Skjalasöfn í stafrófsröð

Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins (1898-1973). KSS 54.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 54

  • Titill:

    Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins

  • Tímabil:

    Óvíst

  • Umfang:

    Sex öskjur og að auki gögn í sérstökum umbúðum

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 54. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins. Einkaskjalasafn.

     

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins (1898-1973)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Fæddist að Hvallátrum á Breiðafirði 26. mars 1898, d. í Reykjavík 18. mars 1973.
    For.: Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson, bóndi og bátasmiður, og kona hans Ólína Jóhanna Jónsdóttir.
    Nam við Rjómabústýruskólann að Hvítárvöllum um vetrartíma, lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1921. Fékkst nokkuð við kennslu.
    Maki: sr. Halldór Kolbeins. Þau eignuðust sex börn: Ingveldur Aðalheiður, Gísli, Erna, Eyjólfur, Þórey Mjallhvít og Lára Ágústa.

  • Varðveislusaga:

    Þórey Mjallhvít, dóttir Láru, afhenti Kvennasögusafni, en Lára hafði afhent henni skjölin til varðveislu. Bréfin komu í hendur Þóreyjar mörgum árum eftir andlát Láru.

  • Um afhendingu:

    Afhending var 26. júní 2006, sbr. Aðfangaskrá 2006. Fyrri afhending hafði átt sér stað 29. nóvember 2004.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safni Láru Ágústu er skipt upp í eftirfarandi flokka: A. Bréfaskipti - B. Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins – C. Ýmisleg gögn

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Skjölin komu í efnisröðuð kössum. Auður Styrkársdóttir fínraðaði árið 2006. Hún skrifaði þessa lýsingu í janúar 2012. Safnið var lokað til ársins 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    19. janúar 2012


Skjalaskrá

A Bréf

B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins

C Ýmisleg gögn

 

A Bréf

Askja 1: AA Bréf til Láru Ágústu

                Bréfritarar: Ólafur Kristjánsson – Aðalheiður (dóttir Láru) – Ásdís Friðb. – Anna (systir Láru) – G. Jónsson – Kristjana Friðbertsdóttir – Þórey Mjallhvít Kolbeins

Askja 2: AB Bréf frá Láru Ágústu

Viðtakendur: Anna Ólafsdóttir Hvallátrum (systir), 1925-1958 – Baldur Kolbeins (1) – Aðalheiður (ljósrit, 4) – Ólafur A. Bergsveinsson (1) – Þórey (3)

Einnig: Bréf til Þóreyjar frá Önnu frænku (4) og frá Halldóri Kolbeins (1)

 

B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins

Askja 3: • Ýmislegt um Láru: Aldarminning, ljósmyndir, ljóð, fullnaðarpróf, próf frá Kvennaskólanum í     Reykjavík

  • Um Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins, minningargreinar o.fl.
  • Minningargreinar um Láru
  • Ljósritaðir textar valdir úr handritum Láru Kolbeins. Á 100 ára afmæli hennar fengu börn hennar hvert

                um sig möppu með þessum textum. Fremst liggja upplýsingar um Láru

  • Afrit af þakkarbréfi Kvennasögusafns til Þóreyjar M. H. Kolbeins
  • Gjafabréf Þóreyjar Mjallhvítar Halldórsdóttur Kolbeins

Saman í örk:

Minningargrein um Torfa Magnússon, mág Þóreyjar Kolbeins

Sálmar sungnir við kveðjuathöfn Sigurborgar Ólafsdóttur, Skáleyjum

Bréf frá Halldóri Kolbeins til Baldurs Ragnarssonar, tengdasonar, skrifað í Vancouver 30.12. 1959

Æviágrip Ólafs Aðalsteins Bergsveinssonar, föður Láru Ágústu

Saman í örk:

Þórey Kolbeins: “Um mömmu”

Þórey Kolbeins: “Um Rúnu og Óla”

Minningar Rúnu um Láru

  • Bréf vegna ættarmóta
  • Þulur frá Breiðafjarðareyjum úr minni Önnu Ólafsdóttur

Efst liggja tveir leðurmunir og Børnenes Bog ásamt skýringum Þóreyjar Kolbeins við bókina

Handavinna Margrétar Eyjólfsdóttur

Askja 4: B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins

  • Handrit (aðallega frá tímanum á Súgandafirði)
  • Handrit (sögur og frásagnir)

Askja 5: B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins

Bækur Láru Ágústu með sögum, frásögnum og minningum

Askja 6: B Gögn Láru Ágústu Ólafsdóttur Kolbeins

Bækur Láru Ágústu með sögum, frásögnum og minningum

 

 

C Ýmisleg gögn (í sérstökum umbúðum, ekki í öskjum)

„Borðar af krönsum og samúðarkveðjur til minningar um Halldór Kolbeins“

 Myndaalbúm o.fl.

  1. Eyjafólk, myndaalbúm
  2. Gestabók
  3. Séra Halldór Kolbeins, andlátsminning
  4. Lára Ágústsdóttir Kolbeins, myndaalbúm

Fyrst birt 04.08.2020

Til baka