Skjalasöfn í stafrófsröð

Sigríður Thorlacius (1911–2009). KSS 60.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 60

 • Titill:

  Sigríður Thorlacius

 • Tímabil:

  Óvíst

 • Umfang:

  Fjórar öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 60. Sigríður Thorlacius. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Sigríður Thorlacius (1911–2009)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Sigríður var dóttir Stefáns Kristinssonar, prests, og konu hans Sólveigar Pétursdóttur Eggerz. Eiginmaður hennar var Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri. Barnlaus.

  Sigríður var mjög virk innan Kvenfélagasambands Íslands og var formaður þess um tíma. Einnig var hún formaður Norræna Húsmæðrasambandsins um tíma og hún ritstýrði Húsfreyjunni. Hún var mikilvirkur þýðandi og ritaði greinar og blöð og tímarit.

  Sjá nánari upplýsingar í öskju 1.

 • Um afhendingu:

  Stefanía María Pétursdóttir afhenti gögnin 24. mars 2003.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Fjórar öskjur

 • Grisjun:

  Engu var eytt

 • Viðbætur:

  Ekki er kunnugt um viðbætur

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd.

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju, skráði og setti í safnmark. Hún skrifaði lýsandi samantekt í ágúst 2012.

 • Dagsetning lýsingar:

  ágúst 2012


Skjalaskrá

Askja 1:

Stutt æviágrip Sigríðar Thorlacius og manns hennar, Birgis Thorlacius

Bréf úr bréfaskóla Kvenfélagasambands Íslands:  „Siðvenjur og háttprýði“, 1.-6. bréf;  „Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi“, 1.-4. bréf

 • Bréfaskólinn, Reykjavík 1980. Námsefni í möppu: „Námstækni“og „Norrænt námsefni“ ásamt

   póstkortum sem fylgdu því síðarnefnda

 • Nemendalistar, námsumsagnir
 • Nokkur bréf og fundargerðir vegna Bréfaskólans

 

Askja 2:

 • Stofnun Styrktarfélags vangefinna
 • Nokkur ljósrit af bréfum til nefndar um alþjóðaár barna
 • Félagsmálanámskeið, Kvenfélag Kópavogs

 

Askja 3:

 • Starfshópur um heimilisfræði, bréf frá menntamálaráðuneyti, 1980
 • Beretninger om arbejdet årene 1968 og 1969
 • Skýrslur og gögn vegna 24. landsþings K.Í. 1981
 • Uppruni kvenfélaga og stofnun K.Í. – söguágrip e. S.Th.
 • Tvö bréf: frá Unni og Jóni Kr. Kristjánssyni
 • Minningarorð: frú Anna Klemensdóttir, Laufási, María Markan Östlund, Helga Jónína Magnúsdóttir,

  Ingibjörg Eggertsdóttir á Ríp

 • Húsfreyjan, efni sent Sigríði sem ritstjóra Húsfreyjunnar:

   Ketill Þórisson: Hún gaf mér meira en allir hinir

   Brynhildur Bjarnadóttir: Tvö ljóð

   Carla Hansen Eik: To kvinneskjebner i islandsk og norsk litteratur

   Hólmfríður Danielson, Kanada: Ljóð

   Bréf til frú Maríu Jóhannsdóttur, Syðra-Álandi, Svalbarðshreppi

 • Húsmæðrafélag Reykjavíkur (1908-1919); ljósrit af:

    Fundabók 1915-1919, meðlimir 1915, Lög fyrir Húsmæðrafélag Reykjavíkur (frumritið í Borgarskjalasafni)

 • Greinar og erindi eftir Sigríði Thorlacius:

      „Själen hans Jon min“ – samantekt til upplesturs

      Norður Sprengisand – ferðasaga S.Th. um Sprengisand á hestum árið 1940, ásamt þýðingu á dönsku

      Ræða S. Th. haldin á fundi Framsóknarflokksins að Grund, Svarfaðardal

      Um bækur: Átján konur og Konur skrifa

      Grein um ótta og hræðslu, trúlega flutt á námskeiði um ræðumennsku

      Útvarpserindi, m.a. til eyjarinnar Korfu, 1990

      Do you know skyr? Grein um skyr í ritinu Petits Propos Culinaires, 1980 og bréfaviðskipti við 

      ritstjórann

      Er eitthvað að þér? – grein um migreni

     Umsögn Svenska Dagbladet um kvennaárið, þátttaka S.Th. í þáttaröð sænska útvarpsins

 • Þrjú bréf, þ.a. eitt: Halldóra Bjarnadóttir

 

Askja 4:

 • Nokkur bréf frá 1969
 • Bréf o.fl. varðandi Elin Bruusgaard og bók hennar Augliti til auglitis
 • Húsmæðrasamband Norðurlanda – söguágrip
 • Nogle træk fra de islandske husmorforeningers historie
 • Ágrip af starfsemi Húsmæðrasambands Norðurlanda 1976-1980
 • Húsmæðraorlof Norræna húsmæðrasambandsins að Hvanneyri, júní 1981
 • Ýmislegt viðvíkjandi Norræna húsmæðrasambandinu

Fyrst birt 04.08.2020

Til baka