Skjalasöfn félaga og samtaka

Kvenfélag Hreyfils (1968–2006). KSS 125.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 125

  • Titill:

    Kvenfélag Hreyfils

  • Tímabil:

    1968–2006

  • Umfang:

    Fimm öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 125. Kvenfélag Hreyfils. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Kvenfélag Hreyfils (1968–2006)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Félagið var stofnað 16. maí 1968 og voru stofnendur 70. Tilgangur þess var að auka kynni og vinna að hugsmánamálum bílstjóra og fjölskyldna þeirra. Fyrstu stjórnina skipuðu: Sigríður Þóroddsdóttir formaður, Margrét Ólafsdóttir, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Ása Ásmundsdóttir og Pálína Sigurðardóttir. 

    Heimild: Sigríður Thorlacius, Margar hlýjar hendur, Reykjavík 1981, bls. 198.

  • Um afhendingu:

    14. júní 2006: Um hendur Elísu Jónsdóttur (f. 1930) bárust gögn Kvenfélags Hreyfils (st. 1968) sem nú hefur verið lagt niður. Um er að ræða fundagerðabækur og bréfasafn ásamt útskorinni gestabók.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Fimm öskjur

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir setti á KSS safnmark í febrúar 2017 og skrifaði þessa lýsandi samantekt í ágúst 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    17. ágúst 2020


Skjalaskrá

askja 1

Fundargerðabók 16. maí 1968-21. maí 1985

Fundargerðabók  24. sept. 1985-13. apríl 2005

askja 2

- Stjórnarfundir Kvenfélags Hreyfils 13. jan. 1982-15. jan. 2005

- Bók með nöfnum félaga

- Reikningshald yfir tekjur og útgjöld í Kvenfélagi Hreyfils frá 17. okt. 1968-2006

- Bók með reikningshaldi

askja 3

  • Staðfesting forseta Íslands á skipulagsskrá fyrir Minningagjafasjóð Kvenfélags Hreyfils
  • Rekstrarreikningar 1976-1979 og 1994-2004
  • Ýmis bréf
  • Lög Kvenfélags Hreyfils, Reglugerð fyrir styrktarsjóð Kvenfélags Hreyfils
  • Saga félagsins, og bréf um niðurlagningu þess
  • Ljósmyndir í umslagi

askja 4

Tvær gestabækur

askja 5

Útskorin gestabók og borðfánar


Fyrst birt 17.08.2020

Til baka