrjú börn, þau eru: Ívar Freyr (f. 1976), Guðmundur (f. 1981) og Sara Kristín (f. 1988).

 • Varðveislusaga:

  Úr dánarbúi Sigríðar.

 • Um afhendingu:

  Finnbogi Guðmundsson afhenti þann 11. maí 2017. Hann kom aftur með gögn til viðbótar 22. febrúar 2018. Þau verða skráð á númer KSS 2018/4.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Reikningar frá Kvennalista Suðurlands, munir frá Kvennalistanum.

 • Grisjun:

  Fjöldi barmerkja barst af tveimur gerðum, tvö af hverju [samtals 4] halda sér með safninu. Um 200 barmerki grisjuð. Tvö eintök af sama dagblaði bárust, annað er grisjað. Þrír eins pokar með slagorðinu „ég axla ábyrgð“ bárust, tveir grisjaðir.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 11. Kvennalistinn. Einkaskjalasafn.

  KSS 2018/4. Sigríður Matthíasdóttir. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Einkaskjalasafn Kvennalistans á Suðurlandi er varðveitt á Héraðsskjalasafninu Suðurlandi, sjá heimasíðu þeirra http://myndasetur.is/. Rakel Adolphsdóttir skráði.

 • Dagsetning lýsingar:

  11. maí 2017


Skjalaskrá

A Ljósmyndir

B Prentað efni

C Munir frá Kvennalistanum

D Bókhald Kvennalistans á Suðurlandi 1986-1990

Askja 1

A Ljósmyndir

Fjórar ljósmyndir af konum að funda

B Prentað efni

 1. Póstkort með framboðslista Kvennalistans á Suðurlandi fyrir Alþingiskosningarnar 1995, Sigríður Matthíasdóttir er önnur á lista.
 2. Pilsaþytur – Afmælisblað Kvennalistans 1. tbl. 1. árg 1991

C Munir frá Kvennalistanum

 1. Barmmerki
 2. Spil
 3. Pokar með slagorðinu „ég axla ábyrgð“ [einn blár og grænn, annar bleikur og hvítur]

 

Askja 2

D Bókhald Kvennalistans á Suðurlandi 1986-1990 [upprunaleg röð látin halda sér]


Fyrst birt 20.08.2020

Til baka