Skjalasöfn í stafrófsröð

Jónína Líndal (1888-1950). KSS 44.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 44

 • Titill:

  Jónína Líndal (1888-1950)

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 44. Jónína Líndal. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Jónína Líndal (1888-1950), húsmæðrakennari

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fæddist að Lækjamóti í Víðidal 7 jan. 1888, lést 19 júlí 1950. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum að Blönduósi, síðan frá Kennaraskólanum og húsmæðrakennaraskóla í Noregi. Einn stofnenda kvenfélagsins Freyju í Víðidal, gekkst fyrir stofnun sambands kvenfélaga í V-Húnavatnssýslu, og veitti hún báðum forstöðu. Einn stofnenda Kvenfélagasambands Íslands 1930. Átti lengi sæti í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi.

 • Varðveislusaga:

  Gögnin voru í fórum Margrétar Jakobsdóttur frá Lækjamóti og komu til Kvennasögusafns um hendur tengdadóttur hennar, Kristínar Gísladóttur, 2 apríl 1992.

 • Um afhendingu:

  Sjá Gjafabók 3 (svört), 2 apríl 1992.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tvær öskjur. Erindi, úrklippur, vísur og handrit að ævisögu Ólafíu Jóhannesdóttur

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Safnið er opið

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir endurskráði í nóv. 2011 og skrifaði þessa lýsingu.

 • Dagsetning lýsingar:

  nóvember 2011


Skjalaskrá

Askja 1

A. Erindi

 • örk 1: Grasaferðin [10 blöð, handskrifað]
 • örk 2: Heimilishættir fyrr og síðar [uþb 13 bls, handskrifað]
 • örk 3: Kennslukona drottningarinnar [9 blöð, handskrifað]
 • örk 4: Nútíma húsfreyjan [3 blöð, handskrifað]
 • örk 5: Ólafía [17 blöð, handskrifað]
 • örk 6: Sveitaheimilin [6 blöð, vélritað]
 • örk 7: Vinnuvísindi í þarfir heimilisstarfanna [30 blöð, handskrifað]
 • örk 8: Þjóðbúningar. Ræða/útvarpserindi

 B. Önnur skjöl

 • örk 1: Dagbók/minnisbók. 1913-1914
 • örk 2: Slitin stílabók með ræðum [ca. 1934]
 • örk 3: 14 Símskeyti til Jónínu á sextugsafmæli hennar 1948
 • örk 4: Una Jónsdóttir Sólbrekku í Vestmannaeyjum. Ljóð
 • örk 5: Þuríður Jónsdóttir frá Svarfhóli, vísur

Askja 2

C Handrit

Ólafía Jóhannsdóttir. Ævisaga hennar, handrit úr fórum Jónínu Líndal. Skrifað upp af Jónínu, virðist vera í bland endursögn og uppskrif úr sjálfsævisögu Ólafíu. Hugsanlega bætt inn minningum eða öðrum frásögnum. Einnig er með grein sem Jónína skrifaði um Ólafíu í Eimreiðina 1945


Fyrst birt 08.07.2020

Til baka