Skjalasöfn í stafrófsröð

Feministafélag Íslands (2003–2020). KSS 92.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 92

 • Titill:

  Feministafélag Íslands

 • Tímabil:

  2003-2013

 • Umfang:

  Þrjár öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 92. Feministafélag Íslands. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Feministafélag Íslands (2003–2020)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Félagið var stofnað 13. mars 2003 og formlega lagt niður 1. mars 2020 eftir að hafa verið óvirkt í nokkur ár.

 • Varðveislusaga:

  Gögnin voru í fórum félagsmanna

 • Um afhendingu:

  Hópur frá Feministafélagi Íslands afhenti gögn félagsins á tíu ára afmæli þess, 14. mars 2013, sbr. aðfangaskrá 2013. Karen Ásta Kristjánsdóttir, Rósa Björk Bergþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir afhentu formlega.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið er varðveitt í þremur öskjum. Efnið var í möppu með fundagerðum og öðru efni, pappakassi af meðalstærð með sýnishorni af plakötum, bolum og ýmsu öðru efni sem til hefur fallið í starfi félagsins. Efninu var raðað eftir árum í möppuna og var var notað í námsritgerðina Feministafélag íslands 2003-2013, eftir Karen Ástu Kristjánsdóttur og Rósu Björk Bergþórsdóttur. Röðunin var látin halda sér við frumskráningu safnsins.

 • Grisjun:

  Auður Styrkársdóttir skráði í nóvember 2013

 • Viðbætur:

  Gert er ráð fyrir viðbótum

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska og enska.

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 2019/15. Kristín Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í nóvember 2013 og setti á safnmark.

 • Dagsetning lýsingar:

  nóvember 2013


Skjalaskrá

Askja 1:

 1. Stofnfélagar. Umsóknarblöð
 2. Skráningar í félagið 2003 og starfshópa
 3. Tölvupóstar vegna skráninga í félagið 2003
 4. Félagaskrá 2003
 5. Ýmislegt varðandi stofnund: Dagskrá, lög Feministafélags Íslands, Stefnuskrá, auglýsing, fjölmiðlaumfjöllun, hugmyndir, Starfshópar, símskeyti frá Frjálslynda flokknum
 6. Póstsamskipti „ljósmæðra“ félagsins 2003: Þorgerður Þorvaldsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir,
 7. Stílabók með upplýsingum um „Hitt“ veturinn 2003-2004
 8. Ræður við opnun 10 ára afmælissýningar í Þjóðarbókhlöðu, 5. apríl 2013:

                Ingibjörg Sverrisdóttir, landsbókavörður

                Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Feministafélags Íslands

                Kolbrún Anna Björnsdóttir, sýningarstjóri

Askja 2:

 1. Starfsárið 2003-2004

3 fundagerðir ráðsins og 2 fundagerðir karlahóps F.Í.- Skýrsla ráðsins – Ávarp Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, talskonu félagsins, á fyrsta Hittinu 2. sept. 2003 – Glærur með fræðslu frá karlahópi F.Í., „Fræðsla í skólum“ – Ýmislegt efni frá karlahóp, m.a. Fyrirmyndaritið – Umsókn, óvíst til hverra, frá Bríeti og K&K, félagi kynjaþenkjandi karlmanna, um fræðslu í 10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík- Bæklingur „Fegurð“ – Veggspjald, lítið, „Föt fara konum vel“

 1. Starfsárið 2004-2005

Skýrsla ráðsins fyrir starfsárið 2004-2005 – Ávörp á fundi Feministafélags Íslands 1. maí 2004: Þorgerður Einarsdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir – Fyrirlestur hjá Mennta- og menningarsamtökum              Japan-Ísland: Katrín Anna Guðmundsdóttir – Ræða flutt á Karlmennskukvöldi í sept. 2004: Kristín            Ástgeirsdóttir – Kynningarefni fyrir framhaldsskóla -  Bréf frá Bristish Museum sem þakkar móttöku á       barmmerkinu „Nei“ – Lesefni um jafnréttismál handa forsætisráðherra – Gjafabréf um                 jafnréttisnámskeið fyrir ríkisstjórn Íslands – Auglýsing um þriðja gleðikvöld ungliðahóps              Feministafélags Íslands – Dreifimiðar frá karlahóp

 1. Starfsárið 2005-2006

Dagskrá aðalfundar 2005 – Skýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2006-2006 -  - Spurningar Feministafélags Íslands til framboðslista í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík 2006 – Bréf til Þóris         Hrafnssonar, Tímaritaútgáfunni Fróða, 3. júní 2005 – Límmiði, „Hefur þú frelsi til að hafna?“ – Listi       með netföngum v. „Hefur þú frelsi til að hafna?“ – Blaðaúrklippur vegna aðgerða karlahóps - Opið bréf         til forsvarsmanna matvöruverslana, bensínstöðva, Odda og Fróða (vegna ritsins b&b) – Kvennasamtök    mótmæla viðskiptum ríkisvaldsins á klámi – Efni varðandi Konukrónuna og frá ungliðahópi –      Límmiðar með orðinu „Nei“ og „Karlmenn segja nei við nauðgunum; Króna konunnar á spjaldi

 1. Efni varðandi Baráttuhátíð kvenna á Þingvöllum 2005 og útifund 24. okt. 2005
 2. Starfsárið 2006-2007

Starfsskýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2006-2007 – Erindi „Hvenær týndist kvenleikinn?“ flutt    á ráðstefnunni „Konan“ í Laugardalshöll 20. okt. 2006: Katrín Anna Guðmundsdóttir – Klámkvöld       karlahóps Feministafélags Íslands 7. mars 2007: auglýsing og útprent af glærum „Í klámvæddum            heimi“, Hjálmar G. Sigmarsson – Ljósmynd (2 kópíur)  hvar aftaná er ritað: „Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir okkur. Karlahópur Feministafélagsins – Útprent af glærum „Jafnrétti kynjanna“,           Katrín Anna Guðmundsdóttir og Gísli Hrafn Atlason, fyrirlestur í Lækjaskóla, maí 2006 – Bréf frá                 menntamálaráðuneyti og forsætisráðuneyti  til karlahóps með höfnun á styrkbeiðni – Bréf frá       mannréttindaráði Reykjavíkurborgar með tilkynningu um styrk – „Blogg um bleiku fánana. Aðgerð           ungliðahóps í september 2006 – Erindi Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur í pallborði í tilefni af       frumsýningu heimildamyndarinnar „Sófakynslóðin“, 13. sept. 2006 – Auglýsing (2 kópíur):        Stjórnmálaskóli Feministafélags Íslands – Dagskrá stjórnmálaskólans – Fréttatilkynning um                 stjórnmálaskólann - Bréf frá allsherjarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn á frumvarpi – Umsögn          Feministafélags Íslands við téð frumvarp – Plakat (lítið): ráðstefna um kynferðisofbeldi

Askja 3:

 1. Starfsárið 2007-2008

Atvinnu og stjórnmálahópur: áskoranir og 3 fundagerðir – Ræða er Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir         hélt í Finnlandi 24. Okt. 2007, á íslensku og sænsku – Hitt Feministafélagsins 1. apríl 2008

 1. Starfsárið 2008-2009

                Tóm

 1. Starfsárið 2009-2010

                Tóm

 1. Starfsárið 2010-2011

Ársskýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2010-2011 – Fundagerð frá ráðsfundi 29. mars – Skeyti frá   Rósu Erlingsdóttur í tilefni afmælis félagsins 2010

 1. Starfsárið 2011-2012

Ársskýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2011-2012

 1. Mappa merkt „Óljóst“

Spjöld úr spjaldskrá með ýmsum skrifum – Ræða Kristínar Ásu – útprent af glærum, „Feministafélag        Íslands, Katrín Anna Guðmundsdóttir M.Sc. – Árshátíðarlag MR 2004 – Bréf (uppkast, sennilega 2007)               með kæru til refsingar fyrirtækið Valitor – Grímur geitskór, tímarit 1. Tbl. 2008-2009 – Skottur, félag  um 24. okt., ársreikningur 2011

Efst liggja 3 geisladiskar


Fyrst birt 05.08.2020

Til baka