Skjalasöfn í stafrófsröð

María Hugrún Ólafsdóttir (1921–1979). KSS 2017/2.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2017/2

  • Titill:

    María Hugrún Ólafsdóttir

  • Tímabil:

    1952-2016

  • Umfang:

    Tvær öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2017/2. María Hugrún Ólafsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    María Hugrún Ólafsdóttir (1921–1979), myndlistarkona

  • Lífshlaup og æviatriði:

    María Hugrún Ólafsdóttir myndlistarkona var fædd á Tálknafirði 6. maí 1921 og bjó á Vindheimum ásamt foreldrum sínum og 14 systkinum, en hún var sú tólfta í röðinni. Tíu ára fór hún til Reykjavíkur og hóf sína fyrstu formlegu skólagöngu í Miðbæjarskólanum. Síðar stundaði hún nám í Handíðaskólanum í Reykjavík 1941-1943, Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1946-1952 og fór í námsferðir til Hollands og Parísar.

    .

    María tók þátt í fjölda samsýninga á Íslandi, í Þýskalandi og Danmörku ásamt því að taka þátt í árlegri sýningu „SE“ hópsins í Charlottenborg í 28 ár. Þess að auki hélt hún tvær einkasýningar í Norræna húsinu árin 1973 og 1976. Verk Maríu eru meðal annars í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Menntamálaráði, Skógasafnsins, Statens Museum for Kunst og Undervisningsministeriet. Þá hlaut María heiðursstyrki frá Ekersberg-Thorvaldsensfond, Statens Kunstfond, Anne E. Munch, Dansk-Islandsk fond og Menntamálaráði.

    .

    María átti lengst af heima í Kaupmannahöfn. Hún kvæntist Alfred Immanuel Jensen (1917-2006) myndlistarmanni árið 1952. Þau áttu tvær dætur saman; Jóhönnu Maríu og Valdísi Elísabetu. Fyrir átti María soninn Vilhjálm. María lést í Kaupmannahöfn árið 1979.

    .

    [Heimildir: Lífsferill Maríu Hugrúnar ritaður af Helgu Hjörvar og fylgdi með afhendingu. In memorian í Morgunblaðinu 19. september 1979, bls. 29.]

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum ættmenna. Barst um hendur Helgu Hjörvar.

  • Um afhendingu:

    Helga Hjörvar afhenti gögnin 7. febrúar 2017

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Tvær öskjur sem innihalda m.a. lista yfir sýningar og blaðaumfjallanir, sýningarskrár, ljósrit af nokkrum málverkum og fleira.

  • Grisjun:

    Engu var eytt.

  • Viðbætur:

    Viðbóta er ekki von.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska og danska.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði.

  • Dagsetning lýsingar:

    30. ágúst 2017


Skjalaskrá

A Listferill

B Persónuleg gögn

 

askja 1

A Listferill

AA Sýningar

AAA Prentaðar sýningaskrár

            1-23 Prentaðar skrár frá 1952-1976

AAB Ljósritaðar sýningaskrár

  1. Frá sýningu í Norræna húsinu 1976 [2 blöð]
  2. Skrá frá sýningum með Kunstnergruppen SE [13 blöð]

AB Blaðaumfjallanir

  1. Listi yfir blaðaumfjallanir
  2. Blaðaumfjallanir, útprent

AC Málverk Maríu, myndir og útprent

AD Listi yfir sýningar Maríu

AE Listi yfir bréfaskrifti vegna fyrirhugaðrar sýningar sem hætt var við [2016]

 

askja 2

B Persónuleg gögn

BA Æviágrip og minningar um Maríu

  1. Æviágrip frá Helgu Hjörvar [sem afhenti einkaskjalasafnið 2017]
  2. Minningar Vilhjálms, sonar Maríu [2016]
  3. Æviágrip frá Jóhönnu, dóttur Maríu
  4. Æviágrip frá Jytte A. Möller

BB Gögn Alfreds I. Jensens, eiginmanns Maríu

  1. Póstkort sem Alfred útbjó 1952-1953
  2. Bók: Þýðing Alfreds á Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr, kom út árið 1965 í Danmörku
  3. Æviágrip Alfreds, skrifuð af Jóhönnu dóttur hans og Maríu
  4. Tvær sýningarskrár

BC Gögn Jóhönnu, dóttur Maríu og Alfreds

  1. Bók: Eftir Jóhönnu. Gennem lys og skyggner. Familiefotografier fra forrige arhundrede til i dag. Danmörk, 1994.

BD Rafræn gögn

  1. USB lykill [fylgir í öskju, einnig til í rafrænu afriti]
  2. Heimildarmynd [einungis rafræn] um Maríu, gerð fyrir danskt sjónvarp af Ole Braunstein, sýnd í Danmörku 1979 og á RÚV 11. nóvember 1979. Myndin sem er varðveitt í einkaskjalasafninu er ekki með hljóði og ekki í lokagerð sinni.

Fyrst birt 20.08.2020

Til baka