Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 50
Samband sunnlenskra kvenna
1928-1955
Fjórar öskjur. Safnið hefur að geyma bréf viðkomandi Sambandi sunnlenskra kvenna (SSK), gögn varðandi ýmisleg félagsmál SSK, og gögn varðandi húsmæðraskóla á Suðurlandi.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 50. Samband sunnlenskra kvenna. Einkaskjalasafn.
Samband sunnlenskra kvenna (st. 1928)
Herdís Jakobsdóttir (1875-1963)
Herdís fæddist á Grímsstöðum við Mývatn 5. ágúst 1875, d. 2. sept. 1963.
Foreldrar voru Jakob Hálfdanarson og kona hans Petrína Kristín Pétursdóttir.
Hún var barn að aldri þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir var á Húsavík og ræddi áhugamál sín við föður hennar og hreifst hún af baráttu Bríetar fyrir jafnrétti kvenna. Árið 1895 stofnaði hún ásamt nokkrum konum Kvenfélag Húsavíkur.
Dvaldi nokkra mánuði á Akureyri um tvítugt og lærði karlmannafatasaum. Vorið 1899 sigldi hún til Danmerkur með Aðalbjörgu systur sinni. Þær voru fjóra mánuði í Kaupmannahöfn við ýmiss konar verklegt nám. Aðalbjörg lærði matseld og hússtjórn en Herdís lærði vefnað ásamt ýmiss konar bast- og tágavinnu og einnig útskurð í tré og línoleum. Eftir að hún kom heim til Húsavíkur leigði hún herbergi og setti þar upp vefstól. Hún óf fyrir húsmæður á Húsavík ýmislegt til heimilis svo sem gluggatjöld, teppi, dyratjöld og fleira. Hún pantaði efni til vefsins beint frá Kaupmannahöfn og stóð í bréfasambandi við þá sem höfðu kennt henni þar. Hún hjálpaði móður sinni við heimilishaldið og þjónustubrögð en aðalstarf hennar mun þó hafa verið verslunarstörf bæði hjá föður hennar við Kaupfélagið og við verslun Jóns Ármanns, bróður hennar.
Auk starfsins í kvenfélaginu tók Herdís þátt í stofnun Góðtemplarastúkunnar á Húsavík og starfaði mikið í þeim félagsskap. Á þessum árum starfrækti hún einnig barnafélagið Fram ásamt Aðalbjörgu systur sinni.
Giftist 1912 Birni Vigfússyni organleikara. Hann lést 1915.
Vorið 1917 flutti Herdís alfarin til Suðurlands og bjó á Eyrarbakka hjá Aðalheiði systur sinni og manni hennar, Gísla Péturssyni, héraðslækni. Hún kenndi næstu árin á námskeiðum víðs vegar um Suðurlandið, í Reykjavík á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands en í sveitum á vegum ungmennafélaga eða kvenfélaga. Flest munu námskeiðin hafa verið á Eyrarbakka en einnig víða um sveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Einnig kenndi hún á námskeiðum á Akranesi og í Borgarnesi.
Vorið 1928 boðaði heimilisiðnaðarmálastjóri, Halldóra Bjarnadóttir, til almenns kvennafundar á Selfossi. Á þessum fundi var ákveðið að stofna samband kvenfélaganna á Suðurlandi og skyldi formlegur stofnfundur þess haldinn 30. sept. um haustið. Herdís var kjörin formaður og gegndi formennsku næstu 20 árin.
Árið 1944 flutti Herdís til Reykjavíkur ásamt Aðalbjörgu systur sinni, sem þá var orðin ekkja. Þær héldu heimili saman í Reykjavík á meðan þeim entist heilsa.
Heimildir:
Melkorka, 3. tbl. 1955. Viðtal Þóru Vigfúsdóttur við Herdísi.
„Fyrsti formaður Sambands sunnlenskra kvenna“. Í Gengnar slóðir. Samband sunnlenskra kvenna 50 ára, 1928-1978. Bls. 34-29. Skráð af Guðrúnu Gísladóttur.
Gögnin voru í fórum Herdísar Jakobsdóttur (1875-1963) er var um tíma formaður Sambands sunnlenskra kvenna.
Guðrún Gísladóttir (1920-2013) bóksafnsfræðingur og systurdóttir Herdísar flokkaði og gaf Kvennasögusafni Íslands, sbr. bréf í aðfangaskrá, dags. 10. ágúst 1995.
Guðrún var í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og í stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Hún var í nefndinni sem undirbjó Kvennafrídaginn 24. október 1975, og starfaði um árabil í hópi um varðveislu og framgang Kvennasögusafns Íslands. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands, heiðursfélagi Félags um skjalastjórn og heiðursfélagi Bókavarðafélags Íslands.
Skráin inniheldur bréf sem Herdísi Jakobsdóttur bárust sem formaður Sambands sunnlenskra kvenna, og ýmis gögn viðkomandi sambandinu. Bréfritarar eru 105 talsins og bréfin samtals 524, auk fleiri bréfa í öskju 3.
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Guðrún Gísladóttir bóksafnsfræðingur flokkaði 10. ágúst 1995. Auður Styrkársdóttir endurraðaði í öskjur 16. janúar 2012 og skrifaði lýsingu. Rakel Adolphsdóttir skráði fjölda bréfa og ártöl þeirra, eftir handskrifaðri skráningu Guðrúnar Gísladóttur, 29. september 2020.
16. janúar 2012
A sendibréf
Sendendur bréfa:
Örk 1
Aðalbjörg Haraldsdóttir Miðdal, 10 bréf 1928-1951
Aðalbjörg Sigurðardóttir Reykjavík, 7 bréf 1933-1934
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Vestmannaeyjum, 5 bréf 1946-1947
Ágústa Ólafsdóttir Raftholtis, 5 bréf 1930-1941
Anna Bjarnadóttir Odda, 2 bréf 1937-1938
Anna Gunnarsdóttir Stóra-Hofi, 2. janúar 1934
Anna Kristjánsdóttir Kirkjubæjarklaustri, 9. febrúar 1939
Arnbjörg Ásbjörnsdóttir Vík í Mýrdal, 7 bréf 1932-1940
Arnbjörg Sigurðardóttir Vík í Mýrdal, 5 bréf 1940-1941
Árný Filippusdóttir Hveragerði, 3 bréf 1935-1936
Ástríður Thorarensen Móeiðarhvoli, 18 bréf 1928-1931
Bríet Bjarnhéðinsdóttir Reykjavík (ásamt upplýsingum frá HJ), 2 bréf 1930
Dýrfinna Jónsdóttir Eyvindarhólum, 5 bréf 1946
Elín Á. Árnadóttir Hrífunesi, Skaftártungu, 10. mars 1938
Elín Guttormsdóttir Hvoli, 3 bréf 1939-1941
Elínborg Kristjánsdóttir Eyrarbakka, 2 bréf 1946, 1948
Emil Ásgeirsson Gröf, 25. ágúst 1932
Friðbjörg Helgadóttir Skarði, 4 bréf 1941-1948
Örk 2
Guðbjörg Jónsdóttir Syðra-Velli, 13 bréf 1933-1948
Guðbjörg Kolbeinsdóttir Votumýri, 24 bréf 1930-1941
Guðbjörg Tómasdóttir Breiðabólsstað, 2 bréf 1939, 1941
Guðbjörg Vigfúsdóttir Önundarholti, 12 bréf 1930-1937
Guðbjörg A. Þorleifsdóttir Múlakoti, 2 bréf 1933
Guðlaug Loftsdóttir Strönd, 2 bréf 1941-1942
Guðný Björnsdóttir Akureyri, 21. janúar 1936
Guðríður Jónsdóttir Hlíðarendakoti, 15 bréf 1931-1938
Guðríður Þórarinsdóttir kennslukona, 3 bréf 1942-1943
Guðrún Diðriksdóttir Eyrarbakka, 5. júní 1945
Guðrún Gísladóttir Skeggjastöðum, 17 bréf 1933-1952
Guðrún Gunnarsdóttir Hallgeirsey, 21. september 1947
Guðrún Jónasdóttir Hallgeirseyjarhj, 7 bréf 1934-1944
Guðrún Pétursdóttir Núpi, 3 bréf 1943-1945
Guðrún Sigurðardóttir Stokkseyri, 2 bréf 1931
Guðrún Snorradóttir Þórustöðum, 12 bréf 1929-1943
Guðrún Þorsteinsdóttir kennslukona Torfastöðum, 4 bréf 1932-1937
Guðríður Pálsdóttir Seglbúðum, 10 bréf 1940-1947
Örk 3
Halldóra Bjarnadóttir heimilisiðnaðarráðunautur o.fl. 41 bréf 1928-1955
Örk 4
Halldóra Guðmundsdóttir Miðengi, 11 bréf 1936-1954
Halla Eiríksdóttir Fossi, 20 bréf 1935-1943
Helga Björgvinsdóttir Efra-Hvoli, 2 bréf 1932-1933
Hildur Jónsdóttir Þykkvabæjarklaustri, 5 bréf 1938-1943
Hulda Stefánsdóttir Blönduósi/Þingeyrum, 7 bréf 1936-1942
Örk 1
Ingunn Stefánsdóttir Geldingarlæk, 25. maí 1934
Ingveldur Jónsdóttir Bjólu, 10. maí 1942
Jarþrúður Einarsdóttir kennslukona Reykjavík, 3 bréf 1933-1934
Jarþrúður Nikulásdóttir Brávöllum, des 1934
Jenný Jensdóttir Eyrarbakka, 2 bréf 1947
Jóhanna Arnfinnsdóttir, kennslukona, Skagnesi, Mýrdal, 31. júlí 1933
Jóhanna Bjarnadóttir Fossi, 7. mars 1939
Jóhanna Sigurjónsdóttir Stóra-Saurbæ, 4 bréf 1938-1945
Jónína V. Líndal kennslukona Lækjarmóti, 30. desember 1934
Katrín Jónsdóttir Núpi, 3 bréf 1946
Katrín Vigfúsdóttir Nýjabæ, 4 bréf 1946-1948
Kristín Filippusdóttir Ægisíðu, 5 bréf 1936-1939
Kristín Guðmundsdóttir Ketilsstöðum, 1. maí 1939
Kristín Halldórsdóttir Öndverðarnesi, 2 bréf 1932, 1934
Kristín Loftsdóttir Vík, 2 bréf 1945-1946
Kristín Pálsdóttir Fljótstungu. 27. nóvember 1945
Kristinn Guðlaugsson Þórustöðum, 20. apríl 1935
Kristjana V. Hannesdóttir kennslukona Stykkishólmi, 9 bréf 1936-1940
Kristjana Pétursdóttir Arnarbæli, 5. apríl 1936
Örk 2
Magðalena Sigurþórsdóttir kennslukona Reykjavík, 4 bréf 1937-1942
Málfríður Björnsdóttir Strönd, 6 bréf 1939-1948
Margrét Gísladóttir Hæli, 2 bréf 1934, 1938
Margrét Konráðsdóttir Stykkishólmi 11 bréf 1930-1938
Margrét Sigurþórsdóttir Vestmannaeyjum, 4 bréf 1945
Margrét Sæmundsdóttir Hvolsvelli, 20. mars 1946
María Hansdóttir Reykjavík 19. apríl 1938
Marta Jónsdóttir kennslukona, 10. desember 1946 auk meðmælabréfa
Matthildur E. Gottsveinsdóttir Vík, 18. maí 1939
Örk 3
Oddný Guðmundsdóttir Stórólfshvoli, 33 bréf 1933-1954
Pálína Björgólfsdóttir kennslukona, Hafnarfirði, 2 bréf 1945-1947
Ragnheiður Ágústsdóttir Löngumýri, 2 bréf 1934
Ragnheiður Böðvarsdóttir Minniborg, 2 bréf 1936, 1938
Ragnhildur Jónsdóttir Stóra-Hofi, 2. janúar 1929
Ragnhildur Pétursdóttir Háteigi, Reykjavík, 3 bréf 1930-1931
Rósa Einarsdóttir Stokkahlöðum, 18. desember 1936
Örk 4
Sigríður Árnadóttir Oddgeirshólum, 3 bréf 1933-1936
Sigríður Einarsdóttir Fljótshólum, 4 bréf 1927-1938
Sigríður Eiríksdóttir Reykjavík, 25. apríl 1942
Sigríður Finnbogadóttir, 2 bréf 1943, 1948
Sigríður Guðjónsdóttir Hlíð, 6. maí 1940
Sigríður Haraldsdóttir Hrafnkelsstöðum, 9. febrúar 1947
Sigríður Jónsdóttir Gegnishólum, 5 bréf 1934-1935
Sigríður Nikulásdóttir Stórólfshvoli, 10 bréf 1933-1937
Sigríður Sigurðardóttir Gegnishólum, 22. maí 1933
Sigríður Jenny Skagan Bergþórshvoli, 4 bréf 1935-1942
Sigríður Stefánsdóttir Rangá, 15. maí 1944
Sigrún P. Blöndal Hallormsstað, 3 bréf 1929-1935
Sigurbjörg Ingvarsdóttir kennslukona frá Skipum, 21. júlí 1936
Sigurborg Kristjánsdóttir Hafnarfirði, 18. mars 1942
Sigurleif Sigurðardóttir Lýtingsstöðum, 19. mars 1929
Soffía Kristinsdóttir Kirkjubæ, 8 bréf 1940-1946
Steinunn H. Árnadóttir Litla-Hvammi, 6 bréf 1938-1939
Steinunn Egilsdóttir Spóastöðum, 2 bréf 1930, 1937
Svava Þórleifsdóttir Reykjavík, 8 bréf 1937-1947
Örk 5
Unnur Kjartansdóttir Hvammi, 4 bréf 1944-1945
Valgerður Helgadóttir Hólmi, 8 bréf 1937-1945
Viktoría Halldórsdóttir Stokkseyri, 6 bréf 1946-1949
Vilborg Sæmundsdóttir Lágafelli, 19. apríl 1948
Þjóðbjörg Þórðardóttir Reykjavík, 5 bréf 1937-1944
Þorgerður Jónsdóttir Vík í Mýrdal, 2 bréf 1938
Þórlaug Bjarnadóttir Gaulverjabæ, 2 bréf 1934, 1937
Þórkatla Hólmgeirsdóttir Þórustöðum, 4 bréf 1935-1938
Þuríður Árnadóttir Hurðarbaki, 14 bréf 1938-1946
Örk 1
Örk 2
Húsmæðraskóli Suðurlands:
Örk 3
Örk 4
A. Ýmis fundargögn varðandi:Kvenréttindafélag Íslands 1930-1948. Gögn varðandi landsfundi o.fl. send SSK. M.a. bréf undirrituð af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Frá eftirtöldum félögum eru fáeinar fundargerðir o.fl.:
B. Bandalagi kvenna í Reykjavík 1946, 1947
C. Sambandi austfirskra kvenna 1935, 1939, 1945
D. Sambandi norðlenskra kvenna 1939-1955
E. Sambandi vestfirskra kvenna 1939, 1945
F. Sambandi borgfirskra kvenna 1939, 1945
G. Sambandi breiðfirskra kvenna 1945, 1947
D prentað efni
Landsþing kvenna 1945. Útgefandi: Kvenfélagasamband Íslands
Fyrst birt 08.07.2020