Skjalasöfn félaga og samtaka

Áhugahópur um minnisvarða um Björgu C. Þorláksson (2000–2001). KSS 118.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 118

  • Titill:

    Áhugahópur um minnisvarða um Björgu C. Þorláksson

  • Tímabil:

    2000-2001

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 118. Áhugahópur um minnisvarða um Björgu C. Þorláksson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Áhugahópur um minnisvarða um Björgu C. Þorláksson (2000–2001)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Í tilefni af 75 árum frá því Björg lauk doktorsprófi, fyrst íslenskra kvenna, og 90 ára afmæli Háskóla Íslands lét áhugahópurinn gera bronsafsteypu af andlistmynd þeirri er Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði í París árið 1928. Háskóli Íslands fann henni stað á lóð Odda, húsi félagsvísindadeildar og var hún afhjúpuð 17. júní 2001. Soffía Árnadóttir listakona hannaði stöpul um úr íslensku bergi undir brjóstmyndina.

    Áhugahópinn um minnisvarða Bjargar C. Þorlaksson mynduðu: Áslaug Ottesen og Geirlaug Þorvaldsdóttir frá Félagi háskólakvenna, Björg Einarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Guðrún Karan frá Vísindafélagi Íslendinga og Jóna Hansen og Magnús Sigsteinsson úr röðum ættmenna Bjargar. Heimild: Auður Styrkársdóttir, „Hvers vegna gleymduð þið Björgu?“, Lesbók Morgunblaðsins, 17. nóvember 2001, bls. 6.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum hópsins.

  • Um afhendingu:

    Áhugahópurinn afhenti gögnin í tengslum við sýningu um ævi Bjargar sem Kvennasögusafn stóð fyrir sem hét „Maður, lærðu að skapa sjálfan þig“ og var opnuð 15. nóvember 2001.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja

  • Grisjun:

    Engu var grisjað

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 158. Björg C. Þorláksson munir.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir setti á KSS safnmark og skráði rafrænt ágúst 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    11. ágúst 2020


Skjalaskrá

askja 1

Innbundin bók um framkvæmd minnisvarðans

Örk 1: Reikningar, bréf um fjármál og önnur skjöl


Fyrst birt 11.08.2020

Til baka