Skjalasöfn í stafrófsröð

Helga Jóhannesdóttir (1935–2006). KSS 129.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 129

 • Titill:

  Helga Jóhannesdóttir

 • Tímabil:

  ca. 1984–1985

 • Umfang:

  Fjórar öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 129. Helga Jóhannesdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Helga Jóhannesdóttir (1935–2006)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd 28. desember 1935. Lést 3. júní 2006. Helga giftist 31. desember 1953 Jóni Samsonarsyni handritafræðingi í Reykjavík, f. 1931. Þau eignuðust fjórar dætur. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 stundaði Helga nám í tónlistarfræðum við Kaupmannahafnarháskóla og vann alla tíð að söfnun, varðveislu og útbreiðslu íslenskrar þjóðlagatónlistar. Helga var virk í kvennabaráttu og friðarstarfi og var einn af frumkvöðlum Kvennalistans.

  Heimild: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1086975/

 • Varðveislusaga:

  Úr dánarbúi Helgu.

 • Um afhendingu:

  Heiðbrá Jónsdóttir, dóttir Helgu, færði Kvennasögusafni þrjá pappakassa með gögnum úr dánarbúi Helgu Jóhannesdóttur 16. ágúst 2007. Gögnin eru annars vegar um stofnun og rekstur Kvennalistans frá upphafi, en Helga var virk í starfi Kvennalistans, og hins vegar um friðarferð kvenna um Evrópu 1985 og önnur friðarmál. Gögnin borin saman við það sem fyrir er í Kvennasögusafni.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Fjórar öskjur

 • Grisjun:

  Óvíst. Mögulega var eitthvað fært yfir í safn KSS 11 eða grisjað.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 11. Kvennalistinn. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Flokkað af Auði Styrkársdóttur. Rakel Adolphsdóttir færði á KSS safnmarkið, gerði lýsandi samantekt og skráði rafrænt í janúar 2019.

 • Dagsetning lýsingar:

  17. janúar 2019


Skjalaskrá

askja 1

Ýmislegt, aðallega fréttablöð Kvennaframboðs og Kvennalista og annað þeim viðkomandi.

askja 2

 • Norræn friðarráðstefna í Kaupmannahöfn 1984
 • Almannavarnarnefnd Reykjavíkur
 • Friðarmál Kvennaframboðs; stefna, stefnuskrár Kvennalistans
 • Bréf; Guðrún Jónsdóttir, Reykjavík, 1985; kort, Guðrún og Hanna Maja, ódagsett, óstaðsett í Bandaríkjunum; bréf frá Sigrúnu Drífu til pabba síns (Jóns Samsonarsonar) úr ferð með Kvennarútunni (sjá KSS 11, askja 416)

askja 3

Stóra friðarferðin 1985

askja 4

Stóra friðarferðin 1985


Fyrst birt 17.08.2020

Til baka