Skjalasöfn í stafrófsröð

Elín Guðmundsdóttir (1912–2003). KSS 2017/7.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2017/7

 • Titill:

  Elín Guðmundsdóttir

 • Tímabil:

  1953–1996

 • Umfang:

  Ein askja ásamt plaköt utan öskju     

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2017/7. Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Elín Guðmundsdóttir (1912–2003)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  F. í Reykjavík 16. júlí 1912, d. í Reykjavík 12. júní 2003.
  For.: Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir og Guðmundur Guðmundsson sjómaður.

  Elín giftist Stefáni Ögmundssyni prentara 1. maí 1934 (f. 22. júlí 1909, d. 3. apríl 1989). Dætur Elínar og Stefáns eru: Ingibjörg, fædd 18. október 1934, síðast starfsmaður Hjartaverndar, Steinunn, framhaldsskólakennari, fædd 2. júní 1938, Bergljót, starfsmaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, fædd 13. nóvember 1940 og Sigríður, réttarfélagsfræðingur, fædd 18. apríl 1951.

  Elín ólst upp í austurbænum í Reykjavík og stundaði nám í Barnaskóla Reykjavíkur. Hún var lengst af húsmóðir en stundaði jafnframt verkakvennastörf tímabundið. Elín var á meðal stofnenda Félags ungra jafnaðarmanna árið 1928 og var í fyrstu sendinefnd verkamanna og bænda sem héðan fór til Sovétríkjanna árið 1931. Hún var virkur félagi í Kommúnistaflokki Íslands frá 1932, átti sæti í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur og miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu- Sósíalistaflokksins, var formaður Kvenfélags sósíalista um margra ára skeið og fulltrúi félagsins á heimsþingum kvenna í Kaupmannahöfn 1953 og Helsinki 1968. Í stjórn M.Í.R. 1970-1979. Hún var meðal stofnenda Kvenfélagsins Eddu (eiginkonur prentara) 1948, formaður þess um 20 ára skeið og átti sæti í Félagsheimilisnefnd Hins íslenska prentarafélags. Elín var virkur félagi í Kvennaframboðinu og Samtökum um kvennalista frá upphafi og var einn af stofnendum Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs. Hún starfaði auk þess með ýmsum kvennasamtökum svo sem Rauðsokkahreyfingunni, Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagi Íslands.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum ættmenna

 • Um afhendingu:

  Tvær dætur Elínar Guðmundsdóttur, Bergljót og Ingibjörg Stefánsdætur, afhentu 5. maí 2017.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið inniheldur bréf, ljósmyndir og prentað efni.

 • Grisjun:

  Engu var eytt.

 • Viðbætur:

  Viðbóta gæti verið von

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 17. Kvenfélag Sósíalista. 

  KSS 75. Elín Guðmundsdóttir.

  Einkaskjalasafn Elínar og Stefáns Ögmundssonar á Borgarskjalasafni Reykjavíkur

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði

 • Dagsetning lýsingar:

  8. maí 2017


Skjalaskrá

askja 1

A Bréf

AA Bréf til Elínar

 1. Fimm póstkort frá Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur, saman í umslagi, eitt óheilt [1929, 1930, 1932, ártal óvíst, ártal óvíst]
 2. Póstkort frá Önnu Sigurðardóttur, 20. des. 1981
 3. Þakkarbréf frá Önnu Sigurðardóttur, jólin 1992 (umslag fylgir)

AB Bréf til fjölskyldu Elínar

 1. Þakkarbréf til Stefáns Ögmundssonar frá Önnu Sigurðardóttur, desember 1986
 2. Þakkarbréf til Bergljótar Stefánsdóttur frá Önnu Sigurðardóttur, jólin 1992

AC Önnur Bréf

 1. Nýárskveðja Kvenfélags Sósíalista 1975

 

B Ljósmyndir

 1. Frá afhendingu gagna kvenfélags sósíalista til Kvennasögusafns Íslands árið 1992 [15 ljósmyndir í mismunandi stærðum], á myndunum eru: Anna Sigurðardóttir, Elín Guðmundsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Laufey Engilberts, Bergljót Stefánsdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir og Margét Ólafsdóttir.
 2. Stjórn Kvenfélags Sósíalista 1992 [2 eins myndir], á myndunum eru: Sigríður Friðriksdóttir, Erla Ísleifsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Margrét Ottósdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir og Bergljót Stefánsdóttir.

 

C Prentað efni

            CA Sýningarskrár

 1. Sýningarskrá afmælissýningar Kvenréttindafélags Íslands árið 1957
 2. Sýningarskrá myndlistarsýningar 1987 í tilefni 80 ára afmælis K.R.F.Í.

            CB Bæklingar

 1. Svannasöngur á götu eftir Laufeyju Valdimarsdóttur
 2. Kvennasögusafn Íslands, frá opnun í Lbs. – Hbs. 5. desember 1996

í sérstakri möppu:

CC Plaköt og dreifirit

 1. Mynd frá Alþjóðaþingi kvenna í Kaupmannahöfn, júní 1953
 2. Stöndum saman 24. október [1975]
 3. Konur á vinnumarkaðinum 1983 – ráðstefna [2 eintök]
 4. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum 1. mars 1986 „um hvað sömdu þeir – samþykkjum við þetta?“
 5. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum „gegn fátækrasamningnum“ [2 eintök]
 6. mars baráttudagur kvenna 1986
 7. Kvennalistinn „betra líf“ [dreifibréf 1]
 8. Kvennalistinn „betri borg – betri skóli“ [dreifibréf 2]
 9. Útifundur gegn fóstureyðingum verður haldinn við Miðbæjarskóla 1. maí að afloknum útifundi A.S.Í. á Lækjartorgi [lítið dreifibréf, 1986]
 10. „Hve langa suðu þarf bíll til að verða ætur?“ Æskulýðsfylkingin í Reykjavík [1. maí 1986]
 11. Íslensk – Lesbíska [1986]

Fyrst birt 20.08.2020

Til baka