Skjalasöfn í stafrófsröð

Guðríður Snorradóttir (1911–1995). KSS 59.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 59

 • Titill:

  Guðríður Snorradóttir

 • Tímabil:

  Óvíst

 • Umfang:

  Tvær

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 59. Guðríður Snorradóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Guðríður Snorradóttir (1911–1995)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Sjá dánartilkynningu í Morgunblaðinu, 28. des. 1995, bls. 51

  F. 9. maí 1911, látinn 29. desember 1995. Ættuð úr Leirársveit. Tíu barna móðir. Saumakona.

  Árið 1984 kom út bókin Ljóð eftir Guðríði, í henni eru ríflega hundruð ljóð og vísur sem Guðrún orti á árnum 1963-1982. Bókin var gefin út á kostnað höfundar.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum afkomenda

 • Um afhendingu:

  Sólbjört Aðalsteinsdóttir, dóttir Guðríðar, afhenti gögnin 14. nóvember 2002.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið geymir ýmis handrit Guðríðar og fróðleik, jólakort og skriftarbók.

 • Grisjun:

  Engu var eytt

 • Viðbætur:

  Viðbóta er ekki von

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Safnið er opið

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd.

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju og skráði, skrifaði svo lýsandi samantekt í ágúst 2012. Rakel Adolphsdóttir lagfærði skráningu og færði prentmót yfir í öskju 2 í maí 2023.

 • Dagsetning lýsingar:

  ágúst 2012


Skjalaskrá

Askja 1

 • Örk 1: Skriftarbók Guðríðar (æfingabók inniheldur bænir, vísur, ljóð)
 • Örk 2: Samúðarkort, ljósmynd úr vegabréfi, viðurkenning um þátttöku í námskeiði 1980, handskrifað ljóð Guðríðar til dóttur hennar
 • Örk 3: Ljóðahandrit vélritað, m.a. úr ljóðabók Guðríðar Ljóð, Reykjavík 1984
 • Örk 4: Hópferðir MÍR til Sovétríkjanna 1983, 1985 og 1987. Ferðaplön, fróðleikur, kort, handskrifaðir ferðapunktar (dagbók)
 • Örk 5: Ýmis handrit og fróðleikur, ljósmynd, ávörp í veislum
 • Örk 6: Spá í spil, þýðing spilanna

Neðst í öskjunni eru jólakort til Guðríðar Snorradóttur

 

Askja 2

prentmót af forsíðu Ljóða


Fyrst birt 04.08.2020

Til baka