Skjalasöfn í stafrófsröð

Kristín Sigfúsdóttir (1876-1953). KSS 42.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 42

 • Titill:

  Kristín Sigfúsdóttir (1876-1953)

 • Tímabil:

  1920-1950

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 42. Kristín Sigfúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Kristín Sigfúsdóttir (1876-1953)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fæddist að Helgastöðum í Saurbæjarhreppi 13. júlí 1876, d. á Akureyri 28. sept. 1953.
  For.: Sigfús Hansson, bóndi, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Helgastöðum.
  Giftist 1901 Pálma Jóhannessyni. Bjuggu að Helgastöðum og Kálfagerði og frá 1930 á Akureyri.
  Eignuðust sex börn: Hólmgeir (f. 1903), Sigrúnu (f. 1907), Hannes (f. 1909), Jakobínu (f. 1912), Jóhannes (f. 1914) og Guðrúnu (f.1917). Einnig ólu þau hjónin upp Lilju Jónsdóttur.

  Sjá nánar um feril Kristínar á vefnum skald.is.

 • Varðveislusaga:

  Guðrún Pálmadóttir, dóttir Kristínar Sigfúsdóttur, Lilja Jónsdóttir, uppeldisdóttir Kristínar, og dr. Sigrún Klara Hannesdóttir afhentu gögn þessi Kvennasögusafni Íslands 29 ágúst 1994, sbr. Gjafabók 3 (svört). Hinn 10 des. 1996 barst safninu: frásögn Aðalsteins Ólafssonar, ýmislegt um Kristínu, lýsingar á aðstæðum Kristínar til skáldskapar og kvæði ofl.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tvær öskjur. Safnið hefur að geyma sendibréf til Kristínar Sigfúsdóttur og handrit að sögum hennar auk annarra persónulegra gagna.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Safnið er opið

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Skjölin komu í pappakassa. Auður Styrkársdóttir endurraðaði árið 2011. Hún skrifaði lýsingu í nóvember 2011. Rakel Adolphsdóttir uppfærði skráningu á innihaldi í maí 2020.

 • Dagsetning lýsingar:

  nóvember 2011


Skjalaskrá

A Handrit
B Bréf
C Annað

Askja 1:

A Handrit

 • Kveðjur. Ljóð 1927-1932. Handskrifuð
 • Viðhorf ellinnar. Smásaga. Handskrifuð
 • Ljóð. Bók með handskrifuðum ljóðum, 192 bls. Skrifað upp af syni Kristínar
 • Stjúpan. Leikur í 5 þáttum. Handskrifað
 • Melkorka. Sjónleikur í 5 þáttum. Vélritað
  Hestar og menn. Handrit
 • Vorleysing. Smásaga, handskrifuð og vélrituð

Uppskriftir af kvæðum frá Kristínu til ýmissa aðila sem og til Kristínar frá ýmsum

 

 

Askja 2:

B Bréf

BA Bréf frá Kristínu

 • Bréf Kristínar Sigfúsdóttur til sonar síns. Skrifuð á árunum 1936-1943
 • Bréf Kristínar Sigfúsdóttur til sonar síns. Skrifuð á árunum 1944-1950
 • Bréf (1) Kristínar Sigfúsdóttur til Ingibjargar Benediktsdóttur 1929

 

BB Bréf til Kristínar:

 • Carl Roos, Kaupmannahöfn 4. janúar 1950 [á dönsku]
 • Charlotte Edelstein, Reykjavík 2. júní 1951
 • Einar Thorlacius (4),
  • Reykjavík 16. mars 1944, 17. mars 1944, 9. okt. 1944, 19. mars 1945
 • Gunnar Benediktsson, Ásbjarnarstöðum 31. júlí 1951
 • Haraldur Björnsson, Reykjavík 3. júlí 1944
 • Ingibjörg Benediktsdóttir (4),
  • Reykjavík 11. apríl 1939, Reykjavík 4. maí 1944, Akureyri 22. okt. 1944, Reykjavík 14. des. 1944
 • Ísafoldarprentsmiðja (3),
  • Reykjavík 12. feb. 1945, 30. apríl 1945, 3. sept 1945,
 • Lárus Pálsson, Reykjavík 5. mars 1942
 • Leikfélag Reykjavíkur, Reykjavík 30. sept. 1946
 • Pálmi Jósepsson, Reykjavík 13. ágúst 1947
 • Steingrímur J. Þorsteinsson (4),
  • Reykjavík 3. maí 1940, 9. júní 1940, 15. feb. 1942, 16. júlí 1950

 

C Annað

 • Lýsing á vinnuaðstöðu Kristínar; hvernig hún orti. Ritað árið 1969 af Jakobínu Pálmadóttur og Lilju Jónsdóttur
 • Ýmsar minningar um Kristínu
 • Frásögn Aðalsteins Ólafssonar frá Melgerði, eftir beiðni Laufeyjar Sigurðardóttur frá Torfufelli, um Kristínu Sigfúsdóttur
 • Ljósrit af heiðursfélagaskjali Kristínar í Sambandi norðlenskra kvenna og Ljósrit af frumdrögum skipulagsskrár fyrir Kristínarsjóð
 • Spjöld um leikrit
 • Leikskrá: Melkorka, sögulegt leikrit í fimm þáttum, Leikfélagið Iðunn Hrafnagilshreppi

Fyrst birt 08.07.2020

Til baka