Skjalasöfn í stafrófsröð

Valgerður Lárusdóttir Briem (1885-1924). KSS 37.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 37

 • Titill:

  Valgerður Lárusdóttir Briem. Einkaskjalasafn

 • Tímabil:

  1893-1921

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 37. Valgerður Lárusdóttir Briem.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Valgerður Lárusdóttir Briem

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd: 12. okt. 1885, d. 26. apríl 1924.
  Foreldrar: Lárus Halldórsson alþingismaður og Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsen, húsmóðir.
  Hlaut styrk til að stunda tónlistarnám í Det Kgl. Muskikkonservatorium í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta námi vegna veikinda.
  Giftist 1910 Þorsteini Ólafssyni Briem (1885–1949) frá Frostastöðum í Blönduhlíð, alþingismanni. Þau eignuðust 5 dætur: Kristín Valgerður (1911), Halldóra Valgerður (1913), Valgerður (1914), Guðrún Lára (1918), Ólöf Ingibjörg (1923).

  Hér má lesa um ævi Valgerðar.

 • Varðveislusaga:

  Í fórum fjölskyldu Valgerðar Lárusdóttur Briem.

 • Um afhendingu:

  Halldóra Valgerður Briem Ek og Guðrún Briem Hilt færðu Kvennasögusafni til varðveislu sumarið 1985, sbr. bréf Önnu Sigurðardóttur til þeirra, dags. 30. des. 1985, sem liggur á botni öskjunnar. Sjá Gjafabók I (svört), 24. júlí 1985 og 4. ágúst 1985.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Ein askja.

 • Grisjun:

  Gögn tengd félaginu Vernd voru afhent handritadeild Landsbókasafns; gögn tengd Hallveigarstöðum voru flutt í safn KSS 104; gögn tengd Bandalagi kvenna voru flutt í öskju nr. 623.

 • Viðbætur:

  Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er ótakmarkaður

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Staðsetning afrita:

  Eitt tölublað af Húsmæðrablaði Valgerðar er aðgengilegt í stafrænni endurgerð með því að smella á hlekkinn.

 • Tengt efni:

  Sjá handritadeild Landsbókasafns, efni tengt Guðrúnu Lárusdóttur alþingiskonu (systir) og Vernd.
  Sjá Kvennasögusafn, efni tengt Hallveigarstöðum og Bandalagi Kvenna.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í sept. 2011.

 • Dagsetning lýsingar:

  September 2011


Skjalaskrá

Askja 1

 • „Bænheyrsla eða Eintal sálarinnar við alföðurinn“. Valgerður Briem þýddi úr danska ritinu „I ordets lys“ sme Ludv. Larsen Hortens gaf út 1893. Tilvitnanir úr Biblíunni fyrir hvern dag ársins ásamt spekiorðum, allt frá 3. öld til 1900. Handrit á fjórða hundrað blöð.
 • Húsmæðrablaðið, 1916. Valgerður skrifaði blöðin sem ætluð voru félagskonum í Húsmæðrafélagi Hrafnagilshrepps. Átta handskrifuð tölublöð. [Hér má lesa eitt þeirra.]
 • Lög húsmæðrafélags Hrafnagilshrepps. Erindið „Fáein orð töluð á stofnfundi Húsmæðrafélags Hrafnagilshrepps” 15. janúar 1916
 • Bréf Lilju Árnadóttur frá 1968 þar sem hún segir frá Briem fólkinu í Skagafirði (28 handskrifaðar bls., báðum megin). Viðtakandi bréfsins var Valgerður Þorsteinsdóttir Briem sem bað um upplýsingar um afa sinn og ömmu á Álfgeirvöllum.
 • „Hugsað á andvökunótt”, kvæði eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur. Vísur eftir dr. Björn frá Miðfirði. Frú Valgerður Briem, kvæði eftir S.H. Hvöt eftir Jónas Guðlaugsson
 • Landsspítalasjóður. Uppkast af grein Valgerðar um málið 3. maí 1916
 • Ræður og erindi eftir Valgerði:
  • Fáein orð til fermingarstúlknanna, 1921
  • Af KFUK í Kaupmannahöfn, 1909
  • Draumur, ódagsett
  • Erindi um kristilegt félag ungra stúlkna, ódagsett
  • Ræðubrot
 • Stílabók með leiðréttum stílum. Merkt Valgerði en án ártals. O.fl.
 • Ljósrit af handskrifuðum ljóðum Valgerðar Briem

Fyrst birt 07.11.2019

Til baka