Skjalasöfn í stafrófsröð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (f. 1954). KSS 80.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 80

  • Titill:

    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

  • Tímabil:

    1981–1986

  • Umfang:

    Tvær öskjur 

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 80. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (f. 1954), borgarstjóri og ráðherra.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Sjá Alþingismannatal

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

  • Um afhendingu:

    Um hendur Hjörleifs Sveinbjörnssonar, eiginmanns Ingibjargar, barst safninu kassi með skjölum og blöðum í eigu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þann 14 apríl 2009.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið inniheldur ýmislegt efni er varðar Kvennaframboð í Reykjavík á árunum 1982–1986. Einnig eru lesefni og glósur úr námskeiði: „Teoretiske og metodiske problemer i kvindehistorie“.

  • Grisjun:

    Borið saman við efni sem fyrir er og varða Kvennaframboð og Kvennalista, tvítökum fargað.

  • Viðbætur:

    Ekki er kunnugt um viðbætur

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska og danska.

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 10. Kvennaframboðið og Kvennalistinn í Reykjavík. Einkaskjalasafn.

    KSS 11. Kvennalistinn. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti í safnmark. Í ágúst 2012 skrifaði hún lýsandi samantekt.

  • Dagsetning lýsingar:

    ágúst 2012


Skjalaskrá

Askja 1:

Gögn varðandi kvennaframboðið í Reykjavík og úr borgarstjórn.

  1. Nokkur ósamstæð plögg; blaðaúrklippur vegna hugsanlegs framboðs til þings
  2. Kjörbréf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur frá yfirkjörstjórninni í Reykjavík 13 júní 1986. - 3 bréf borgarstjóra vegna kosninga í borgarráð 1986
  3. Gögn varðandi fund Málfundafélags félagshyggjufólks 7 maí 1985 að Hótel Hofi: fundarboð frá stjórn félagsins og ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, nokkrar blaðaúrklippur
  4. Tilkynning frá skrifstofu borgarstjóra um kjör Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem skrifara borgarstjórnar, dags. 6 júní 1983. - Bréf yfirkjörstjórnar Reykjavíkur um úrslit borgarstjórnarkosninga 22 maí 1982. - Bréf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vegna borgarfulltrúatals, dags. 14 jan. 1986
  5. Bréf Kristjáns Benediktssonar og samningur minnihlutaflokka í borgarstjórn, 7 júní 1985. - Minnisblað merkt Sigurður E. Guðmundsson, 3 júní 1982, um kjör í nefndir borgarstjórnar
  6. „Kosningabaráttan í Reykjavík. Umræðupunktar teknir saman af Kristínu Ástgeirsdóttur og Kristínu Árnadóttur“. - Fréttatilkynning vegna kjarnorkuvopna frá Kvennaframboðinu í Rvk. 31 mars 1984.- Lög fyrir samtök um kvennaframboð, ódagsett. - Tillögur og þankar um framkvæmdir innan Kvennaframboðsins vegna Veru, félagafjölgun og fjáröflun, ódags. – Tillögur um sameiginlegan rekstur „Nafnlausa bandalagsins“ (þ.e. Kvennaframboð og Kvennalisti, Vera og ýmsir kvennahópar), ódags. – Bréf frá samstarfshópi kvenna úr öllum stjórnmálahreyfingum til heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra, dags. 10 júní 1983, varðandi ráðgjöf og fræðslu um kynlíf
  7. „Er þörf á fleiri vinstri flokkum?“ Erindi ISG. – Bréf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til fréttastofu RÚV vegna viðtals við Svan Kristjánsson 30 apríl (vantar ár). – Minnisblað úr Alþýðubandalaginu og tillaga að kynjakvóta á framboðslistum þess, 1985. Óundirritað. – Bréf ISG til borgarráðs vegna fæðingarorlofs hennar, dags. 27 des. 1982
  8. Ráðstefna í Ölfusborgum 25 og 26 september 1982: Dagskrá og ályktanir vinnuhópa, handskrifuð ræða ISG um hvort kvennaframboðið eigi að bjóða fram til þings
  9. Ýmislegt úr stefnuskrárvinnu Kvennaframboðs
  10. Lög fyrir samtök um kvennaframboð (Lög Samtaka um kvennaframboð). – Stefnuskrá kvennaframboðs (drög), lögð fyrir félagsfund 6 mars 1982. – Stefnuskrá lögð fyrir félagsfund 13 mars 1982.
  11. Ráðstefna kvennaframboðsins um borgarmál, 4 sept. 1982
  12. 4 bréf frá i til félaga, 1981-1982
  13. Kosningabaráttan, 1982. Plan
  14. „Frambjóðendur í kvennaframboði. Útilega 2-3 apríl 1982
  15. Gögn frá ráðstefnu um kvennaframboð 9 janúar 1982
  16. Undirbúningshópur kvennaframboðs – nafnalisti.
  17. „Punktar. Líklegar spurningar“ (ódagsett). – Verðhugmyndir vegna kvennaframboðsblaðs, dags. 20 júlí 1981
  18. Úr bréfi Kristínar Ástgeirsdóttur 19-20 maí 1982 þar sem kvennaframboð er boðað (ISG hefur skrifað 1981, en það getur ekki verið rétt).

Askja 2:

Lesefni og glósur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur  í kúrsinum „Teoretiske og metodiske problemer i kvindehistorie“  á vormisseri 1981 (ekki verður séð af plöggum við hvaða skóla). Efst liggja tvær bækur: „... ég sé í spilunum“ áritað aftast Til Sollu, Svala Sigurleifsdóttir; „Litli dýravinurinn“, skrifað á saurblað m.a. Ingibjörg.


Fyrst birt 05.08.2020

Til baka