Skjalasöfn í stafrófsröð

Þórunn Magnúsdóttir (1920-2008). KSS 76.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 76

 • Titill:

  Þórunn Magnúsdóttir

 • Tímabil:

  1975-1999

 • Umfang:

  Þrjár öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 76. Þórunn Magnúsdóttir (1920-2009). Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Þórunn Magnúsdóttir (1920-2008), sagnfræðingur.

 • Lífshlaup og æviatriði:
  1. 12.12. 1920 í Vestmannaeyjum, d. 24.12. 2008 í Reykjavík

  Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir saumakona og Magnús Jónsson bóndi

  Giftist Birni Guðmundssyni bifreiðastjóra, slitu samvistum. Eignuðust fimm börn. Giftist Helga Jónssyni vélsmið, slitu samvistum. Eignuðust eina dóttur

  Þórunn var virk í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, íslenskum friðarhreyfingum og Samtökum um kvennalista. Hún var sagnfræðingur og eftir hana liggja bækurnar Sjókonur á Íslandi 1891-1981(1988) og Þörfin knýr. Upphaf verkakvennahreyfingar á Íslandi (1991).

  Sjá nánar Morgunblaðið 07.01. 2009, bls. 28 og 12.01. 2009, bls. 29

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum Þórunnar Magnúsdóttur.

 • Um afhendingu:

  Börn Þórunnar afhentu safninu 9. janúar 2009

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið geymir ýmis erindi er Þórunn hélt, innanlands sem utan, efni frá Norrænu kvensagnfræðingaþinginu 1985 og ýmsum erlendum sagnfræðingaþingum, efni frá Beijing-ráðstefnunni 1995, efni frá stjórnskipaðri Kvennaársnefnd og ýmis bréf tengd félags- og fræðistörfum Þórunnar.

 • Grisjun:

  Engu var eytt

 • Viðbætur:

  Ekki er kunnugt um viðbætur

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska, norðurlandamál og enska.

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti í safnmark. Hún skrifaði þessa lýsingu svo í ágúst 2012.

 • Dagsetning lýsingar:

  ágúst 2012


Skjalaskrá

Askja 1:

 1. Erindi Þórunnar:

                Sjókonur fyrr og nú

                Vindheimafólkið

                Ekkjur á agasamri öld (dags. Rvk. á þorra 1980)

                Ávarp á fundi í Flókalundi 19 júní 2000

8 mars fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur (dags. 8 mars 1995)

Alþjóðlegir sáttmálar um mannréttindi kvenna (dags. 15.3. 1995)
Handrit með nokkrum kaflaheitum, m.a. „Endurnýjun vinnuaflsins“ sem látið er standa fremst

„Hvað störfuðu dætur Brands í Roðgúl?“ (dags. 21 febr. 1975)

„Vakir þú... Vakir Þyrill einn“

Verkakvennafélög á Íslandi: Söguleg þróun. Erindi flutt á Nordisk forum 94, 3.8. 1994

De isländska arbeterskornas fackförbund (þýðing á ofannefndu)

Handrit um ýmis störf kvenna gegnum tíðina (ódagsett og ótölusett)

Erindi flutt á alþjóðlegri ráðstefnu um kvennarannsóknir í Amsterdam 1986

Handrit um rnnsókn ÞM á sjósókn íslenskra kvenna (ódagsett og ótölusett)

„Endurminningabrot um vinkonu mína“ (Guðbjörgu Guðmundsdóttur)

 1. Erindi Þórunnar:

Nám, kennsla og kennsluefni í samfélagsfræðum í íslenskum grunnskólum. Erindi flutt á ráðstefnu Kennarasambands Vesturlands (handrit án dagsetningar)

Hagsaga 222-4 (kennsluefni ÞM, fyrirlestrar)

Ýmis skrif varðandi atvinnu kvenna sem ÞM virðist hafa notað við kennslu

 1. Sjósókn sunnlenskra kvenna. Ýmsir pappírar viðkomandi því riti ÞM
 2. Tvær litlar glósubækur

 

Askja 2:

 1. Norræna kvensagnfræðingaþingið 1985, ýmsir pappírar viðkomandi því og lítið eitt frá 1983
 2. Erlend sagnfræðingaþing og ýmis samvinna
  3. Fræðistörf, erindi Þórunnar:

                Et försök til en förindustriel urbanisering

                Arbejdskvinners og arbejdsfolks foreninger i Island

                Søkvinder, registrerte i Island

                Um athugun á kennsluefni í Íslandssögu, á íslensku og dönsku

                Kvindelige fiskere ved Islands sydkyst i 1697-1980

                Kvinders status i Island

                Islandske søkvinders arbejde og kår i mellemkrigstiden og fremover

                Female seamen in Iceland

                Rannsóknarverkefnið sjókonur á Íslandi 1891-1981

 

Askja 3:

 1. Ýmislegt efni frá Beijing-ráðstefnunni 1995, en Þórunn Magnúsdóttir var þar fulltrúi.
 2. Stjórnskipuð kvennaársnefnd 1975, en Þórunn Magnúsdóttir var þar fulltrúi. Fundargerðir, bréf o.fl.
 3. Ýmislegt efni, bréf o.fl.

Fyrst birt 05.08.2020

Til baka