Skjalasöfn í stafrófsröð

Katrín Gísladóttir (1903–1997). KSS 61.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 61

 • Titill:

  Katrín Gísladóttir

 • Tímabil:

  Óvíst

 • Umfang:

  Fimm öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 61. Katrín Gísladóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Katrín Gísladóttir (1903–1997) vinnukona

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd að Heiðarbæ í Þingvallasveit 2. apríl 1903, dáin í Reykjavík 5 sept. 1997.
  For.: Guðríður Jóhannsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi og Gísli Guðmundsson frá Saurbæ í Ölfusi.
       Hóf hjúkrunarnám við Landspítalann 1930 og lauk prófi 1933, stundaði að því loknu nám í Finnlandi í 6 mánuði. Starfaði síðan á Vífilsstöðum í tíu ár og eftir það á skurðstofu Landspítalans, lengst sem yfirhjúkrunarkona, til ársins 1982.
       Var áður vinnukona í norska sendiráðinu í Reykjavík og í Noregi og Þýskalandi hjá norsku söngkonunni Ericu Darboe.

       Giftist ekki. Bjó lengi með Vilborgu (Minnie) Ólafsdóttur (1917-1978) að Blómvallagötu 13 í Reykjavík.

       Heimildir: Morgunblaðið, 12 sept. 1997, s. 39. Púlsinn, október 1994, s. 7-8.

 • Varðveislusaga:

  Gögnin komu úr dánarbúi Katrínar að Blómvallagötu 13 í Reykjavík.

 • Um afhendingu:

  Gögnin bárust um hendur Hrefnu Clausen 12 ágúst 2014  (Katrín var afasystir Hrefnu

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið hefur að geyma fimm öskjur og innihalda þær bréf til Katrínar, minnisbækur og vasabækur ásamt kortum af ýmsu tagi

 • Grisjun:

  Nokkuð var grisjað af póstkortum og jólakortum

 • Viðbætur:

  Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd.

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í október 2014. Emma Björk Hjálmarsdóttir hreinsaði hefti, slétti úr skjölum og bætti við upplýsingum í ágúst 2020.

 • Dagsetning lýsingar:

  október 2014


Skjalaskrá

Askja 1:

Bréf til Katrínar. Bréfritarar:

 • Dísa (Herdís Matthewman), Derby, Englandi (1987, 1991, 1992, 1982-1993)
 • Erla Þorsteinsdóttir frá Lambavatni (1993)
 • Inga og Sven Larsen, Billings, Montana (19987, 1993)
 • Marit Teisen, Damörk (1986, 1989)
 • Margot Frost, Breslau (1930, 1931)
 • Robert Traustason (Tobbi), Tokyo (1995)
 • Ruth og Finn Teisen, Danmörk (1983, 1984)
 • Minnie (Vilborg Ólafsdóttir) (1956)
 • Þóra, Osló (1958)
 • Ýmsir

Askja 2:

 • Örk nr.1: Um Katrínu (m.a. ljósrit af minningargreinum).
  • Útfararskrá.
  • Viðtal við Katrínu í Púlsinum, 1994.
  • Afrit af viðtalinu sem birtist í Púlsinum.
  • Ljósrit af minningargreinum.
  • 19. júní frá 1956. Viðtal við Katrínu á bls. 3.
  • Símskeyti frá Ölmu og Hjalta Þórarinsson. 1968.
  • Símskeyti frá Kristíni Bogadóttir, 1968.
  • Símskeyti frá Ella, 1968.
  •  Tvær svarthvítar ljósmyndir.
  • Farþegalisti í Miðevrópuferð 21. ágúst, vantar ártal.
  • Farþegalisti yfir Páskaferð, 4. apríl 1968.
  • Farþegalisti yfir Þýskalandsferð, 21. ágúst 1985.
  • Minnispunktar.
  • Úrklippa, minningarorð um Vilborgu Ólafsd.
 • Örk nr. 2: Símskeyti á 60 ára afmæli Minniar (Vilborg Ólafsdóttur)
 • Örk nr. 3: Símskeyti á 80 ára afmæli Katrínar Gísladóttur
  • Græn blómamappa: Bréf til Þóru, sent 22. ágúst, 1980.
  • Bréf til Ingu, sent 7. maí 1978.
  • Bréf til Marit, sent 10. desember. Vantar ártal.
  • Kort sent í tilefni 93. ára afmælis Katrínar[?].
 • Örk nr. 4, Bréf til Hrefnu Gunnarsdóttur:
  • Bréf frá Gunnari Þorsteinssyni, 31. október 1990. Fylgir með umslag með bogfimi-frímerki.
  • Ljósmynd af barni í umslagi.
  • Kort til Þorsteins Þorsteinssonar, með fylgir ljósmynd.
 • Örk nr. 5, Halldóra Sigríður Árnadóttir (1909-1993), æviágrip.
 • Örk nr. 6, Bréf til Minnie Ólafsdóttur:
  • Umslag með fjórum ljósmyndum og bréfi. Stílað á Minnie Ólafsdóttir, frá 17. janúar 1975.
  • Sendandi Marit Björnstad.
  • Fermingarvottorð frá árinu 1931, Vilborg Ólafsdóttir.
  • Bréf frá Marit Björnstad, 30. nóvember 1976. Í umslaginu fylgdi servíetta merkt
  • Elverdamskroen
 • Örk nr. 7, Gögn varðandi sumarhús hjúkrunarkvenna (m.a. afrit af bréfi til sakadómarans í Reykjavík 1940). Kvittanir, nótur, rafmagnsreikningar og fleira.

 

Askja 3:

 • Sænsk stílabók, merkt Minnie Ólafs (aðeins nokkrar pennateikningar)
 • „Píslarþankar hljóðandi um þá ena fyrri og síðari herleiðingu ens eðla dánumanns Ólafs Friðrikssonar“ diktaðir af Jónatan Pálssyni, revisor m.m. Frá árinu 1912.
 • Nýja testamentið og sálmarnir, áritað til Vilborgar Ólafsdóttur frá fermingarföður
 • Lítil minnisbók með dagatali o.fl. frá Sjálfstæðisflokknum, 1946
 • Skólaminningabók merkt Minnie Ólafsdóttur, frá Reykholti 1932-33.
 • Gestabók (1974-1987)
 • Skilti með nafni Katrínar Gíslad. og Minnie Ólafsd.
 • Vegabréf Katrínar Gíslad. frá árinu 1946.
 • Gestabók úr eftirkaffi eftir útför Katrínar Gísladóttur á Hótel Sögu, 12 sept. 1997.

Askja 4: Minnisbækur, vasabækur

 • Lítil minnisbók með almanaki, frá árinu 1978.
 • Minnisblokk.
 • Adressubók.
 • Dagbók með almanaki frá árinu 1969, Happdrætti Háskóla Íslands.
 • Minnisbók frá árinu 1967.
 • Lítil minnisblokk merkt Katríni Gíslad.
 • Lítil minnisblokk, köflótt mynstur frá árinu 1973.
 • Minnisbókin frá árinu 1988.
 • Minnisbókin frá árinu 1973.
 • Stór línurituð skrifblokk.
 • Eitt stakt ómerkt umslag.
 • Dagbók ársins 1960.
 • Vasadagbók frá árinu 1984 merkt Verzlunarfélagi Reykjavíkur.
 • Lítil vasabók, 1975.
 • Minnisbókin, 1976.
 •  Vasabók, 1978.
 • Vasabók með íslenzk ensku orðasafni frá árinu 1977.
 • Vasadagbók frá árinu 1962.
 • Vasabók frá árinu 1980.
 • Vasadagbók frá árinu 1974.
 • Vasabók með almanaki frá 1940.    

 

Askja 5: Kort; póstkort og jólakort. Grisjað

 • Jólakort frá 1964, 1967, 1968,  1975, 1976, 1977, 1981, 1991, 1992, 1993.
 • Póstkort frá 1973, 1977, 1978,  1981, 1982, 1983, 1987, 1996, 1991, 1992 og mörg ódagsett.
 • Þakkarkort frá fjölmörgum brúðhjónum.
 • Þakkarkort frá aðstandendum.
 •  Í sér örk: ýmsar úrklippur úr dagblöðum.

 


Fyrst birt 04.08.2020

Til baka