Skjalasöfn í stafrófsröð

Bríet, félag ungra feminista (st. 1997). KSS 96.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 96

  • Titill:

    Bríet, félag ungra feminista

  • Tímabil:

    1997–2001

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 96. Bríet, félag ungra feminista. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Bríet, félag ungra feminista. (st. 1997)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Félagið stofnuðu nokkrar vinkonur haustið 1997 en formlegur stofnfundur var haldinn í húsnæði Kvennalistans við Austurvöll í janúar 1998. Stofnendur voru meðal annarra Hugrún R. Hjaltadóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir.

    „Bríet eru sjálfstæð, óflokksbundin félagasamtök sem starfa utan allra pólitískra hreyfinga. Meginmarkmið félagsins er að vekja konur til meðvitundar um stöðu sína í samfélaginu og undirstrika það að áunnum réttindum kvenna fylgir sú ábyrgð að nýta sér þau. Bríet vill einnig stuðla að hugarfarsbreytingu með því að vekja athygli á ójafnrétti kynjanna og fræða fólk um feminisma.“ (Af upplýsingablaði).

  • Varðveislusaga:

    Gögnin komu í Kvennasögusafn um hendur Hugrúnar Hjaltadóttur og Fríðu Rósar Valdimarsdóttur árið 2006 og höfðu verið í fórum þeirra.

  • Um afhendingu:

    Hugrún Hjaltadóttir og Fríða Rós Valdimarsdóttir afhentu árið 2006.

Innihald og uppbygging

  • Grisjun:

    Engu var eytt

  • Viðbætur:

    Ekki er vitað um viðbætur

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska og enska.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir skráði 17. maí 2016

  • Dagsetning lýsingar:

    17. maí 2016


Skjalaskrá

Askja 1
Fundagerðabók, 25.8.1998-22.10.2001

Stefnuskrá-Lög og reglur Bríetar-Fyrirtækjaskráning-Upplýsingar um félagið-Upplýsingabæklingur um félagið-Upplýsingabæklingur um félagið á ensku-Galtroppa, 1. tbl., 1. árg.-Upplýsingablað um félagið með helstu afrekum

Efst liggja póstkort frá félaginu merkt Embla, nafnspjald félagans Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur og dreifiblað vegna 8. mars

Sýningargripir: blár stuttermabolur með bleiku merki og stöfunum Bríet, og hvítur síðermabolur með áletruninni Píkutorfan, eru geymdir á Kvennasögusafni


Fyrst birt 06.08.2020

Til baka