Skjalasöfn í stafrófsröð

„Gerðuminning“ – Minningarsjóður um Þorgerði Þorvaldsdóttur húsmæðrakennara (st. 1951). KSS 128.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 128

 • Titill:

  „Gerðuminning“ – Minningarsjóður um Þorgerði Þorvaldsdóttur húsmæðrakennara

 • Tímabil:

  1951–2009

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 128. „Gerðuminning“ – Minningarsjóður um Þorgerði Þorvaldsdóttur húsmæðrakennara. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  „Gerðuminning“ – Minningarsjóður um Þorgerði Þorvaldsdóttur húsmæðrakennara (st. 1951)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Sjóðurinn var stofnaður árið 1951 til minningar um (Guðríði) Þorgerði Þorvarðsdóttur er fórst í flugslysinu við Héðinshöfða 29. maí 1947. Hann var gefinn af vandamönnum og vinum hinnar látnu og er ætlað að styrkja efnalitlar námsmeyjar Húsmæðrakennaraskóla Íslands.

 • Varðveislusaga:

  Anna Guðmundsdóttir og Anna Gísladóttir, gjaldkeri og ritari sjóðsins „Gerðuminning“ færðu safninu gögnin.

 • Um afhendingu:

  Afhent Kvennasögusafni 8. febrúar 2007.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Skipulagsskrá sjóðsins, bréf, fundargerðarbækur, styrkumsóknir og fleira.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir skráði. Rakel Adolphsdóttir setti á KSS safnmark og tók saman lýsandi samantekt 5. október 2017.

 • Dagsetning lýsingar:

  5. október 2017


Skjalaskrá

askja 1

• Skipulagsskrá sjóðsins og bréf henni tengd

• Bréf (m.a. með undirskrift Helgu Sigurðardóttur forstöðukonu Húsmæðrakennaraskólans)

• Styrkumsóknir

• Fundargerðabók, 1951-1985

• Fundargerðabók, 1986-2009

• Bók með gjöfum og ársreikningum til 1984

• Stílabók með minningargjöfum um Laufeyju Þorvarðardóttur Kolbeins


Fyrst birt 17.08.2020

Til baka