Skjalasöfn félaga og samtaka

Minningagjafasjóður Landspítala Íslands. KSS 122.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 122

  • Titill:

    Minningagjafasjóður Landspítala Íslands

  • Tímabil:

    1915–1985

  • Umfang:

    22 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 122. Minningagjafasjóður Landspítala Íslands. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Minningagjafasjóður Landspítala Íslands.

  • Varðveislusaga:

    Gögnin afhenti stjórn sjóðsins.

  • Um afhendingu:

    Afhent á Kvennasögusafni Íslands 27. mars 2003.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    22 öskjur

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er takmarkaður að hluta

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 2018/17. Ingibjörg H. Bjarnason. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir skráði. Rakel Adolphsdóttir setti á KSS safnmark og tók saman lýsandi samantekt 14. ágúst 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    14. ágúst 2020


Skjalaskrá

Askja 1

  • Fundargjörðabók stjórnar Landspítalasjóðs Íslands, 17.1. 1918-28.1. 1924
  • Fundargjörðabók stjórnar Landspítalasjóðs Íslands, 25.4. 1924-23.1. 1939
  • Fundargjörðabók stjórnar Landspítalasjóðsnefndar 6. martz 1939-6. martz 1948 (í bókina er einnig færður fundur stjórnar 30. ágúst 1950.  – Utan á bókina er ritað að með henni fylgi bréf til heilbrigðismálaráðuneytisins dags. 11. júní 1948.  Það er ekki að finna þar nú, en hins vegar bréf  til stjórnar Minningagjafasjóðs Landsspítala Íslands, dags. 30. ág. 1950, þar sem sjóðurinn er beðinn að taka við fundargerðabókum og skjölum varðandi störf Landsspítalasjóðs Íslands, árin 1918 til þessa dags. Bréfið liggi fremst í bókinni)
  • Ársreikningabók Landsspítalasjóðs 1916-1932; Minningagjafasjóðs 1918-1926
  • Viðskiptabók við Söfnunarsjóð Íslands, í eigu Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins frá 1911
  • Í umslagi: ársreikningur Minningargjafasjóðs Landsspítalans 1923, skrifað af Ingibjörgu H. Bjarnason
  • Auglýsingaspjald um sölu póstkorta fyrir Landspítalasjóð
  • Happdrættismiði 1920
  • Hátíðisdagur kvenna 19. júní 1916- dagskrá
  • Almennur kvennafundur í Rvk. 7. júlí 1915 – dagskrá
  • Hátíðisdagur kvenna 19. júní 1916-söngtextar
  • Minni kvenna eftir Stephan G. Stephansson. Landsspítalasjóðsdagurinn 19. júní, 1917
  • Landsspítalinn; söngtextar 15. júní 1926

askja 2

  • Fundargerðir Minningagjafasjóðs Landsspítalans, 1926-1939 (inni í bókinni liggja þrjú bréf: frá sjóðsstjórn til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 27. júní 1933, frá sjóðsstjórn til Þuríður Báðardóttur, dags. 24. jan. 1935, og samningur milli sjóðsstjórnar og Fjelags íslenskra símamanna, dags. 25. jan. 1934)
  • Fundargerðir Minningagjafasjóðs Landsspítalans, 1940-1964 (ath. Bókin er merkt “Minningargjafir Landsspítalans c/o Ásta Þorsteinsdóttir). Í bókinni liggja nokkur bréf, lausar fundargerðir og blaðaúrklippur)
  • Fundarbók Minningargjafasjóðs Landsspítala Íslands, 1964-1980
    ath. fyrsta fundargerðabókin er á Þjóðskjalasafni

askja 3

  • Sjóðbók 1947-1972
  • Kassabók 1922-1946
  • Minningagjafir til Landspítalasjóðsins, 1916-1918
  • Minningagjafir til Landspítalans (bók merkt kladdi), 1916-1918

askja 4

  • Ársreikningar Minningagjafasjóðs Landsspítalans, 1926-1943
  • Ársreikningar Minningagjafasjóðs Landsspítalans, 1944-1966
  • Styrkveitingar úr Minningagjafasjóði Landssppítalans, 1931-1985
  • Minningargjafir Landsspítalans afhentar fr. Lilju Kristjánsdóttur
  • Sjóður Marzibilar Illugadóttur
  • Ársreikningar Minningjargjafar Guðjóns Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur
  • Minningagjafir til Landsspítala Íslands meðteknar af frú Önnu Oddbergsdóttur, Sandfelli (tóm)
  • Minningagjafir til Landsspítalasjóðs Íslands mótteknar af frú Laufeyju Tryggvadóttur, Vatnsfirði (tóm)

askja 5

  • Umslög, bréfsefni, eyðublöð
  • Greinargerð um Minningarsjóð Landspítalans, líkl. eftir Guðrúnu P. Helgadóttur
  • Uppkast að bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, ódagsett
  • Ársreikningur Minningagjafasjóðs Landspítalans 1989
  • Skrár yfir útfarin samúðarskeyti 1972
  • Skrár yfir útfarin samúðarskeyti 1973, 1974
  • Frá aðalfundum 1964 og 1966
  • Ýmis bréfaskipti

Takmarkaður aðgangur er að öskjum 6–22. 


Fyrst birt 14.08.2020

Til baka