Skjalasöfn í stafrófsröð

Delta Kappa Gamma (st. 1975). KSS 68.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 68

 • Titill:

  Delta Kappa Gamma

 • Tímabil:

  1975-2009

 • Umfang:

  12 öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 68. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Delta Kappa Gamma, Alfa-deild

 • Lífshlaup og æviatriði:

  The Delta Kappa Gamma Society International eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum sem voru stofnuð af 12 konum í Austin í Texas 1929. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Austin og þar er heimasíðu Delta Kappa Gamma Society International ritstýrt. Alþjóðasamtökin hafa nú landsdeildir í mörgum þjóðlöndum auk Bandaríkjanna.

  Íslenska landsdeildin var stofnuð 7. nóvember árið 1975 með Alfa - deild í Reykjavík en landssambandið var stofnað 28. mars 1977. Íslenska landssambandið tilheyrir Evrópusvæði sem stofnað var 1998. Á Íslandi eru starfandi tólf deildir með u.þ.b. 317 félagskonum. Fimm eru á höfuðborgarsvæðinu og ein í hverjum landshluta nema á Norðurlandi þar sem þær eru tvær. Deildirnar starfa sjálfstætt og halda a.m.k. fjóra fundi á ári. Deildirnar mynda landssamband og er haldið landssambandsþing annað hvert ár á oddatölu og skiptast deildir á að halda þingið ásamt landssambandsstjórn. Nýjar deildir eru stofnaðar við hátíðlega athöfn og einnig eru nýir félagar teknir inn í starfandi deildir með viðhöfn. Konum er boðin þátttaka í Delta Kappa Gamma samtökunum. Þær sem ganga í samtökin hljóta full réttindi sem félagar í deild, landssambandi og alþjóðasamtökunum.

  Hver deild starfar sjálfstætt og velur sér verkefni eftir áhuga og þörfum félaga í deildinni. Öll tengjast störfin markmiðum alþjóðasamtakanna.

 • Varðveislusaga:

  Gögnin voru í fórum félagskvenna

 • Um afhendingu:
  • Fyrstu gögnin voru afhent Kvennasögusafni 6. júní 1997 með nokkurri viðhöfn. sbr. bréf í öskju 11. Sigrún Klara Hannesdóttir, forseti Delta Kappa Gamma á Íslandi afhenti ásamt öðrum stjórnarkonum. Gögnin voru: Fundagerðabók landssambands 1977-1983, fundagerðabók landssambands 1985-1991 og fundagerðabók landssambands 1991-1995, skjöl forseta landsambands 1975-1995 og fréttabréf 1-24 (1975-1996). Safnið var þá sett í öskjur.
  • Þann 17. okt. 2002 færði Margrét Harðardóttir safninu skjöl félagsins vegna áranna 1996-1999 og voru þau gögn sameinuð þeim sem fyrir voru.
  • Þann 27. mars 2007 færði Sigrún Klara Hannesdóttir safninu skjöl vegna áranna 2000 og 2001.
  • Þann 14. mars 2012 barst safninu enn viðbót.  

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið inniheldur ýmis gögn Delta Kappa Gamma: bréfasafn, erlend samskipti, fundagerðabækur og landsfundagögn.

 • Grisjun:

  Engu var eytt

 • Viðbætur:

  Von er á viðbótum

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Safnið er opið

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 69. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.

  KSS 84. Gammadeild Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í júlí.

 • Dagsetning lýsingar:

  18. júlí 2012


Skjalaskrá

A – Fundagerðabækur (öskjur 1-2)

B -  Bréf (öskjur 3-8)

B1 Bréf, send  (erlendis)

B2 Bréf, móttekin  (erlend)

B3 Bréf  ( innlend)

C -  Landsfundir og þing (öskjur 9-11)

D  - Annað efni (askja 12)

A - Fundargerðarbækur

Askja 1

 • Gerðabók stjórnarfunda Alfa-deildar 1975-1982
 • Fundargerðabók Alfa-deildar 1983-1989
 • Fundargerðabók Alfa-deildar 1989-1996

 

Askja 2

 • Fundargerðir landssambandsstjórnar og landsfunda 1977-1983
 • Fundargerðir landssambandsstjórnar og landsfunda 1985-1991
 • Fundargerðir landssambandsstjórnar, landssambandsþinga og framkvæmdaráðs 1991-1995

 

B Bréf

Askja 3

Bréf inn (erlend)

 • 1975-1988

 

Askja 4

Bréf inn (erlend):

 • 1989-1996

 

Askja 5

Bréf inn (erlend):

 • 1997-1999

 

Askja 6

Bréf inn (erlend):

 • 2000-2001

Askja 7

Bréf út (erlend):

 • 1977-1999

 

Askja 8

Bréf innlend


C -  Landsfundir og þing

Askja 9

 • Landsfundur 1978
 • Landssambandsþing 1979
 • Aðalfundur landssambands 1981
 • Landsfundur 1987
 • Vorstefna að Hallormsstað 1990
 • Landssambandsþing 1991
 • Landssambandsþing 1993
 • Landssambandsþing 1995
 • Vorblót/vorþing 1996
 • Landssambandsþing 1997
 • Vorþing 1998
 • Landssambandsþing 1999
 • Landssambandsþing 2001

 

Askja 10

Stjórn landssambandsins og framkvæmdaráð-fundargerðir:

 • 1989-2001

 

Askja 11

 • Afhendingarbréf til Kvennasögusafns Íslands
 • Ársskýrslur 1980, 1982, 1983, 1984 og 1986
 • Ársskýrslur 1990, 1991 og 1992
 • Ársskýrslur 1993 og 1994
 • Ársskýrslur 1996 og 1997
 • Ársskýrsla 1998
 • Fréttabréf 1-24 (1979-1995)
 • Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára (bæklingur, útg. 1997)

 

D  - Annað efni

Askja 12

Ýmislegt:

 • Heimsókn frá Illinois 1988
 • Evrópusamstarf 1993-1995
 • International speaker, umsókn 1996
 • Alþjóðaþing 1996
 • Gögn varðandi Alþjóðasamtökin 1981-1993
 • Framkvæmdaáætlun 1995-1997
 • Ýmis gögn frá 1990
 • Athugasemdir við frv. til laga um fullorðinsfræðslu 1976
 • Starfshópur um grunn- og framhaldsskóla 1981
 • Athugasemdir við framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytis 1991
 • Efni sent í fréttabréfið 1993
 • Efni sent í haustblað 1994
 • Í minnisbók Bókrúnar 1993
 • Alfadeild 1982-1984
 • Stofnun Þeta-deildar 1998
 • Undirbúningur Eta-deildar 1997
 • Inntökuathöfn nýrra félaga. Um samtökin (frá 1996). Skírteini
 • Ýmsar nafnaskrár og félagatöl
 • Nafnalisti sendur til Texas (1995-1997?)
 • Söngur Delta Kappa Gamma, lag og ljóð Ingibjargar Þorbergs
 • Merki samtakanna (ljósrit). Gríska stafrófið og framburður þess á ensku
 • Nokkrar ódagsettar tilkynningar og eitt póstkort
 • Útfarardagskrár Helgu Kristínar Möller og Helgu Gunnarsdóttur

Fyrst birt 05.08.2020

Til baka