Skjalasöfn í stafrófsröð

Þórunn Kolfinna Ólafsdóttir (1905-2000). KSS 29.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 29

 • Titill:

  Þórunn Kolfinna Ólafsdóttir (1905-2000)

 • Tímabil:

  1950-1985

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.KSS 29. Þórunn Kolfinna Ólafsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Þórunn Kolfinna Ólafsdóttir (1905-2000)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fæddist í Hafnarfirði 1. ágúst 1905, d. í Reykjavík 15. maí 2000.
  For.: Ólafur Sigurðsson frá Merkinesi, bóndi, formaður og smiður, og seinni kona hans, Sigurbjörg María Eyjólfsdóttir.
  Lauk námi frá Flensborgarskóla. Hóf ung verslunarstörf, fyrst í Sturlubúð en í þrjá áratugi  í Verslun Kristínar Sigurðardóttur að Laugaveg 20 í Rvk. þar til sú verslun hætti starfsemi í byrjun sjöunda áratugar 20. aldar. Starfaði frá 1963 hjá Happdrætti H.Í. í 12 ár. Ógift og barnlaus.

 • Varðveislusaga:

  Ólafur Halldórsson afhenti Kvennasögusafni skjölin en Þórunn var afasystir hans. Skjölin komu af heimili Þórunnar.

 • Um afhendingu:

  Afhending var 25. jaúnar 2005

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tvær öskjur. Safn Þórunnar Kolfinnu hefur að geyma sendibréf til hennar, kort og símskeyti, nokkrar ljósmyndir, minningargreinar um Þórunni og geisladisk með upplýsingum.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Safnið er opið

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:
  • Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir ljósmyndir úr hennar fórum.  
  • Héraðsskjalasafn Kópavogs varðveitir bréf og önnur skjöl frá henni, tilvísun: 5/2006 og 6/2007. 

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Skjölin komu í pappakassa. Auður Styrkársdóttir raðaði árið 2005. Hún skrifaði lýsingu í sept. 2011. Ljósmyndir fóru á Ljósmyndasafn Reykjavíkur (2005-14).

 • Dagsetning lýsingar:

  22. mars 2011


Skjalaskrá

Askja 1:

Sendibréf. Neðst liggja kort, símskeyti, nokkrar myndir, vegabréf frá 1947 o.fl.
Bréfritarar:

-  Dadda

-  Anna S. Sigurjónsdóttir, Torfastöðum

-  Ingibjörg Johnson, San Fransisco

    Saman í örk:

-  Begga og Jón

-  Ingunn

-  Vala

-  Margrjet Bjarnadóttir

-  Villý Vilhjálmsdóttir

-  Sigrún

-  Óþekkt

Askja 2: Sendibréf, bréfritarar:

- Tóta, Kanada

- Gunnhildur, Oslo

- Helen, Danmmörk


Fyrst birt 06.07.2020

Til baka