Skjalasöfn í stafrófsröð

Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947). KSS 146.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 146

 • Titill:

  Guðrún Ágústsdóttir

 • Tímabil:

  1974–2011

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 146. Guðrún Ágústsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd 1. janúar 1947. Menntun: Gagnfræðapróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1964, enskunám í London 1965-1966 og við Edinborgarháskóla 1976. Nám við MH 1979-1982.

  Starfsferill: Starfsmaður Landsbanka Íslands 1965-1966. Flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands 1966 og 1967. Skrifstofumaður hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands 1968-1970. Fulltrúi hjá Hjúkrunarskóla Íslands 1971-1975 og 1978-1987. Framkvæmdastjóri 1986-1988 við undirbúning Norræns kvennaþings í Ósló og í framkvæmdastjórn þingsins á vegum Norrænuráðherranefndarinnar. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1988-1991. Starfsmaður Þjóðviljans 1991. Framkvæmdastjóri 1991-1992 við undirbúning Vestnorræns kvennaþings á Egilsstöðum. Fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaathvarfsins 1991-1994. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1982-1990 og Reykjavíkurlistans 1994-2002, leyfi frá störfum frá 1999. Varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1974-1982 og 1990-1994. Í borgarráði 1994-1998.

  Önnur störf: Í framkvæmdastjórn og/eða miðstjórn Alþýðubandalagsins 1974-1999 og oft í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Gegndi fjölda trúnaðarstarfa á vegum Reykjavíkurborgar. Ritstörf: Ritstjóri Tilveru, blaðs Kvennaathvarfsins, 1991-1994. Í ritstjórn kynningarrits á ensku um íslenska menningu, 1990-1991. Auk þess greinar í blöðum og tímaritum.
  Heimild: Samtíðarmenn 2003

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum Guðrúnar.

 • Um afhendingu:

  Guðrún Ágústsdóttir afhenti Kvennasögusafni þann 21. september 2016.

Innihald og uppbygging

 • Grisjun:

  Forvitin rauð 1. og 2. tbl., 1. árg.

 • Viðbætur:

  Viðbóta gæti verið von

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

  MMS 19. Konur sem störfuðu með Rauðsokkahreyfingunni.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði í nóvember 2018

 • Dagsetning lýsingar:

  16. nóvember 2018


Skjalaskrá

A Rauðsokkahreyfingin, innra starf

B Kvennafrí og kvennaárið 1975

C Fóstureyðingar, var saman í möppu

D Menntamál

E Þýðingar

 

askja 1

A Rauðsokkahreyfingin, innra starf

  1. Erindi um Rauðsokkahreyfinguna, flutt 2011
  2. Handskrifaðar glósur, voru saman í möppu, um Rauðsokkahreyfinguna
  3. Fréttatilkynning Rauðsokkahreyfingarinnar: Fyrirvinnuhugtakið
  4. Ráðstefnan Skógum 1974, samþykkt, skipulag, handskrifaðar glósur
  5. Bréf frá Fjármálaráðuneytinu varðandi söluskatt af Forvitin rauð, 14. Des. 1972
  6. Hjúskapur og skattamál [vélrituð greinagerð með handskrifuðum athugasemdum]
  7. Félagsform Rauðsokkahreyfingarinnar
  8. Syngjandi sokkar, prentuð söngvabók
  9. Dreifirit: Eru þetta okkar jól? [23. desember 1974]
  10.  Úrklippur

B Kvennafrí og kvennaárið 1975

  1. Hvers vegna kvennafrí? [Dreifirit, vélritað]
  2. Tillögur að efnisatriðum ályktunar [vélritað]
  3. bréf frá forsætisráðuneytinu 18. Janúar 1975

C Fóstureyðingar, var saman í möppu

  1. Dreifirit um 9. nóvember
  2. Drög að dreifiriti 20. Nóvember 1971 aftan á er handskrifað innlegg Guðrúnar í útvarpsþátt Rauðsokka um leikskóla
  3. Handskrifað blað um starfshópa
  4. Frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, 1974
  5. Staglið, fréttabréf Rauðsokkahreyfingarinnar 2. Bréf 1975
  6. Tillaga undirbúningsnefndar: Drögn að reglum fyrir: „Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar“

D Menntamál

  1. Handskrifað, var saman í möppu, sögulegt yfirlit um skólagöngu kvenna
  2. Lagaleg þróun jafnréttis, vélritað með handskrifuðum athugasemdum
  3. Menntun, vélritað blað um menntun kynja
  4. Bókalisti Norræna hússins um jafnrétti þegnanna í menntun og löggjöf, október 1972

E Þýðingar

  1. Heima og heiman, vélrituð þýðing af danskri grein, danska greinin fylgir með
  2. Second sex, útvarpserindi þýtt af Soffíu Guðmundsdóttur, vélritað

 

Neðst liggur blá mappa sem gögnin voru afhent í.

 


Fyrst birt 19.08.2020

Til baka