Skjalasöfn í stafrófsröð

Félag matráðskvenna (st. 1963). KSS 100.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 100

 • Titill:

  Félag matráðskvenna

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 100. Félag matráðskvenna. Einkaskjalasafn.

  (Lbs.-Hbs. Kvss.) KSS 100. Félag matráðskvenna. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Félag matráðskvenna (st. 1963)

  Guðrún Pálmadóttir (1917–2003)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Félag matráðskvenna var stofnað 1963 og áttu inngöngu í það matráðskonur á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Félagið virðist hafa lifað stutt fram á 9. áratug 20. aldar. Það gaf út fréttabréfið Matráðskonan á árunum 1965–1975.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum ættmenna

 • Um afhendingu:

  Sigrún Jóhannesdóttir (f. 1947) afhenti Kvennasögusafni gögnin 25. maí 2016, en þau komu úr dánarbúi Guðrúnar Pálmadóttur (1917–2003) er var föðursystir Sigrúnar.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tvær öskjur, gögn og ljósmyndir.

 • Grisjun:

  Engu var eytt

 • Viðbætur:

  Ekki er von viðbóta

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Árið 2006 barst frá Hönnu R. Guttormsdóttur nokkuð mörg tölublöð af ritinu Matráðskonan, blaði Félags matráðskvenna er fyrst kom út 1965. Þau eru varðveitt á Íslandssafni og aðgengileg á 1. hæð Þjóðarbókhlöðunnar.

 • Dagsetning lýsingar:

  26. júní 2016


Skjalaskrá

Askja 1:

∙ Guðrún Pálmadóttir (1917-2003): skipunarbréf í störf

∙ Fréttir frá Danmörku

∙ Lög Evrópusambands matarfræðinga – Upplýsingar um Evrópusamband matarfræðinga

∙ Ferðasaga á ráðstefnu Internationaler Kongress für Diätetik, Hannover, 1973. Ritað af Guðrúnu Pálmadóttur og Sigurbjörgu Kristjánsdóttur

∙ Fréttabréf félagsins 1979-1981

∙ Félagaskrá 1980

∙ Lög og reglur fyrir félag matarfræðinga á íslenskum sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum

∙ Félag matráðskvenna 10 ára (1973)

Askja 2:

Ljósmyndir:

A: Frá Ísafirði

Kennarar og nemendur við Húsmæðraskólann á Ísafirði og nemendaspjöld 1946-1958; einnig leiksýningar á Ísafirði og Leiksýningin Bláa kápan

B: Frá Kvennaskólanum á  Blönduósi

M.a. nemendaspjald 1945

C: Eldhús


Fyrst birt 06.08.2020

Til baka