Skjalasöfn í stafrófsröð

Kvennalistinn á Vesturlandi, Vesturlandsangi (st. 1984). KSS 117.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 117

 • Titill:

  Kvennalistinn á Vesturlandi

 • Tímabil:

  1984–1995

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 117. Kvennalistinn á Vesturlandi. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Kvennalistinn á Vesturlandi, Vesturlandsangi (st. 1984)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Stofnað á Akranesi 1984. Danfríður Skarphéðinsdóttir var kjörin á þing árið 1987 fyrir Samtök um Kvennalista og er fyrsta konan á Vesturlandi sem tók sæti á Alþingi. Sjá heimasíðu um Kvennalistann: http://kvennalistinn.is/vesturland1984/ og Skessuhornið 18. júní 1985 http://skessuhorn.rat.nepal.is/frettir/nr/196298/.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum félagskonu

 • Um afhendingu:

  Danfríður Skarphéðinsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans afhenti tvo kassa með gögnum 19. maí 2000.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tvær öskjur

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 10 Kvennaframboð í Reykjavík. Einkaskjalasafn.

  KSS 11. Kvennalistinn. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir gerði lýsandi samantekt 7. ágúst 2020. Var flokkað áður.

 • Dagsetning lýsingar:

  Dagsetning: 7. ágúst 2020


Skjalaskrá

askja 1

 • „Hvanneyrarráðstefnan 1988”, (erindi Kristínar Einarsdóttur um jurtir, jurtasamlag ásamt minnispunktum hennar frá ráðstefnunni), – „Frá hugmynd til framkvæmda.” Erindi á landsráðstefnu Kvennalistans á Vesturlandi í maí 1988
 • Lifi landsbyggðin, dagskrá ráðstefnu um atvinnu og byggðamál í maí 1988. Erindi:
  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:  Verkaskipting kynja í ýmsum þjóðfélögum
  • Guðný Guðbjörrnsdóttir: Menntun og starfsval kvenna. Er þörf á breyttri menntastefnu’
  • Þórir Jökull Þorsteinsson: Atgerfisflótti - sjálfsímynd byggðarlaganna
 • Kveðskapur
 • Framboðsfundir 1987, gestalistar
 • Rekstrarreikningur 1991, bréf til Kvl. kvenna á Vesturlandi , nafna (félaga?) skrá. Símaskrá Vesturlandsanga. Undirskriftarlistar til stuðnings Kvennalistanum á Vesturlandi fyrir Alþingiskosningar 1987
 • Félagsfundir Vesturlandsanga / bréf til anganna – Kvl. kvenna
 • Erindi Kvl. konu á aðalfundi Landverndar (án ártals og höfundarnafns) – Erindi flutt á fundi Verkalýðsfélags Borgarness og Neytendafélags Borgarfjarðar (án ártals og höfundarnafns)
 • Landbúnaðarmál. Sjávarútvegsmál. Dagvistarmál. Atvinnumál. Skólamál
 • Félagsfundir Kvl. Vesturlandi. Fundargerðir, stofnfundur 1984, o.fl.
 • Tillögur 1993: Breytingar á lögum Samtaka um Kvennalista. – Dagbók 1988: Vélrit þar sem lesa má hvað Kvl. kona (?) hafði fyrir stafni í opinberum störfum (á vegum Kvl.) 1988. – Skýrsla framkvæmdaráðs um starfsárið 1992-93. – Mál Kvennalistans á 112. löggjafarþingi
 • Úr ómerktri möppu: Greinar Kvl. kvenna og gögn frá félagsfundum (líklega einnig frá kynningum og kosningafundum)

askja 2

 • Bæklingar Vesturlandsanga [ekki árgangs eða tölublaðsmerktir, líklega sendir út fyrir kosningar- ef til vill oftar]
 • Fréttabréf Vesturlandsanga
 • Alþingiskosningar 1991. Kynningarbæklingur
 • Alþingiskosningar 1995. Bæklingar og áróðursrit,
 • Viðtöl við frambjóðendur (handrit, óljóst hvar birtist)
 • Útvarpserindi Hansína B. Einarsdóttir
 • Gestalistar o.fl. á kynningarfundum (v. ár á flest)
 • Þingmál Kvennalistans 1983-1995, efnisflokkað
 • Framsaga á fundi starfsmannafélagsins í Straumsvík 21. október 1986. (v. höfund)
 • Nokkrir afgangspappírar sem erfitt er að flokka

Fyrst birt 07.08.2020

Til baka