Skjalasöfn í stafrófsröð

Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir (1898-1984), hjúkrunarfræðingur. KSS 74.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 74

  • Titill:

    Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir

  • Tímabil:

    1896-1980

  • Umfang:

    32 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 74. Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir (1898-1984), hjúkrunarfræðingur.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    F. 8.2. 1898 á Skútustöðum, d. 7.5. 1984

    For.: Auður Gísladóttir og sr. Árni Jónsson

    Lauk prófi frá Verslunarskólanum 1916 og vann síðan á pósthúsinu í Reykjavík. Hóf nám við Bispebjerg-spítala í Kaupmannahöfn 1919 og lauk þaðan prófi 1923. Stundaði síðan hjúkrunarstörf í Reykjavík en hélt til Seattle 1925 og stundaði þar nám og störf. Þorbjörg var skipuð yfirhjúkrunarkona Vífilstaðaspítala 1929 en frá 1931 stundaði hún hjúkrun í Reykjavík og Osló til 1937 að hún hélt aftur til Seattle. Þar lauk hún magistersprófi í heilsuvernd 1945. Hún kom til Íslands 1946 og vann við kennslu og ritstörf eftir það.

    Þorbjörg er höfundur bókanna Sveitin okkar (1949), Draumur dalastúlkunnar (1950), Leynigöngin (1955), Pílagrímsför og ferðaþættir (1959), Signý (1964), Öldurót (1969). Hún ritaði einnig fjölmargar greinar um hjúkrunarmál.

    Sjá nánar Morgunblaðið 13.5. 1984, s. 41

  • Varðveislusaga:

    Í fórum fjölskyldu Þorbjargar

  • Um afhendingu:

    Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir afhenti safnið 13. apríl 2007, en Þorbjörg var móðursystir Auðar. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir afhenti bréfasafn í febrúar og mars 2016 (öskjur 23-27), en Þorbjörg var föðursystir Hólmfríðar. Í safnið voru færð handrit Þorbjargar sem verið höfðu á handritadeild Landsbókasafns.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    32 öskjur, þar af tíu með bréfum

  • Grisjun:

    Engu var eytt

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, danska og enska.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti á safnmark og skrifaði lýsingu í ágúst 2012.

  • Dagsetning lýsingar:

    ágúst 2012


Skjalaskrá

Askja 1

  • Ambáttin. Þættir úr Laxdælu - Vélrit. – „Þorbjörg Árnadóttir bjó til flutnings.“
  • Melkorka/Ambáttin. – Vélrit. Ýmis handrit
  • Moturinn. – Vélrit. - „Þorbjörg Árnadóttir bjó til flutnings.“
  • Leitin. Saga frá New York. – Vélrit.

Askja 2

  • Signý – Vélrit – Útgefið 1964
  • Öldurót – Vélrit – Útgefið 1969

Askja 3

  • Sister Theresa – Vélrit ― „Smásaga, skrifuð í deild creative writing at the University of Washington. Leikritið Hvítar rósir unnið úr henni.“
  • Hvítar rósir. Leikrit í tveim þáttum ― Vélrit. Afrit ― „Flutt í útvarpið 10 marz 1962 (nokkuð stytt). Handritið í útvarpinu.“ „Samið upp úr smásögu skrifaðri á University of Washington, creative writing, 1941, Sister Theresa.“
  • Draumur dalastúlkunnar ― Vélrit. Afrit ― Útgefið 1951
  • Pílagrímsför til Rómar og aðrir ferðaþættir ― Vélrit ― Útgefið 1959.
  • Leynigöngin ― Vélrit ― Útgefið 1966

Askja 4

  • Sveitin okkar ― Vélrit. Afrit― Útgefið 1949
  • Ljóð ― Vélrit
  • Ljósglit. Ljóð ― Vélrit
  • Draumur dalastúlkunnar. Ljóð ― Vélrit
  • Ljóð ― Vélrit
  • Þýdd eigin ljóð/eða frumort á ensku ― Vélrit
  • Þýdd ljóð

Askja 5

  • Langeldar. Ellefu svipmyndir úr sögu í ljóði og lausu máli ― Vélrit
  • Umsagnir um bækur Þorbjargar ― Vélrit
  • Berklar í eldra fólki. Rannsókn á 100 dauðsföllum úr berklum í fólki 45 ára og eldar í Seattle, Washington, 1943 ― Vélrit ― „Útdráttur úr meistararitgeð, áður prentaður í The American Journal of Nursing, maíhefti 1946
  • Föðurlaus. Smásaga ― Vélrit ― „Lesin í útvarpið 10.12. 1976“
  • Seattle – borg heimssýningar 1962 ― Vélrit ― „Flutt í ríkisútvarpið 27. mars, 1962
  • Minningargreinar, skrifaðar af Þorbjörgu Árnadóttur ― Vélrit

Um:

Jón Árnason, læknir (1888-1969)

Kristín Benediktsdóttir (1887-1962)

Kristín Ólafsdóttir (1901-1959)

Kristbjörg Þorbergsdóttir (1892-1961)

Guðbjörg Sigtryggsdóttir (1881-1959)

  • Sögur – þættir ― Vélrit

Paradísarlækurinn. „Prentað í Lesbók Mbl. 17. júní 1961.“

Birkihríslan. „Prentað í Lesbók Mbl.“

Mosi. „Prentað í Lesbók Mbl.“

Alsnjóa. „Prentað í Lesbók Mbl. 19. febr. 1958.“

Þrjár gamlar konur. „Prentað í Húsfreyjunni.“

Rúna. „Pr. Í Urd, norskt tímarit 1933? og í Sólskin, barnablað Sumargjafar.

Sunnudagsmorgunn í Paradís. „Flutt í ríkisútvarpið.“

Jakobína Johnsen 90 ára. „Húsfreyjan“ (eftir beiðni)

Föðurlaus [smásaga] – „flutt í ríkisútv., des. 1976.“

  • Svipmyndir frá New York ― Vélrit. Afrit ― Prentað í Mbl., des. 1975
  • Smásögur ― Vélrit

Ævintýri. „Upphaflega skrifað í sveitablað, líklega 12-14 ára.“

Tvær konur.

Gosbrunnar (vantar á)

  • Smásögur — Handskrift

Fröken S

Frú J.

Runa (á dönsku)

Brot

Myndir í Ásbyrgi . „Prentað í Lesbók Mbl.“

  • Haganessferðin. Eftir 8 ára stelpu — Vélrit — „Fyrsta bókin mín.“
  • Alþjóðamót hjúkrunarkvenna í Róm 1957 ― Vélrit
  • Litlu refirnir eftir Lillian Hellman ― Vélrit og afrit ― „Þýtt fyrir ríkisútvarpið, 1956.“
  • Ýmislegt:

Þankar (á dönsku og íslensku)

Í ljósaskiftunum. Skrifengillinn (leikþáttur)

Nokkur blöð með handskrift

Askja 6

  • Handrit á ensku:

Viðtal við Þorbjörgu Árnadóttur (fyrir The American Journal of Nursing?) ― Vélrit.

The Icelandic Nurse´s Association (    “    ?) ― Vélrit.

Nutrition. – Bókafregn (   “   ?) ― Vélrit.

Nutrition and Diet Therapy (   “   ?) ― Vélrit.

Swimming for life and a feather ― Vélrit.

  • Útvarpserindi:

Á ferð og flugi ― Vélrit. ― „Flutt á nýársdag 1956.“

Garður hinnar eilífu æsku ― Vélrit. Afrit ―

Störf og menntun kvenna í Bandaríkjunum ― Vélrit. Afrit ―

Heilsuvernd ― Vélrit. Afrit ― Flutt í 3 hlutum, 1947

Um skóla í Bandaríkjunum ― Vélrit. Afrit ― „Flutt 22. nóv., 1946.“

  • Útvarpserindi:

New York ― Vélrit. Afrit ― „Flutt 5. sept., 1946.“

Fótgangandi um fjöll og byggð. I. Mývantsheiði ― Vélrit. ― „Flutt 4.9. 1951.“

Fótgangandi um fjöll og byggð. II. Bárðardalur ― Vélrit ―„Flutt 12.9. 1951.“

Menntunarskilyrði kvenna ― Vélrit ― „Flutt 17. mars 1949“

Um daginn og veginn ― Vélrit ―

  • Handskrifuð handrit:

Saga heilsuverndar. Útvarpserindi, flutt 1931.

Ungbarnavernd og skólar. Útvarpserindi, flutt 1934.

Berklavarnir. Útvarpserindi, flutt 1932.

  • Ýmis greinahandrit:

Bókafregn ― Handskrift

Bókafregn ― Vélrit.

Hjúkrunarkvennanám í Bandaríkjunum ― Vélrit. Afrit

Gleðilegt nýtt ár

Hugleiðingar um heilsufar og vinnudag hjúkrunarkvennanema ― Handskrift

Slysavarnir ― Vélrit. Afrit

Ljósgeislar í þokunni ― Vélrit

Leikir og störf ― Vélrit

Heilsuvernd í sveitum ― Vélrit.

Jakobína Johnsen 70 ára ― Vélrit. Afrit

  • Handrit:
    • Barnavernd. ― Vélrit ― „Kafli úr viðtali í húsmæðraþætti ríkisútvarpsins. Elsa Guðjónsson og Þorbjörg Árnadóttir.“
    • Barnavernd. Kafli úr viðtali í húsmæðraþætti ríkisútvarpsins. Elsa Guðjónsson og Þorbjörg Árnadóttir.
    • Hjálpaðu þér sjálfur — Vélrit. Afrit
    • Merkur gestur heimsækir FÍH ― Vélrit. Afrit.
  • „Fjölskylduúrklippur úr daglöðum.“

Askja 7

Efni á ensku:

  • Mappa með námsglósum á ensku
  • Freedom by Thorbjorg Arnadottir — Vélrit
  • The National Theatre in Iceland — Vélrit. Afrit
  • Something to remember me by — Vélrit 

Ýmis handrit:

  • Swimming for life and a feather — Vélrit — „Prentað í Píl. og ferðaþættir, 1958 (á íslensku)“
  • Two hours. A ship goes down ― Vélrit
  • Life in the United States ― Vélrit
  • An unsolved mystery ― Vélrit
  • Pete’s dream ― Vélrit
  • The fairy tale of life and death ― Vélrit

Askja 8

Ritgerðir úr námi Þorbjargar í Bandaríkjunum, m.a. mastersritgerð hennar. Í ritgerðunum má finna minningar hennar og frásagnir af uppvexti.

Askja 9

Hugleiðingar, draumar og hugdettur ― Þorbjörg Árnadóttir

Askja 10

  • Gjafahlutir í Hallgrímskirkju, kvittanir fyrir minningargjöfum, fáein gögn viðvíkjandi barnavernd
  • Ýmislegt, m.a. bréfaskipti við International Who’s Who
  • Umsókn um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum
  • Námsferill, starfsferill, ritferill ― Vélrit
  • Prófskírteini o.fl. varðandi nám Þorbjargar Árnadóttur erlendis
  • Minnisblöð um handrit Þorbjargar ― Vélrit og handskrift
  • Dagskrár ríkisútvarpsins (6) þar sem Þorbjörn Árnadóttir flytur erindi
  • Jóna á Jarlsstöðum („Mjóadals-Jóna“):
  • Líkræða sr. Árna Jónssonar yfir Jónu á Jarlsstöðum — Vélrit
  • Sama — Handskrift
  • Bréf frá Baldri Jónssyni, 8. nóv. 1950, til Þorbjargar Árnadóttur vegna líkræðunnar
  • Bréf frá Páli H. Jónssyni, 2. 11. 1950, til Þorbjargar vegna líkræðunnar
  • Stakt blað með hugleiðingu Þ.Á. um Mjóadal — Handskrift — „Ritað á Akureyri, á heimleið.“
  • Tvær stílabækur 1915-1921

Askja 11

Stílabækur

Askja 12

  • Ýmislegt óskilgreint efni á ensku
  • Bréfspjöld
  • Skeyti með hamingjuóskum frá fjölskyldunni, 7.2. 1938 og 8.2. 1940
  • Símskeyti til Þorbjargar frá pabba, mömmu, systrum og Ásu, frá Hólmum, 8.2. 1916 (1914?) — „Haldi fast um hendur þínar, hamingjan með gjafir sínar.“
  • Afmæliskveðja úr Miðstræti 3, 8. febrúar 1945
  • Handskrifað: „Í minningu föður míns, Árna Jónssonar, prests að Hólmum í Reyðarfirði (1913-1916) með þökkum.“
  • Aldarminning Árna Jónssonar, prófasts, 9. júlí 1949 — 2 eintök; nöfn og heimilisföng þeirra er viðstaddir voru á Skútustöðum þennan dag — Vélrit
  • Árni Jónsson: vísur; minningargrein eftir Jóhann Kristjánsson, birt í Lögréttu 1. mars 1916 — vélrit — „Kveðjuorð. Frú Auður Gísladóttir, Hólmum, flutt 20 maí 1913,“ Guðbjörg Stefánsdóttir, Garði; ættartala; o.fl.
  • Skipunarbréf Þ.Á. sem yfirhjúkrunarkonu á Vífilsstöðum, 1928; bréf dóms- og kirkjumálaráðaneytis þar sem Þorbjörgu Árnadóttur er boðið að taka sæti í nefnd til að undirbúa Landspítalann; bréf frá stjórnarráði Íslands um dýrtíðaruppbót 1917; nafnspjald Þorbjargar yfirhjúkrunarkonu; þakkarspjald
  • Útfarasiðir og sálumessa — bæklingur
  • Boðskort frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands, 27.2. 1948, ásamt matseðli og ljóði
  • Kvittun frá Heildverslun Garðars Gíslasonar þess efnis að víxill sé að fullu endurgreiddur.
  • Samningur um flutning útvarpsefnis, 1934 og 1935; boð á fyrstu tónleika Útvarpshljómsveitarinnar, 3. nóv. 1957

Askja 13

Efst liggur stílabók með lás

  • Bæklingar úr ferðalögum
  • Ýmislegt viðvíkjandi hjúkrunarnámi í Danmörku. Efst er eiðstafur danskra hjúkrunarkvenna
  • Ýmislegt óskilgreint efni
  • Umsagnir úr bréfum um bók Þorbjargar Sveitin okkar — Vélrit. Afrit
  • Bréf frá Lestrarfélagi Mývetninga, sennilega 1949
  • Bréf frá bókasafni Íslendinga í Kaupmannahöfn, 1972
  • Bréf frá Landsbókasafni Íslands um væntanlega sýningu á handritum rithöfunda, 1970
  • Bréf frá Kristilegu félagi hjúkrunarkvenna, 1957
  • Bréf, Prentverk Odds Björnssonar, 1952 og 1958; svar Þorbjargar, 1958 (afrit)
  • Bréf, The Icelandic Steamship Co. (Eimskipafélag Íslands), 1945. Efni: boð í minningarathöfn um Dettifoss er var sökkt á leið frá N.T. til Reykjavíkur
  • Bréf viðvíkjandi ritstörfum

Askja 14

Bréf:

  • Lárus Sigurbjörnsson, jólakort, jólin 1971
  • Lára Árnadóttir, Orchard Grove, 1967
  • Kristbjörg Þorbergsdóttir, (21) Landspítalanum 1937-1945, 6 án ártals
  • Jón Árnason, Seattle, 1951
  • Jón Auðuns, sr. , dómprófastur, Reykjavík, 1970
  • Jóhannes Sigfinnsson, Grímsstöðum, 1957
  • Jóhannes Gunnarsson, biskup, Landakoti, 1960
  • Hólmfríður Jónsdóttir, jólakort, jólin 1962
  • Hjálmar Jónsson Skúta, Ljótsstöðum, 1947
  • Helgi Valtýsson, Akranesi, 1951, 1968 og 1970
  • Helga Hjálmarsdóttir, Vagnbrekku, 1970
  • Helga Baldvinsdóttir (Undína), Washington, 1940
  • Haukur Gíslason, (7 bréf), Hellerup, 1940-1949
  • Halldóra Stefánsdóttir, (5), Ytri-Neslöndum, 1952, 1953, 1956, 1958 og 1960
  • Halldóra [Bjarnadóttir], Blönduósi, 1965 (skv. póststimpli)
  • Guðrún Þorsteinsdóttir, Hveragerði, 1956
  • Guðrún Kristjánsdóttir, Lundarbrekku, 1953
  • Guðrún Friðfinnsdóttir, (8 bréf og 1 kort), Litluströnd, 1946-1964
  • Guðrún Erlings, Reykjavík, 3 kort
  • Guðrún Benediktsdóttir, Svartárkoti, 1952
  • Guðmundur Ólafsson, Laugarvatni, 1949
  • Guðmundur  V. Hjálmarsson, (5 bréf) Portland, 1945-1946
  • Gunnar Árnason, Æstustöðum, 1949 (2), 1950, 1952 og 1957
  • Gísli Árnaon, Helluvaði, 1942 og 1951 og slitur
  • Garðar Gíslason, New York, 1946 og 1952 og bréfspjald
  • Emil Tómasson, Brúarási, Fossvogi, 1952
  • Elsa Guðjónsson, Lyngby, 1950 (2), bréfspjald ódagsett, lítið spjald 1950
  • Einar Jónsson, Hnitbjörgum, 2 spjöld, 1945 og 1946
  • Einar Þ. Guðjohnsen, ritstjóri Vestra, Seattle, 1952
  • Dýrleif Árnadóttir (Dylla), (16 bréf), Reykjavík, 1937-1946, jólakort 1944 og skeyti
  • Björg Stefánsdóttir, Ytri-Neslöndum, 1952 og 1969
  • Bára Sigfúsdóttir, Bjargi, 1971
  • Baldur Jónsson, Lundarbrekku, 1953
  • Ásrún Arnþórsdóttir, Vestmannaeyjum, jólakort 1949
  • Ásrún Árnadóttir, (15 bréf) Kálfaströnd, 1948-1968, 1 ódagsettur miði
  • Áslaug Benediktsdóttir, Reykjavík, 1939 (2), 1940 og 1945
  • Árný Filippusdóttir,  Hverabökkum, 1945,  ódagsettur bréfmiði og  jólakort með mynd af Hverabökkum
  • Arnþór Árnason, Hásteinsveg 34, 1963 — (gagnmerk hugleiðing um gildi sendibréfa. A.S.)

Askja 15

Bréf:

  • Stína, Akureyri, 1949
  • Stína, Reykjavík, 1939
  • Sína, New York, (8 bréf), 1945 (2) og 6 ódagsett bréf, 1 miði – sjá einnig Steingrím Arason
  • Sigga, Helluvaði, 1949
  • Selma, New York, 2 ódagsett
  • Ranka Björnsson og Anna Laxdal, (4), 1958-1960
  • Jónína, Reykjavík 1944
  • Guðbjörg, Garði 1937
  • Gústa, Reykjavík , 1943, 1944 og 1945, 1 bréfspjald
  • Gústa, Washington 1949 og Maryland 1966
  • Góa, lítill, ódagsettur miði
  • Fríða, Geiteyjarströnd, 1948 og 1949
  • Dúlla , Reykjavík 1944 —ritað á bréfhaus „Ungmennaeftirlits lögreglunnar í Reykjavík“ og lýsir miklum áhyggjum af ástandinu
  • Dadda, Akureyri, 1949 ― m.a. minnst á lömunarveikina
  • Bjössi (gamall frændi), Hólsseli 1949
  • Ása, lítið ódagsett kort
  • Arnheiður og Jónína (skólasystur úr Verslunarskólanum), Reykjavík 1941
  • Þura frá Garði, Grænavatni 1939, Garði 1940, Akureyri 1949 og 1961, 1 jólakort
  • Þórólfur Jónsson, Stórutungu 1967
  • Þórhildur Benediktsdóttir, Grænavatni 1972
  • Þóra Árnadóttir (systir), Reykjavík 1937 og Kaupmannahöfn 1952
  • Þór Vilhjálmsson, Reykjavík 1942, 1 bréfspjald
  • Þorbjörg Skúladóttir, Danmörku 1956
  • Vilhjálmur Sigurðsson, Akureyri 1951
  • Vilhjálmur Stefánsson, New York 1936
  • Vilhjálmur Finsen, Hamburg 1954
  • Vigdís Gústafsdóttir, Bjarnarstöðum, Bárðardal 1954
  • Valdimar Halldórsson, Kálfaströnd (7 bréf), 1959-1966, jólakort 1958 og 1964
  • Valgerður Sigurgeirsdóttir, Laugarnesspítala 1939 ― Einnig fylgir úrklippa úr Mbl. með ljóðinu „Vala“ merkt stöfunum G.A. þar sem hún er sögð vera frá Vindbelg í Nývatnssveit og hafa dáið úr holdsveiki vorið 1942
  • Steingrímur Arason, New York, 2 bréf 1949 (sjá einnig Sína, New York)
  • Stefán Einarsson, Baltimore 1952
  • Snæbjörn Jónsson, Portchester 1967 og 1970
  • Sigurveig Sigtryggsdóttir, Syðri-Neslöndum 1954
  • Sigrún Höskuldsdóttir, Hólum, Hjaltadal 1951
  • Sigríður Jóhannesdóttir í Ási (10 bréf), 1949-1965, 1 ódagsett,  1 jólakort 1956, póstkort 1958
  • Richard Beck, North Dakota (19 bréf) 1949-1972, 3 jólakort
  • Pálína Jónsdóttir, Bólstað 1952 og 1953
  • Páll H. Jónsson, Stóruvöllum 1951
  • Sr. Ólafur Skúlason, Reykjavík 1970
  • Matthildur Jónsdóttir, Vindbelg 1953, 1954, 1955 (2) og 1957
  • Matthildur Halldórsdóttir, Seltjarnarnesi 1973

Askja 16

Bréf á erlendum tungumálum:

  • Sophia Kyle
  • Lois Crisler
  • George and Gladys Savage
  • Til George Savage frá Þorbjörgu (afrit)
  • Anna (Mrs. K. S. Thordarson)
  • Ruth Hellerup (dóttir Hauks Gíslasonar)
  • Paula, Haderslev
  • Olaug, Telemark
  • Annie M. Ryan, Seattle
  • Charlotte Münck, Kaupmannahöfn
  • Inga og Halvdan Skonseng, Seattle
  • Rannveig og Gunnar Sverdrup Petersen, Noregi
  • Sina; Katherine Densford
  • Anna Willis; Inga; Kristi; Swain; Univ. of Washington
  • Butha; Betty G. Elmore; Elisabetj Rouffiac; E. Engberg; A. Gagosian; Louise E. Brown; Paula Krüger; Edith; E. Heaton, Hilda Wiggins

Askja 17

Bréf Þorbjargar Árnadóttur til Auðar Gísladóttur:

  • 7 bréf og bréf sem vantar inngang, skrifuð í Danmörku 1919-1930
  • 16 bréf, skrifuð í Bandaríkjunum 1939-1942, sum í umslögum merktum ritskoðara
  • 21 bréf, skrifuð í Bandaríkjunum 1943-1946, sum í umslögum merktum ritskoðara
  • 1 bréf með nýárskveðju, ódagsett
  • Frá Þorbjörgu Árnadóttur til „Elsku systur“, Oslo, 1933
  • Frá Árna Jónssyni til Auðar Gísladóttur, 1896
  • Til Auðar Gísladóttur frá Rúrí, Seattle, 1939
  • Póstkort frá Þorbjörgu
    • Til Auðar Gísladóttir, frá Kaupmannahöfn 14.9.1921
    • Til Auðar Gísladóttur, frá Kaupmannahöfn 2.09.1921
    • Til Auðar og Árna [staðsetning og dagsetning óvís]
    • Til Auðar Gísladóttur, frá Bandaríkjunum 14.09.1941
    • Til Auðar Gísladóttur, frá Bandaríkjunum 2.11.1937
  • Póstkort til Þorbjargar
    • Frá Þóru, 14. 12. 18
    • Frá Dýrleifu, Kaupmannahöfn 12.12.18
  • Auð póstkort

Askja 18

  • Ólöf Árnadóttir (Olla) (12) 1938-
  • Hákon Guðmundsson (17) 1938-1946
  • Inga Huld Hákonardóttir (10) 1943-1960
  • Auður Hildur Hákonardóttir (ca. 35) 1945-1961

Askja 19

Bréf Auðar Gísladóttur til Þorbjargar Árnadóttur (ca 92):

  • 1934-1939
  • 1940-1946

Askja 20

  • Inga Árnadóttir, 24 bréf, Reykjavík 1937-1940
  • Inga Árnadóttir, 14 bréf, Reykjavík 1941-1943
  • Inga Árnadóttir, 15 bréf, Reykjavík 1944-1945
  • Inga Árnadóttir, 6 bréf, 1946 (3), 1957 2), 1961 (1)
  • Vilhjálmur Þ. Gíslason, 13 bréf, 1937-1946, en mörg ódagsett
  • Auður Eir, Þórður Örn, Dalla, Yrsa, Elín Þöll, Þjóðhildur
  • Krummi,  New York 1949, Reykjavík 1939, teikning 1938

Askja 21

  • Helgi Jónsson, Grænavatni, 1939, handskrifað og vélrit af því sama. Segir af föðurfólki Þorbjargar.
  • Jónas Helgason, 22 bréf, Grænavatni, 1942-1971; m.a. um sr. Jón Helgason, 1964; breytingar á félagslífi í kjölfar bíla og síma og greinargóðar fréttir af gömlum nágrönnum Þ.Á., 1942
  • Hólmfríður Þórðardóttir, 19 bréf, Grænavatni, 1939-1973

Askja 22

  • Jakobína Johnson, 13 bréf, Seattle, 1944-1949
  • Jakobína Johnson, 19 bréf, 1950-1954
  • Jakobína Johnson, 15 bréf, 1955-1966

Bréfasafn frá Hólmfríði Gunnarsdóttur, afhent KSS í febrúar og mars 2016:
Askja 23

Til Þorbjargar, frá:

  • Björg Stefánsdóttir, 1 bréf, Ytri-Neslöndum,1966
  • Jana frænku, 1 bréf, Kristneshæli, 1966
  • Fríða, 1 bréf, Grænavatni, 1967
  • Dee (Dýrleif Nana Jónsdóttir), 1 bréf New York, 1953
  • Laufey, 1 bréf, Seattle, 1943
  • Rúrý, 5 bréf, Seattle, 1937-1955
  • Bergljót, Olivia og Joan, 4 bréf, 1969-1973
  • Jónas Helgason, 7 bréf, Grænavatni, 1966-1967
  • Hólmfríður Gunnarsdóttir, 1 bréf, Solna, 1966
  • Gunnar Árnason (bróðir), 5 bréf frá Holtastöðum, 1926-1927, 49 bréf frá Æsustöðum, 1936-1950

Askja 24
Til Þorbjargar, frá Jóni Árnasyni, Seattle. Fjöldi bréfa 1932-1968

Askja 25
Til Hauks Gíslasonar, frá:

  • Þorbjörg Olgeirsdóttir (f. 12. júlí 1842, d. 5. febr. 1923), fjöldi bréfa (sirka 40), Skútustöðum og Reykjavík, 1911-1923
  • Auður Gísladóttur og Árni, 27 bréf, Skútustöðum, Hólmum og Reykjavík, 1912-1932
  • Páll Bergsson, 1 bréf, Hrísey, 1916;
  • Gunnar Gunnarsson, 1 bréf, Grantofte, 1921;
  • Thora Gravesen, 1 bréf, Kbhn. 1928; Jón Helgason, 1 bréf, Reykjavík, 1929;
  • F. Hallgrímsson, 1 bréf, Reykjavík, 1929;
  • Anna Brauner, 1 bréf, 1928;
  • Ófeigur Vigfússon, 1 bréf Fellsmúla, 1929;
  • Carl Kragh, 1 bréf, Kbhn, 1931;
  • Anna, 2 bréf, Akureyri og Hálsi, 1924 og 1926

Askja 26

  • Til Auðar Gísladóttur frá Hauki Gíslasyni og fjölskyldu, Kaupmannahöfn og Hellerup, 1916-1950 (ca 19)
  • Til Auðar Gísladóttur frá Ingólfi Gíslasyni og fjölskyldu, 1917-1955 (ca 10)
  • Til Hauks Gíslasonar frá Ingólfi Gíslasyni, 10 bréf, Vopnafirði og Borgarnesi, 1912-1926 (ca 10)
  • (Neðst liggur fjöldi korta, flest óskrifuð)

Askja 27
Til Auðar Gísladóttur frá Ásmundi Gíslasyni, fjöldi bréfa, 1907-1935

Ljósmyndir og fleira– skráðar 2017, komu með afhendingu 2007

askja 28. Svört bók með ljósmyndum [stafræn]

askja 29. Ljósmyndir og filmur í litlum umslögum – ein nóta fyrir framköllun

askja 30. Bók með prófílmyndum af fólki, póstkort og ljósmyndir í umslögum

askja 31. Glósur úr hjúkrunarfræðinámi, lítil minnisbók, ljósmyndir og póstkort. Ljósmyndir, stórar: Verslunarskólinn, árgangur 1915-1916, Þorbjörg Árnadóttir stór portrettmynd, skóli í Danmörku árgangur 1923.

askja 32. Úrklippubók [stafræn]


Fyrst birt 05.08.2020

Til baka