Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 92
Feministafélag Íslands
2003-2013
Fjórar öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 92. Feministafélag Íslands. Einkaskjalasafn.
Feministafélag Íslands (2003–2020)
Félagið var stofnað 13. mars 2003 og formlega lagt niður 1. mars 2020 eftir að hafa verið óvirkt í nokkur ár.
Gögnin voru í fórum félagsmanna
Hópur frá Feministafélagi Íslands afhenti gögn félagsins á tíu ára afmæli þess, 14. mars 2013, sbr. aðfangaskrá 2013. Karen Ásta Kristjánsdóttir, Rósa Björk Bergþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir afhentu formlega.
Safnið er varðveitt í þremur öskjum. Efnið var í möppu með fundagerðum og öðru efni, pappakassi af meðalstærð með sýnishorni af plakötum, bolum og ýmsu öðru efni sem til hefur fallið í starfi félagsins. Efninu var raðað eftir árum í möppuna og var var notað í námsritgerðina Feministafélag íslands 2003-2013, eftir Karen Ástu Kristjánsdóttur og Rósu Björk Bergþórsdóttur. Röðunin var látin halda sér við frumskráningu safnsins.
Auður Styrkársdóttir skráði í nóvember 2013
Gert er ráð fyrir viðbótum
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska og enska.
KSS 2019/15. Kristín Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.
KSS 2020/3. Plaköt og sýningarmunir, 10 ára afmælissýning Femínistafélags Íslands.
KSS 2020/11. Nei-hópur Femínistafélag Íslands, munir.
Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í nóvember 2013 og setti á safnmark.
Rakel Adolphsdóttir bætti öskju 4 við þetta safnmark í mars 2025. Áður hafði askjan ekki verið lánuð út og þar af leiðandi ekki á þessu safnmarki.
nóvember 2013
Askja 1:
Ingibjörg Sverrisdóttir, landsbókavörður
Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Feministafélags Íslands
Kolbrún Anna Björnsdóttir, sýningarstjóri
Askja 2:
1. Starfsárið 2007-2008
Atvinnu og stjórnmálahópur: áskoranir og 3 fundragerðir – Ræða er Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hélt í Finnlandi 24. Okt. 2007, á íslensku og sænsku – Hitt Feministafélagsins 1. apríl 2008
3 fundagerðir ráðsins og 2 fundagerðir karlahóps F.Í.- Skýrsla ráðsins – Ávarp Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, talskonu félagsins, á fyrsta Hittinu 2. sept. 2003 – Glærur með fræðslu frá karlahópi F.Í., „Fræðsla í skólum“ – Ýmislegt efni frá karlahóp, m.a. Fyrirmyndaritið – Umsókn, óvíst til hverra, frá Bríeti og K&K, félagi kynjaþenkjandi karlmanna, um fræðslu í 10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík- Bæklingur „Fegurð“ – Veggspjald, lítið, „Föt fara konum vel“
Skýrsla ráðsins fyrir starfsárið 2004-2005 – Ávörp á fundi Feministafélags Íslands 1. maí 2004: Þorgerður Einarsdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir – Fyrirlestur hjá Mennta- og menningarsamtökum Japan-Ísland: Katrín Anna Guðmundsdóttir – Ræða flutt á Karlmennskukvöldi í sept. 2004: Kristín Ástgeirsdóttir – Kynningarefni fyrir framhaldsskóla - Bréf frá Bristish Museum sem þakkar móttöku á barmmerkinu „Nei“ – Lesefni um jafnréttismál handa forsætisráðherra – Gjafabréf um jafnréttisnámskeið fyrir ríkisstjórn Íslands – Auglýsing um þriðja gleðikvöld ungliðahóps Feministafélags Íslands – Dreifimiðar frá karlahóp
Dagskrá aðalfundar 2005 – Skýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2006-2006 - - Spurningar Feministafélags Íslands til framboðslista í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík 2006 – Bréf til Þóris Hrafnssonar, Tímaritaútgáfunni Fróða, 3. júní 2005 – Límmiði, „Hefur þú frelsi til að hafna?“ – Listi með netföngum v. „Hefur þú frelsi til að hafna?“ – Blaðaúrklippur vegna aðgerða karlahóps - Opið bréf til forsvarsmanna matvöruverslana, bensínstöðva, Odda og Fróða (vegna ritsins b&b) – Kvennasamtök mótmæla viðskiptum ríkisvaldsins á klámi – Efni varðandi Konukrónuna og frá ungliðahópi – Límmiðar með orðinu „Nei“ og „Karlmenn segja nei við nauðgunum; Króna konunnar á spjaldi
Starfsskýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2006-2007 – Erindi „Hvenær týndist kvenleikinn?“ flutt á ráðstefnunni „Konan“ í Laugardalshöll 20. okt. 2006: Katrín Anna Guðmundsdóttir – Klámkvöld karlahóps Feministafélags Íslands 7. mars 2007: auglýsing og útprent af glærum „Í klámvæddum heimi“, Hjálmar G. Sigmarsson – Ljósmynd (2 kópíur) hvar aftaná er ritað: „Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir okkur. Karlahópur Feministafélagsins – Útprent af glærum „Jafnrétti kynjanna“, Katrín Anna Guðmundsdóttir og Gísli Hrafn Atlason, fyrirlestur í Lækjaskóla, maí 2006 – Bréf frá menntamálaráðuneyti og forsætisráðuneyti til karlahóps með höfnun á styrkbeiðni – Bréf frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar með tilkynningu um styrk – „Blogg um bleiku fánana. Aðgerð ungliðahóps í september 2006 – Erindi Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur í pallborði í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar „Sófakynslóðin“, 13. sept. 2006 – Auglýsing (2 kópíur): Stjórnmálaskóli Feministafélags Íslands – Dagskrá stjórnmálaskólans – Fréttatilkynning um stjórnmálaskólann - Bréf frá allsherjarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn á frumvarpi – Umsögn Feministafélags Íslands við téð frumvarp – Plakat (lítið): ráðstefna um kynferðisofbeldi
Askja 3:
Atvinnu og stjórnmálahópur: áskoranir og 3 fundagerðir – Ræða er Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hélt í Finnlandi 24. Okt. 2007, á íslensku og sænsku – Hitt Feministafélagsins 1. apríl 2008
Tóm
Tóm
Ársskýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2010-2011 – Fundagerð frá ráðsfundi 29. mars – Skeyti frá Rósu Erlingsdóttur í tilefni afmælis félagsins 2010
Ársskýrsla Feministafélags Íslands starfsárið 2011-2012
Spjöld úr spjaldskrá með ýmsum skrifum – Ræða Kristínar Ásu – útprent af glærum, „Feministafélag Íslands, Katrín Anna Guðmundsdóttir M.Sc. – Árshátíðarlag MR 2004 – Bréf (uppkast, sennilega 2007) með kæru til refsingar fyrirtækið Valitor – Grímur geitskór, tímarit 1. Tbl. 2008-2009 – Skottur, félag um 24. okt., ársreikningur 2011
Efst liggja 3 geisladiskar
Askja 4 – Gripir/munir
1. Næla - Króna konunnar eftir Ungliðahóp Femínistafélags Íslands. Í krónuna vantar 35%.
2. Kröfugerð 19. júní á baráttuhátið kvenna árið 2005.
3. Fimm mismunandi jólakort frá Femínistafélagi Íslands:
4. Auglýsing frá Femínistafélagi Íslands, vegna stofnfunds Femínistafélags Íslands. Á því stendur: „Grunar þig að þú sést femínisti?“. Bleikur pappír með bleikum þræði.
5. Kynningarefni frá Karlahópi Femínistafélagi Íslands, NEI. Bæklingur NEI „Karlmenn segja nei við nauðgunum!“, minni bæklingur frá NEI, tvö póstkort frá NEI hópnum, stór límmiði sem á stendur „Karlmenn segja NEI við nauðgunum“ og minni límmiði sem á stendur „NEI“ Þrjú mismunandi kort frá NEI-hópi Femínistafélags Íslands. Bæklingur gefinn út af Femínisma- og karlahópi innan Femínistafélags Íslands.
6. Örk, innihald: málum bæinn bleikann 19. júní, úrklippa úr dagblaði sem sýnir sömu auglýsingu – málum bæinn bleikan. Stefnuskrá Femínistafélags Íslands. Tveir bleikir bæklingar með titlinum „Fegurð“.
7. Örk: Þykk mynd sem á stendur: Afbrigði af fegurð. Sýning á sögu mótmælaaðgerða gegn fegurðasamkeppnum. Plaggat sem á stendur: „Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því. Sjáumst í göngunni 1. maí 2003 www.feministinn.is“
8. Innrömmuð mynd frá 19. júní 2004. Bleiku steinarnir, kvenréttindadagurinn 19.júní. Viðurkenning til Þorgerðar Katrínar Menntamálaráðherra.
9. Tölvupóstar frá Auði Styrkárs vegna 1. maí.
10. Föt fara konum vel! Dúkkulísa, þrjú stykki.
11. Fyrirmyndaritið, Femínistavikan 24. okt – 1. nóv 200.
12. Klámkvöld Karlahóps Femínistafélags Íslands, ýmsar auglýsingar fyrir Klámkvöld.
13. Ýmis barmmerki. Mörg mismunandi frá NEI-hópnum, Króna sem vantar í 35%, margar bleikar nælur vegna „málum daginn bleikan“ þrír bleikir steinar, verðlaun, barmmerki frá Femínistafélagi Íslands sem á stendur „Ég er femínisti“ „Femínisti? Að stjálfsögðu“ „Cogito Ergo Feminista Sum“ „Manneskja ekki markaðsvara“ og lítill límmiði sem á stendur „Fyrirmyndar femínisti“
Fyrst birt 05.08.2020