Skjalasöfn í stafrófsröð

Björg C. Þorláksson (1874–1934), munir. KSS 158.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 158

  • Titill:

    Björg C. Þorláksson munir

  • Tímabil:

    óvíst

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 158. Björg C. Þorláksson. Munir.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Björg C. Þorláksson (1874–1934), málfræðingur, heimspekingur, lífeðlisfræðingur og rithöfundur. Fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    „Fædd 30. jan. 1874 að Vesturhópshólum, Húnavatnssýslu, dóttir Þorláks Þorlákssonar og Margrétar Jónsdóttur. Gekk á kvennaskóla á Ytri-Ey á Skagaströnd og kenndi þar 1894, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn 1897 og lauk stúdentsprófi þar 1901. Árið 1902 lauk hún forpróf í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla, en 1903 giftist hún Sigfúsi Blöndal, hætti þá námi en átti mikinn þátt í orðabók þeirri sem við hann er kennd. Árið 1920 hlaut hún styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar til frekara náms í heimspeki, flutti Hannesar Árnasonar fyrirlestra sína 1923–1924 og urðu þeir uppistaðan í doktorsritgerð hennar en hún lauk doktorsprófi frá Sorbonne-háskóla, fyrst norrænna kvenna, 17. júní 1926 (Le fondement physiologique des instincts, París, 1926). Sinnti einkum ritstörfum, rannsóknum og kennslu, gaf út allmargar greinar og þýðingar, og lét til sín taka í kvenréttindamálum. Lést 25. febrúar 1934.

    Rannsóknir hennar þróuðust frá heimspekilegri sálarfræði yfir í lífeðlisfræði, þar sem hún fékkst við spurninguna um líkamlegan grundvöll andlegra eiginleika. Einkum er umfjöllun hennar um samúðarhugtakið frumleg og áhugaverð frá heimspekilegu sjónarmiði.

    Nokkur önnur rit: Erindi um mentamál kvenna (1925), Svefn og draumar (1926), „Hvað er dauðinn?“ (Skírnir, 1914), „Samþróun líkama og sálar“ (Skírnir, 1928), „Undirrót og eðli ástarinnar“ (Skírnir, 1933).“

    Heimild: Heimspekivefurinn: https://heimspeki.hi.is/?page_id=238 (síðast skoðað 7. ágúst 2020)

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum fjölskyldumeðlima.

  • Um afhendingu:

    27. mars 2003: Um hendur Sigsteins Pálssonar, Hlaðhömrum 2, Mosf., bárust eftirfarandi munir:  silfurskeiðar Bjargar C. Þorláksson og Sigfúsar Blöndal með ágröfnu fangamarki þeirra, kápuskjöldur Bjargar og leikhúskíkir Bjargar. Munir þessir eru úr búi Helgu Magnúsdóttur (Þorlákssonar) og Sigsteins Pálssonar.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir setti á KSS safnmark og gerði lýsandi samantekt 7. ágúst 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    7. ágúst 2020


Skjalaskrá

  • Leikhúskíkir Bjargar
  • Silfurskeiðar Bjargar og Sigfúsar Blöndal
  • Kápuskjöldur Bjargar (B.C.Th.)

Fyrst birt 19.08.2020

Til baka