Skjalasöfn félaga og samtaka

Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar (st. 1975). KSS 64.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 64

  • Titill:

    Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegra fóstureyðinga.

  • Tímabil:

    1974-

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 64. Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar. Einkaskjalasafn.

    (Lbs.-Hbs. Kvss.) KSS 64. Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegra fóstureyðinga (st. 1975)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Samtökin voru stofnuð í kjölfar þess að ríkisstjórn lagði fram frv. til laga um fóstureyðingar í des. 1974 þar sem ekki var ákvæði um heimild til fóstureyðingar að ósk konu. Fylgismenn þess málstaðar gengust fyrir stofnun hinna þverpólitísku samtaka sem hér eru nefnd. Stofnfundur var haldinn á Hótel Sögu 24. mars 1975 og voru stofnfélagar 329. Samtökin hafa ekki verið lögð formlega niður.

    Heimildir: Olga Guðrún Árnadóttir (ritstj.)(2011): Á rauðum sokkum. Og Þjóðviljinn 26. mars 1975, bls. 7.

  • Varðveislusaga:

    Gögnin voru í fórum Álfheiðar Ingadóttur (f. 1951).

  • Um afhendingu:

    Álfheiður Ingadóttir afhenti Kvennasögusafni Íslands gögnin 30. júní 2011

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið inniheldur stóra bók er geymir nöfn stofnfélaga, blaðaúrklippur, fréttatilkynningar, greinar og ljósrit af greinum.

  • Grisjun:

    Engu var eytt

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er ótakmarkaður

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

    KSS 2019/14. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði og skrifaði lýsingu í nóvember 2011.

  • Dagsetning lýsingar:

    30. nóvember 2011


Skjalaskrá

Askja 1

- Forvitin rauð, janúar 1974

- Alþingistíðindi, 8. hefti 1974-75, umræður 27.-30. janúar

- Bréfsefni og merkt umslög samtakanna

- Bók er geymir nöfn stofnfélaga

-Ýmislegt viðvíkjandi stofnfundinum

- Fréttatilkynning um stofnfund

- Erindi Álfheiðar Ingadóttur í útvarp (þátturinn „Um daginn og veginn)

- Álfheiður Ingadóttir: Um hvað snýst málið? (handrit)

- Ræða flutt á stofnfundinum (Álfheiður Ingadóttir)

- Ræða um málið (etv erindi í útvarp). Óþekktur

- Blaðaúrklippur

- Athugasemdir Baráttusamtakanna

- Bréf til þingmanna (teikning og skrif aftaná)

- Tillaga til ályktunar frá stjórn Stúdentaráðs H.Í.

- Bréf til formanns heilbrigðis- og trygginganefndar n.d. Alþingis, 2. apríl 1975

- Bréf frá nefnd er endurskoðaði lög um fóstureyðingar, 30 jan. 1974

- Yfirlýsing kvenna sem hafa gengist undir fóstureyðingu, óundirritað


Fyrst birt 05.08.2020

Til baka