Skjalasöfn í stafrófsröð

Birgitta Jónsdóttir (f. 1967). KSS 52.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 52

 • Titill:

  Birgitta Jónsdóttir

 • Tímabil:

  Óvíst

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 52. Birgitta Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Birgitta Jónsdóttir (f. 1967)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  „Fædd í Reykjavík 17. apríl 1967. Foreldrar: Jón Ólafsson (fæddur 8. júlí 1940, dáinn 24. desember 1987) skipstjóri og útgerðarmaður og Bergþóra Árnadóttir (fædd 15. febrúar 1948, dáin 8. mars 2007) söngvaskáld. Maki: Charles Egill Hirt (fæddur 12. mars 1964, dáinn 1. júní 1993) ljósmyndari og útgefandi. Birgitta á þrjú börn. Grunnskólapróf Núpi 1983. Sjálfmenntuð í vefhönnun og vefþróun, grafískri hönnun og umbroti. Fjöllistakona, rithöfundur, ljóðskáld, þýðandi og myndlistarmaður. ... Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2017 (Píratar).“ Heimild: Alþingismannatal https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=728 

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum Birgittu Jónsdóttur

 • Um afhendingu:

  Birgitta Jónsdóttir afhenti Kvennasögusafni gögnin 6. júlí 1999.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Ein askja

 • Grisjun:

  Engu var eytt

 • Viðbætur:

  Ekki er kunnugt um viðbætur

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Erla Hulda Halldórsdóttir skráði. Auður Styrkársdóttir tók saman lýsandi samantekt 25. júlí 2012.

 • Dagsetning lýsingar:

  25. júlí 2012


Skjalaskrá

Askja 1

• Gestabók úr fórum móður Birgittu, Bergþóru Árnadóttur vísnasöngkonu.
• Textabók sem fylgdi með LP plötu Bergþóru Árnadóttur, Afturhvarfi
• „Lítil” plata, Jólasteinn frá 1981. Bergþóra Árnadóttir ásamt fl.
• Blöð, íslensk og erlend, með viðtölum við Bergþóru Árnadóttur
• Ljóðabók Birgittu Jónsdóttur, Death & the Maiden, gefin út af the literary renaissance í Kentucky 1999. Bókin fjölrituð og handsaumuð, árituð af Birgittu. Eintak 72 af 81.


Fyrst birt 04.08.2020

Til baka