Skjalasöfn í stafrófsröð

„Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlistar-arfur frá Kirkjuhvoli.“ Sýning 2015. KSS 2017/4.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2017/4

  • Titill:

    „Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlistar-arfur frá Kirkjuhvoli.“ Sýning 2015.

  • Tímabil:

    2015–2017

  • Umfang:

    Ein stór askja.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2017/4. „Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlistar-arfur frá Kirkjuhvoli.“ Sýning 2015. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsen (1850-1940)

    Valgerður Lárusdóttir Briem (1885-1924)

    Halldóra Briem (1913-1983)

  • Varðveislusaga:

    Myndaðist við gerð sýningarinnar „Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlistar-arfur frá Kirkjuhvoli.“ á Akranesi árið 2015 um konur Briem fjölskyldunnar og tónlistarstarf þeirra. Langmæðgurnar Kirstín, Valgerður og Halldóra. Sýningin var styrkt af sjóði 100 ára kosningarréttar kvenna á Íslandi. Skjölin voru afhent af Valgerði Bergsdóttur fyrir hönd þeirra sem settu upp sýninguna.

  • Um afhendingu:

    Valgerður Bergsdóttir afhenti 22. febrúar 2017.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein stór askja.

  • Grisjun:

    Engu var eytt.

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska og danska.

Tengt efni

  • Tengt efni:

    Meðlimir Briem fjölskyldunnar eiga einkaskjalasöfn m.a. á handritasafni.

    Tónlist er varðveitt á tónverkamiðstöð.

    Flestar ljósmyndir eru varðveittar á Þjóðminjasafni.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Haustið 2013 gerði Una Margrét Jónsdóttir 6 útvarpsþætti sem fluttir voru á Rás 1 hjá Ríkisútvarpinu undir heitinu „Tónlist í straujárni“. Þeir fjölluðu um fyrstu íslensku kventónskáldin.

    Valgerður Bergsdóttir bjó um skjalasafnið, upprunaleg röðun látin halda sér. Rakel Adolphsdóttir skráði.

  • Dagsetning lýsingar:

    15. nóvember 2017


Skjalaskrá

askja 1

  1. Greinargerð um sýninguna 2015 [2 bls.]
  2. Æviatriði fjölskyldunnar [3 bls.]
  3. Vísur frá Kirstínu Pétursdóttur, ömmu systranna, til þeirra. [1 bls.]
  4. Listi yfir nótur sem fylgdu afhendingu og upplýsingar um eina ljósmynd [1 bls.] –
  5. Ljósmynd: Systurnar við píanó á Hvolsvelli. Frá vinstri til hægri: Valgerður, Kirstín, Guðrún, vinkona, Halldóra
  6. Ljósmynd af hverfinu Klövern 1
  7. Texti af sýningu: Halldóra Briem vann 1. Veðrlaun í samkeppni Arkitektasambandsins SAR um fjölbýlishúshverfið Klövern, sem var svo byggt 1951. Árið 1985 var hverfið friðlýst vegna menningar- og byggingarsögulegs gildis.
  8. Ljósmynd af hverfinu Klövern 2
  9. Ritgerð / sýningarbæklingur: Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlist – Kirkjuhvoli.
  10. Ljósmyndir af sýningu
  11. Ljósmyndir og texti af sýningu
  12. Ljósmyndir og texti af sýningu
  13. Ljósmyndir og texti af sýningu
  14. Ljósmynd af sýningu: Ljóð Halldóru sem var flutt við útför hennar sjálfrar, frumsamið á dönsku, þýðing: Steinunn Jóhannsdóttir.
  15. Ljósmynd af sýningu
  16. Nótur af sýningu: Kirstín Pétursdóttir (1850–1940): Fjögur lög til systranna, sjá texta meðfylgjandi, vögguvís. Valgerður Lárusdóttir (1885–1924): Vormæturhéla, Hulduljóð, Mansöngur. Halldór Lárusson (1881–1903, bróðir Valgerðar): Litla stúlkan mín. Halldóra Briem (1913–1983): Við leiði minnar móður, Til horfinna vina, María laglína við ljóð eftir Jón Helgason, Laglína við ljóð eftir Hannes Pétursdóttir, Móðir sem dó ung, Bjöllurnar gullu.

Fyrst birt 20.08.2020

Til baka