Skjalasöfn í stafrófsröð

Herdís Helgadóttir (1929-2007). KSS 40.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 40

 • Titill:

  Herdís Helgadóttir

 • Tímabil:

  1940-1947; ca. 1996-1997

 • Umfang:

  Átta öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 40. Herdís Helgadóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Herdís Helgadóttir (1929-2007)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd í Reykjavík 15.5. 1929,  dáin 18. júní 2007.
  For.: Helgi Jónsson, húsgagnasmiður, og kona hans Elísabet Magnúsdóttir.
  Lauk barnaskólaprófi í Reykjavík og útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1948.
  Lauk B.A. prófi í mannfræði árið 1994 og M.A. prófi árið 2000.

  Vann skrifstofustörf og átti lengsta starfsævi sem bókavörður.

  Giftist 1. júní 1949 Styrkári Sveinbjörnssyni (1927-1989) og eignuðust þau sex börn: Hrafn Helga, f. 1949, Sveinbjörn, f. 1950, Auði, f. 1951, Snorra, f. 1958, Unni, f. 1961 og Herdísi, f. 1970. Þau skildu 1977.

  Herdís er höfundur tveggja bóka: Vaknaðu kona! Barátta rauðsokka frá þeirra eigin sjónarhóli (1996) og Úr fjötrum. Íslenskar konur og erlendur her (2001). Hún þýddi bókina Lífsneisti e. Erich Maria Remarque  (1961).

 • Varðveislusaga:

  Gögnin voru í vörslu dóttur Herdísar, Auðar Styrkársdóttur, frá því Herdís lést og þar til þau komu til Kvennasögusafns Íslands.

 • Um afhendingu:

  Afhent af Auði Styrkársdóttur 12. febrúar 2013 og 20. júní 2016

Innihald og uppbygging

 • Grisjun:

  Safnið er í fimm öskjum og er því skipt í eftirfarandi efnisflokka:

  A  Handrit
       1. M.A. ritgerð Herdísar:

              1.1 Útprentuð viðtöl við konur vegna MA ritgerðar

              1.2 Punktar og samantektir Herdísar úr viðtölunum

              1.3 Útprent úr viðtalsþætti Bryndísar Schram

              1.4 Uppkast að ritgerð

              1.5  Samtíningur        

              1.6  Bréf frá ráðuneytum vegna M.A. ritgerðar

  1. B.A. ritgerð Herdísar:

              2.1 Ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir, 1995

              2.2 Styrkumsókn

  1. Erindi                                                                                                          

   B  Gögn frá námsárum:

  1. Rannsóknarskrif
  2. Stílabók
  3. Ljósrit

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill, en ekki má nota viðtölin fyrr en viðmælandi er látinn.

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í febrúar 2013.

 • Dagsetning lýsingar:

  febrúar 2013


Skjalaskrá

Askja 1: A-1.1 Útprentuð viðtöl

Askja 2: A-1.1 Útprentuð viðtöl

                   A-1.2 Punktar og samantektir

                   A-1.3 Útskrift af viðtali

Askja 3: A-1.4 Uppkast

                   A-1.5 Samtíningur

                   A-1.6 Leyfi frá ráðuneytum

                   A-2.1 Ráðstefna

                   A-2.2 Umsókn

Askja 4: A-3 Erindi

Askja 5: B-1 Rannsóknarskrif

   B-2 Stílabók

   B-3 Ljósrit

Askja 6: C Bréfasafn

Askja 7: C Jólakort frá 1934

Askja 8: D Hljóðsnældur

 

 

 1. Handrit

Askja 1:

A-1.1 Útprentuð viðtöl við konurnar  sem Herdís ræddi við vegna MA ritgerðar sinnar, „Konur í hersetnu landi: Ísland á árunum 1940-1947“.  Nafnalisti fylgir.

 1. Aldís Jóna Ásmundsdóttir (1922-2008)
 2. Danhildur Jørgensdóttir (1922)
 3. Guðbjörg Steindórsdóttir (1924)
 4. Guðrún Hulda Guðmundsdóttir (1925)
 5. Halla Guðmundsdóttir (1926-2009)
 6. Jónína Geirlaug Ólafsdóttir (1013)
 7. Katrín L. Hall (1920-2008)
 8. Magnúsína Sveinsdóttir (1921-2006)
 9. María H. Guðmundsdóttir
 10. Sigríður Guðmundsdóttir

 

Askja 2:

A-1.1 Útprentuð viðtöl við konurnar  sem Herdís ræddi við vegna MA ritgerðar sinnar, „Konur í hersetnu landi: Ísland á árunum 1940-1947“.  Nafnalisti fylgir.

11.Sigrún Pétursdóttir (1922-1998)

 1. Sólveig Guðmundsóttir (1922-2006)
 2. Sveinbjörg Hermannsdóttir (1911-2013)
 3. Vigdís Steina Ólafsdóttir (1916)
 4. Þórdís Filippusdóttir (1917)

A-1.2 Punktar og samantektir Herdísar

 1. Punktar úr viðtölum
 2. Samantektir Herdísar

A-1.3. Útskrift af þætti Bryndísar Schram í útvarpinu 2. mars 1997. Rætt við 3 konur um stríðsárin

 

Askja 3:

A-1.4. Uppkast að ritgerð

A-1.5. Samtíningur, ljósrit, blaðaúrklippur

A-1.6 Leyfi frá forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti til að athuga gögn á Þjóðskjalasafni Íslands vegna M.A. ritgerðar

A-2.2.1 Ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir 1995:

 1. Umsókn Herdísar
 2. Bréf frá Rannsóknastofu í kvennafræðum (4)
 3. Dagskrá
 4. Fyrirlestur Herdísar: „Vaknaðu kona“
 5. Útdrættir úr fyrirlestrum

A-2.2.2 Umsókn um útgáfustyrk til Menningarsjóðs

 

Askja 4:

A-3 Erindi sem Herdís flutti um efni M.A. ritgerðar og bóka sinna

 1. Gögn frá námsárum

 

Askja 5:

B-1 Rannsóknarskrif Herdísar í MA-námi við H.Í.

B-2 Stílabók með gormum, merkt „Rannsóknir í mannfræði“

B-3 Ýmis ljósrit af fræðigreinum

 

Askja 6:

C Bréfasafn o.fl.

Jón Magnús Helgason (bróðir Herdísar) (1928-1951). Kort til hans. Skiprúmssamningur og viðskiptabók.

Skúli Helgason (bróðir Herdísar) (1925-2010). Kort til hans

Hrafn Helgi Styrkársson (sonur Herdísar, f. 1949). Kort frá bekkjarsystkinum

Helgi Jónsson (faðir Herdísar, 1896-1985). 13 sendibréf frá Herdísi Benediktsdóttur (móður Helga, 1871-1958). Einnig tveir miðar með „handanskrifum“

Helgi Jónsson. 1 bréf frá Herdísi Helgadóttur, Ljósalandi, 1942

Elísabet Magnúsdóttir (móðir Herdísar, 1903-1996). 1 bréf frá Sigurbjörgu Albertsdóttur, Glæsibæ. Einnig 1 vélritað „handanbréf“

Sveinbjörn Pétur Guðmundsson, Skáleyjum (tengdafaðir Herdísar, 1880-1955): Kvennaminni, flutt á Þorrablóti í Flatey 1943; - Ræða flutt á þorrablóti í Flatey 1941; - Þorraminni haldið á Þorrablóti í Flatey 1938; - Kveðjuræða til sr. Sigurðar Haukdal prófasts

Styrkár Sveinbjarnarson (eiginmaður Herdísar, 1927-1989). – Skírteini um fullnaðarpróf frá Reykhólaskóla, 1941 – Fæðingarvottorð, gefið út á Eskifirði 1937

Örk: „Jólamatseðillinn“ með barnshendi, tvær teikningar barna

Herdís Helgadóttir. 4 bréf frá „Nínu“ (Jónínu Stefánsdóttur frá Purkurgerði, f. 1930).

Herdís Helgadóttir. 1 bréf frá: „Harra“ (Haraldi Steinþórssyni, 1925-2005), Ísafirði 1947

Herdís Helgadóttir. 1 bréf frá Helga Jónssyni (föður Herdísar), Reykjavík 1941

Herdís Helgadóttir. 1 bréf frá Jörgen Hentze, Tvøreyri, Færeyjum, 1944

Herdís Helgadóttir. 1 bréf frá Sigríði Jósefsdóttur, Hámundarstöðum, 1969

Herdís Helgadóttir. 1 bréf frá Herdísi Benediktsdóttur, Húsavík, 1953

Nokkur kort til Herdísar

 

Askja 7:
C Bréfasafn: jólakort til Herdísar frá 1934.

 

Askja 8:

D Hljóðsnældur með viðtölum


Fyrst birt 08.07.2020

Til baka