Skjalasöfn í stafrófsröð

Jónína Guðmundsdóttir (1902-1978). KSS 33.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 33

  • Titill:

    Jónína Guðmundsdóttir (1902-1978)

  • Tímabil:

    ca. 1918–1975

  • Umfang:

    Þrjár öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands―Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 33. Jónína Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

    (Lbs–Hbs. Kvss.) KSS 33. Jónína Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Jónína Guðmundsdóttir (1902-1978)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Fædd 3. nóv. 1902 í Flatey á Breiðafirði, d. 22.5. 1978 í Rvk.

    For: Guðmundur Þórólfsson, smiður, og Þorgerður G. Sigurðardóttir. Stundaði nám við Hvítárbakkaskóla um tveggja ára skeið og önnur tvö ár við nám í húslegum fræðum í Danmörku.
    Giftist Frímanni Ólafssyni, forstjóra, 1925, og eignuðust þau fimm börn. Frumkvöðull að stofnun Húsmæðrafélags Reykjavíkur 1934-1972 og lengi formaður. Formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík 1958-1977. Sat í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, átti sæti í Fegrunarnefnd Reykjavíkur, í hópi þeirra er áttu frumkvæði að stjórn Neytendasamtakanna, sat í stjórn Bandalags kvenna, Kvenfélagasambands Íslands, Kvenfélags Hallgrímskirkju, Thorvaldsensfélagsins og Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar.

  • Varðveislusaga:

    Úr búi Jónínu.

  • Um afhendingu:

    Sonur Jónínu, Ólafur Frímannsson, afhenti Kvennasögusafni Íslands skjölin 9. nóv. 1978, sbr. Gjafabók III, frá 1. jan. 1978-13. nóv. 1979.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið hefur að geyma ýmis skjöl, bréf og handrit. Skjölin lúta mestmegnis að félagsstarfi Jónínu en hún var um tíma formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur og einnig Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bréfin eru persónuleg bréf Jónínu. Handritin eru minningargreinar, ræður og erindi. Einnig eru ljósmyndir varðveittar með safninu.

  • Grisjun:

    Gögn tengd félaginu Vernd voru afhent handritadeild Landsbókasafns; gögn tengd Hallveigarstöðum voru flutt í öskju nr. 543 [KSS 104]; gögn tengd Bandalagi kvenna voru flutt í öskju nr. 623, gögn tengd Mæðrastyrksnefnd og Húsmæðrafélagi Reykjavíkur voru flutt þangað.

  • Frágangur og skipulag:

    A. Persónuleg gögn

    B. Félagsgögn

    C. Úrklippubækur

    D. Ljósmyndir

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, enska, norðurlandamál.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu í sept. 2011.

    Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 33 í febrúar 2017. Rakel Adolphsdóttir bætti skráningu sem og sameinaði ljósmyndir sem komu með sömu afhendingu við safnið. Ljósmyndirnar höfðu áður verið varðveittar í öskju Ljósmyndir A í febrúar 2021 og ein mynd sem var í ljósmyndaöskju 201. Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði ljósmyndirnar þar sumarið 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    september 2011


Skjalaskrá

Askja 1

A. Persónuleg gögn 

  • örk 1: Vitnisburður úr Hvítárbakkaskóla 1921
  • örk 2: Bréf frá Katrínu Magneu Steingrímsdóttur í Noregi, 21. mars 1963
  • örk 3: Bréf til Jónínu frá Fríðu (dóttir, 3 bréf), 1974-1975
  • örk 4: Ferðasögur e. Jónínu, 1962, 1964, [ártal óvíst á hinum]
  • örk 5: † Frímann Ólafsson. Kort og bréf.
  • örk 6: Kveðskapur eftir ýmsa
  • örk 7: Minningagreinar Jónínu um nokkrar konur:
    • Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir 1898-1976
    • Sesselja Guðmundsdóttir 1867-1952
    • Unnur Skúladóttir Thoroddsen 1885-1970
    • Inga Andreasen 1907-1970
    • Guðrún J. Snæbjörnsdóttir 1891-1969
    • Þórunn Kristjánsdóttir 1890-1966
    • Jónas Hvannberg 1893-1972
  • örk 8: Ræður: Brúðkaup Birgis Frímannssonar – Brúðkaup Nínu og Péturs 1971 – Ferming Hjördísar Harðardóttur 1971
  • örk 9: Ýmis kort til Jónínu
  • örk 10 [umslag]: Heillaóskakort í tilefni sjötugsafmælis Jónínu 1972.
  • örk 11: Sálmar sungnir við sorgarhátíð í KFUM og KFUK 1918
  • örk 12: Memorial Service for the late President of The United States John F. Kennedy, 1963 

Askja 2

B. Félagsgögn

B1. Barnavernd

  • örk 1: Skýrsla stjórnarnefndar vistsheimilisins í Breiðuvík um athugun á húsnæði fyrir vistheimili fyrir stúlkur og tillögur hennar um undirbúning að stofnun og rekstri þess, 8. október 1955 [13 blöð]
  • örk 2: Skýrsla um störf barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1957. [6 blöð]
  • örk 3: Álitsgjörð og tillögur um stofnun, staðsetningu og rekstur vistheimilis fyrir stúlkur, sem framið hafa lögbrot eða eru á annan hátt á glapastigum. [21 blað, ódagsett ca. 1958]
  • örk 4: Álitsgjörð og tillögur um stofnun, staðsetningu og rekstur vistheimilis fyrir stúlkur, sem framið hafa lögbrot eða eru á annan hátt á glapastigum.11. nóvember 1958 [25 blöð]
  • örk 5: Tillögur varðandi ráðstafanir vegna barna, sem geta ekki dvalizt á heimili sínum af ýmsum orsökum. Reykjavík nóv. 1962. [9 blöð]
  • örk 6: Umsögn barnaverndarnefndar varðandi tillögur „varðandi ráðstafanir vegna barna, sem ekki geta dvalizt á heimilum sínum af ýmsum orsökum.“ Reykjavík janúar 1963. [7 blöð]
  • örk 7: Frásögn af upptökuheimili fyrir stúlkur, Skovtofte, í Danmörku.

B2. Ýmis félög

  • örk 1: Ræða flutt á fundi Hvatar. [ártal óvíst en fjallað um kommúnistaflokkinn svo á 4. áratugnum] – Skírteini í Hvöt 1971 – Skírteini frá fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík [stílað á heimili hennar á Barónsstíg 80, þar sem hún bjó árið 1934]
  • örk 2: Mæðrastyrksnefnd: Ýmis ósamstæð gögn og slitur sem verið hafa í fórum Jónínu. M.a. úrklippur, ræðurbrot, bréf o.fl.ca. 1937-1975.
  • örk 3: Tvær ræður um bindindismál, önnur frá 1945
  • örk 4: Skírteini: 2 gjafahlutir í Hallgrímskirkju; Heiðursbréf til Vigdísar Eyjólfsdóttur frá Kvenfélagi Hallgrímskirkju 1952; Skírteini fyrir ævifélaga Slysavarnarfélags Íslands 1943
  • örk 5: Margvíslegt efni, sumt slitur. M.a. ræðubrot, skipunarbréf, þakkarbréf frá Kvss.

Askja 3

B3. Viðurkenningarskjöl

3 viðurkenningar þar sem Jónína er gerð að heiðursfélaga þriggja félaga

Askja 4:

C. Úrklippubækur

Tvær úrklippubækur sem sýna fréttir og myndir af ferðum Jónínu vegna starfa í húsmæðra og/eða kvenfélaga. Innlendar og erlendar úrklippur. Nokkuð um persónulegar ljósmyndir í bókunum.

Askja 5:

D. Ljósmyndir

U.þ.b. 40 ljósmyndir úr fórum Jónínu. Bæði fjölskyldumyndir sem og myndir frá starfi Húsmæðrafélagsins

  • Jónína Guðmunds (sér örk): á örkinni stendur úr gögnum Jónínu Guðmunds. Plötu-ljósmynd, tekin af Sigfúsi Eymundssyni
  • Ljósmynd í lit af 6 manns í stofu. Engar upplýsingar á bakhlið myndarinnar.
  • Ljósmynd, svarthvít, af stóru hvítu húsi. Engar upplýsingar á bakhlið myndarinnar.
  • Ljósmynd, í lit, af konum í sumardvöl í Hlaðgerðarkoti.
  • Lítil svarhvít ljósmynd sem sýnir þrjár prúðbúnar konur, ein af þeim í Íslenska þjóðbúningnum. Þær standa fyrir framan stórt íburðarmikið hús, en á bakhlið myndarinnar eru engar upplýsingar.
  • Lítil svarthvít ljósmynd af sex konum í náttúrunni. Óvitað hvenær myndin er tekin eða hverjar konurnar eru.
  • Svarthvít ljósmynd af konum sem sitja til borðs við mikla veislu. Óvitað er hvenær myndin er tekin eða við hvaða tilefni. 
  • Svarthvít ljósmynd sem fest er við þykkan kremaðan pappír, myndin er tekin af R. Vigni, vegna málanámskeiðs hjá Húsmæðrafélaginu.
  • Tvær svarthvítar ljósmyndir sem sýnir níu konur, stjórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur. Ekki er vitað hvaða ár myndin er tekin.
  • Tvær eins ljósmyndir af fjölmörgu fólki í sveit. Ekki er vitað við hvaða tilefni eða hvaða ár myndin er tekin.
  • Svarthvít ljósmynd af Húsmæðrafélagi Reykjavíkur.
  • Svarthvít ljósmynd tekin í tilefni Silfurbrúðkaups, af hjónum en ekki er vitað hver þau eru eða hvenær myndin er tekin.
  • Svarthvít ljósmynd, frekar hreyfð, sem sýnir börn við matarborð
  • Tvær alveg eins svarthvítar ljósmyndir, á henni eru fimm börn, aftan á einni myndinni stendur „Sólbað Reykjavík 1938“
  • Svarthvít ljósmynd af konum í laut. Ekki er vitað hvenær eða hvar myndin var tekin.
  • Svarthvít ljósmynd af fjölmörgum konum, á einhvers lags þingi. Myndin virðist vera tekin í Danmörku ef marka má stimpil aftan á myndinni.
  • Svarthvít ljósmynd af beru barni í náttúrunni.
  • Svarthvít ljósmynd af fjölmörgum konum í samsæti.
  • Svarthvít ljósmynd af fjölmörgum konum við hlaðborð í veislu.
  • Lítil svarthvít ljósmynd af þremur konum. Á bakhlið stendur: „Jónína Ingibjörð á Reykjum.“
  • Lítil svarthvít ljósmynd af tveimur brosmildum konum. Ekkert stendur á bakhlið myndarinnar.
  • Svarthvít ljósmynd af konum við veisluborð, ein virðist vera í hjúkrunarklæðnaði eða nunnuklæðnaði.
  • í kremuðu umslagi í örkinni, eru nokkrar ljósmyndir af Nordens Husmoderforbund, þingi húsmæðra.
  • Svarthvít ljósmynd af fjölmörgum börnum og nokkrum konum. Ekki er vitað hvaða ár eða við hvaða tilefni myndin var tekin.
  • Tvö eintök af eins ljósmynd, svarthvít ljósmynd af húsi, Reykjahóli 1938, og tjaldbúðum í kringum húsið.
  • Svarthvít ljósmynd, tekin við sama tilefni og tvær sem áður hafa komið fram, fjölmargt fólk í sveit við lítinn skúr.
  • Svarthvít ljósmynd af fólki, við húsið og tjaldbúðirnar – (Reykjahóli 1938) sem komu fram á fyrrnefndri mynd.
  • Svarthvít ljósmynd sem sýnir fimm konur og þrjú börn, konurnar virðast vera einhvers lags fóstrur eða hjúkrunarkonur, eru í slopp.
  • Svarthvít ljósmynd af konum og börnum í sólbaði.
  • Tvær eins svarthvítar ljósmyndir af ellefu konum. Ekki er vitað hvar eða hvenær myndin var tekin.
  • Hreyfð svarthvít ljósmynd af konum og börnum við matarborð.
  • Svarthvít ljósmynd af fullt af börnum og nokkrum konum. Ekki er vitað hvenær eða hvar myndin var tekin.
  • Svarthvít ljósmynd af börnum og konum í sundlaug, ekki er vitað hvenær eða hvar myndin er tekin.
  • Fjórar svipaðar ljósmyndir af öðrum sjónarhornum af Reykhól, líklegast teknar á sama tíma eða árið 1938.

Fyrst birt 08.07.2020

Til baka