Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 100
Félag matráðskvenna
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 100. Félag matráðskvenna. Einkaskjalasafn.
(Lbs.-Hbs. Kvss.) KSS 100. Félag matráðskvenna. Einkaskjalasafn.
Félag matráðskvenna (st. 1963)
Guðrún Pálmadóttir (1917–2003)
Félag matráðskvenna var stofnað 1963 og áttu inngöngu í það matráðskonur á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Félagið virðist hafa lifað stutt fram á 9. áratug 20. aldar. Það gaf út fréttabréfið Matráðskonan á árunum 1965–1975.
Úr fórum ættmenna
Sigrún Jóhannesdóttir (f. 1947) afhenti Kvennasögusafni gögnin 25. maí 2016, en þau komu úr dánarbúi Guðrúnar Pálmadóttur (1917–2003) er var föðursystir Sigrúnar.
Tvær öskjur, gögn og ljósmyndir.
Engu var eytt
Ekki er von viðbóta
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 2022/2. Framhaldsafhending.
Árið 2006 barst frá Hönnu R. Guttormsdóttur nokkuð mörg tölublöð af ritinu Matráðskonan, blaði Félags matráðskvenna er fyrst kom út 1965. Þau eru varðveitt á Íslandssafni og aðgengileg á 1. hæð Þjóðarbókhlöðunnar.
26. júní 2016
Askja 1:
∙ Guðrún Pálmadóttir (1917-2003): skipunarbréf í störf
∙ Fréttir frá Danmörku
∙ Lög Evrópusambands matarfræðinga – Upplýsingar um Evrópusamband matarfræðinga
∙ Ferðasaga á ráðstefnu Internationaler Kongress für Diätetik, Hannover, 1973. Ritað af Guðrúnu Pálmadóttur og Sigurbjörgu Kristjánsdóttur
∙ Fréttabréf félagsins 1979-1981
∙ Félagaskrá 1980
∙ Lög og reglur fyrir félag matarfræðinga á íslenskum sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum
∙ Félag matráðskvenna 10 ára (1973)
Askja 2:
Ljósmyndir:
A: Frá Ísafirði
Kennarar og nemendur við Húsmæðraskólann á Ísafirði og nemendaspjöld 1946-1958; einnig leiksýningar á Ísafirði og Leiksýningin Bláa kápan
B: Frá Kvennaskólanum á Blönduósi
M.a. nemendaspjald 1945
C: Eldhús
Frá Kristneshæli, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum
D:
Frá Reykjavík; efst 3 ljósmyndir af félögum í Matreiðslukvennafélagi Íslands
Fyrst birt 06.08.2020