Skjalasöfn í stafrófsröð

Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) (1881–1946). KSS 142.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 142

 • Titill:

  Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda)

 • Tímabil:

  1927–1940

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 142. Unnur Benediktsdóttir Bjarklind. Bréfasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda) (1881–1946)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda). Fædd 6. ágúst 1881 og látinn 10. apríl 1946. Unnur var íslensk ljóðskáld og rithöfundur. Hún birti verk sín undir skáldanafninu Hulda. Hún orti m.a. þjóðhátíðarljóðið Hver á sér fegra föðurland. Foreldrar: Benedikt Jónsson og Guðný Halldórsdóttir. Giftist Sigurði Sigfússyni árið 1905 og tóku þau sér ættarnafnið Bjarklind. Þau bjuggu í Húsavík 1918-1935 en eftir það í Reykjavík.

 • Varðveislusaga:

  Bréfin fundust í Hömrum Reykjadal S-þing sumarið 1991 í gamalli kommóðu sem Friðrika Sigfúsdóttir átti. Friðrika var systir Sigurðar S. Bjarklind. Friðrika hafði geymt mikið bréfasafn móður sinnar, Sigríðar Jónsdóttur frá Hömrum. Fleiri bréf voru í safninu sem fylgdu ekki afhendingu.

 • Um afhendingu:

  Barst um hendur Ágústu Björnsdóttur. Bréfin gaf Hrönn Benónýsdóttir (1947-2004). Bárust til Kvennasögusafns 28. febrúar 1993.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tíu bréf og þrjú önnur gögn

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 142 og skráði rafrænt í febrúar 2018.

 • Dagsetning lýsingar:

  12. febrúar 2018


Skjalaskrá

A Bréf frá Unni

B Bréf frá Sigurði

C Fylgigögn

askja 1

A Bréf frá Unni til tengdamóður sinnar, Sigríðar Jónsdóttur frá Hömrum Reykjadal

 1. Húsavík 13. desember 1927
 2. Húsavík 20. desember 1932
 3. Reykjavík 22. febrúar 1937
 4. Reykjavík 23. ágúst 1938
 5. Reykjavík 7. desember 1938
 6. Reykjavík 10. nóvember 1939
 7. Reykjavík 16. desember 1939
 8. Reykjavík 19. mars 1940
 9. Reykjavík, án dagsetningu og ártals 

B Bréf frá Sigurði til móður sinnar

 1. Reykjavík 23. maí 1940 

C Fylgigögn

 1. Nóta frá Ágústu Björnsdóttur sem segir frá afhendingunni, 16. febrúar 1993
 2. Skýring Hrannar Benónýsdóttur varðandi fund bréfanna, 15.  nóvember 1992
 3. Miði Önnu Sigurðardóttir vegna skráningar bréfanna, 28. febrúar 1993

 


Fyrst birt 18.08.2020

Til baka