Skjalasöfn í stafrófsröð

Kvenstúdentafélag Íslands (st. 1928). KSS 130.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 130

 • Titill:

  Kvenstúdentafélag Íslands

 • Tímabil:

  1928–1966

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 130. Kvenstúdentafélag Íslands. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Kvenstúdentafélag Íslands (st. 1928)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Stofnað apríl 1928. Starfar enn.

  Kvenstúdentafélag Íslands var stofnað 7. apríl 1928. Meginverkefni félagsins hefur verið að styrkja íslenskar konur til mennta og framgangs. Í upphafi sögu félagsins var eitt fyrsta skref félagsins til að stuðla að menntunarmöguleikum kvenna á Íslandi að safna fé til að kaupa eitt herbergi á nýjum stúdentagarði.

  Félagið kallast nú Félag háskólakvenna. Sjá heimasíðu félagsins: www.felaghaskolakvenna.is

 • Varðveislusaga:

  Skjölin fundust í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum.

 • Um afhendingu:

  Afhent af KRFÍ á sama tíma og annað efni þeirra frá Hallveigarstöðum var afhent í september 2008.

Innihald og uppbygging

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 2018/10. Félag háskólakvenna. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir skráði. Rakel Adolphsdóttir skráði rafrænt í maí 2017 og setti á safnmarkið KSS 130.

 • Dagsetning lýsingar:

  10. maí 2017


Skjalaskrá

 1. History of the Icelandic Association of University Women. Án ártals, en frá árunum 1949-1953
 2. Svannasöngur á götu e. Laufeyju Valdimarsdóttur. Útg. 1930. Norræna stúdentamótið 1930, bæklingur. Norræna stúdentamótið 1930, söngvar, bæklingur (vantar bls. 7-10)
 3. Skrá um konur brautskráðar frá skólanum á Akureyri (MA) 1929-1963 (283 nöfn)
 4. Dúxaveislan. Kvenstúdentar frá MR 1941, 25 ára hóf 1966. Söngtextar
 5. Afrit af bréfi frá stjórn kvenstúdentafélags Íslands vegna minningar Bjargar Þorláksdóttur. Ódagsett, sennilega fréttatilkynning. - Afrit af bréfi þar sem félagskonur eru hvattar til að mæta á „klúbbkvöld“ félagsins á miðvikudagskvöldum í Þingholtsstræti 18 „til skrafs og ráðagerðar og lestrar á góðum útlendum blöðum og tímaritum. Heiti blaða og tímarita sem tiltæk eru nefnd í bréfinu. – Úrsagnarbréf frá Sigríði Þ.M. Kjerulf, dags. 17 maí 1933. – Vélritaður listi með 15 nöfnum. – 2 umslög með stimpli Kvenstúdentafélags Íslands
 6. Afrit af bréfi dags. 22 ágúst 1928 með ósk um upptöku í International Federation of University Women. – Rökin fyrir félagsskapnum eru hér rakin
 7. Afrit af bréfi dags. 25 febrúar 1929 til erlendu samtakanna vegna gjalds Kvenstúdentafélagsins til þeirra. – Afrit af bréfi dags. 4 mars 1929 vegna sama
 8. Afrit af bréfum vegna gjalda til alþjóðasamtakanna 1928, 1929, 1930 og 1935
 9. Bréf frá alþjóðasamtökum háskólakvenna, dags. 25 apríl 1935, þar sem segir af fyrirhugaðri heimsókn 6 kvenna til Íslands um sumarið til að stúdera dýralíf og gróðurfar og óska eftir að hitta einhverjar félagskonur. – Bréf frá Eleanor McCallum, dags. 10 mars 1934, þar sem segir frá fyrirhugaðri komu hennar til Íslands

Fyrst birt 17.08.2020

Til baka