Skjalasöfn í stafrófsröð

Guðný Óladóttir (1888–1955). KSS 136.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 136

 • Titill:

  Guðný Óladóttir

 • Tímabil:

  1914–1944

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 136. Guðný Óladóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Guðný Óladóttir (1888–1955), húsfreyja í Reykjavík

 • Lífshlaup og æviatriði:

  F. 9. ágúst 1888. D. 5. desember 1955. Gift Metúsalem Stefánssyni (1882–1953). Þau áttu fjögur börn saman: Ragnhildur (1917–1987), Herdís (1918–1919), Jón Metúsalem (1921–2005) og Unnur Björg (1922–1949). Einnig átti Metúsalem soninn Ingólf.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum ættmenna.

 • Um afhendingu:

  Sigríður Bjarnadóttir, barnabarn Guðnýjar, færði safninu 14. ágúst 2012.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Handskrifuð bók með uppskriftum, úrklippur og bæklingar.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Norska og enska.

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir færði á KSS safnmark og skráði rafrænt 20. júní 2017.

 • Dagsetning lýsingar:

  20. júní 2017


Skjalaskrá

Askja 1

 • Ein handskrifuð bók með uppskriftum á norskum, frá því Guðný var í húsmæðraskóla í Noregi [ártal óvíst]. Aftast í bókinni eru nokkrar úrklippur, þar af ein frá árinu 1914 [aðrar úrklippur eru ekki merktar með ártali].
 • Tveir bæklingar á ensku frá árinu 1944. Einn um niðursuðu og annar um saumaskap.

Fyrst birt 18.08.2020

Til baka