Kvenréttindafélag Íslands, KRFÍ (st. 1907). KSS 6.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 6

 • Titill:

  Kvenréttindafélag Íslands

 • Tímabil:

  1907-2000

 • Umfang:

  32 öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Kvenréttindafélag Íslands (st. 1907)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Kvenréttindafélag Íslands var stofnað 27. janúar 1907 þegar saman komu nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins sem snerti konur og börn og framkvæmd laganna, eða eins og segir í 2. gr. fyrstu laga félagsins: „að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir.“

  Á stofnfund félagsins mættu fimmtán konur og eru nöfn stofnfélaganna sem hér segir: Sigríður Hjaltadóttir Jensson, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg Þorláksson, Kristín Vídalín Jacobson, Guðrún Björnsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ingibjörg Guðbrandsdóttir, Elín Matthíasdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir og Guðrún Aðalsteins.

  Félagið starfar enn. 

  Heimild: Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, 1992.

 • Varðveislusaga:

  Skjölin voru í hirslum Kvenréttindafélags Íslands uns þau voru afhent Kvennasögusafni Íslands.

 • Um afhendingu:

  1. Jóhanna Júlíusdóttir afhenti 30. sept. og 10. okt. 1977 möppu með bréfum og skjölum, tvær fundagerðabækur, 21/3 1950-7/12 1954, sjö landsfunda- og fulltrúaráðsfundagerðir KRFÍ;
  2. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir afhenti 24. október 1999:
  fundagerðir félagsins 1907-1987; leikritið "Prófið" í lauslegri þýðingu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og ýmis önnur gögn félagsins.
  3. Hjördís Þorsteinsdóttir afhenti úr fórum Menningar- og minningarsjóðs kvenna við sama tækifæri: fundagerðir, styrkjabók, merkjasölubækur o.fl.
  4. Kristín Þóra Harðardóttir afhenti 8. nóv. 1999:
  fundagerðir landsfunda o.fl.
  5. Kristín Þóra Harðardóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir tóku saman sjö pappakassa með gögnum félagsins úr geymslum 18. des. 2000.
  6. Halldóra Traustadóttir afhenti 4 pappakassa með skjölum úr geymslu félagsins 16. sept. 2008 [öskjur 30–31].

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:
  • Fundagerðir
  • 19. júní
  • Ýmsir fundir
  • Lög KRFÍ
  • Skýrslur
  • Bréf
  • Ýmisleg gögn KRFÍ
  • Útvarp
  • Afmæli KRFÍ / minni
  • Söguritunarsjóður
  • Bríet Bjarnhéðinsdóttir
  • Vinnumiðstöð kvenna
  • IWSA / IWA
  • Ýmis samtíningur varðandi KRFÍ 
 • Grisjun:

  Tvítökum var eytt að mestu leyti

 • Viðbætur:

  Safnið nær fram til ársins 2000 og er ekki alveg heilt. Von er á viðbótum.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Erla Hulda Halldórsdóttir raðaði tveimur fyrstu sendingunum og setti á safnmark 293-305 en Auður Styrkársdóttir síðan. Auður skrifaði einnig lýsingu í janúar 2009 og bætti við safnmörkum 594-595. Auður skráði rafrænt 1. ágúst 2013 og raðaði á safnmarkið KSS 6, öskjunúmer héldust óbreytt. Rakel Adolphsdóttir breytti öskjunúmerunum í öskjur 1–32 í janúar 2019.


Skjalaskrá

Askja 1
Almennir kvennafundir (úr möppu merktri svo):

• Fundargerð almenns kvennafundar í Varðarhúsinu í Reykjavík 17. febrúar 1933 [handrit]
• Almennur kvennafundur í Iðnaðarmannahúsinu 21. júní 1950 vélrit
• Opinn fundur um skóla og uppeldismál 20. júní 1952 handrit
• Punktar frá ótilgreindum fundi handrit
• Fundargerð fundar kvenfélaga o.fl. um leikvelli/barnaheimili 5. júní 1947 handrit/stílabók
Útvarpsþættir, ræður o.fl.( sjá hér einnig nr. 3, 35, 36, 138, 294, og bréf 1940-’43, ’45 og ’47, einnig 592)
• Útvarpsdagskrá, án ártals og höfundar
• Útvarpsdagskrá helguð Menningar- og minningarsjóði kvenna í september 1955, „Blaðað í elztu
bókum íslenzkra kvenna
• Útvarpserindi 1952. Valborg Bentsdóttir. Einnig bréf frá Guðrúnu Pálsdóttur til KRFÍ vegna
útvarpserindis sem hún flutti á vegum félagsins 1952
• Útvarpserindi 1954
• Útvarpsdagskrá vegna 100 ára minningar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur 27. september 1956
• Útvarpsdagkrá 1957
• Útvarpsdagskrá 1959 handskrifað og nafnlaust
• Útvarpskvöld í janúar 1947. 40 ára afmæli KRFÍ
• Útvarpsdagskrá 18. júní 1958, „Rabbað um ýmis baráttumál Kvenréttindafélags Íslands
• Skýrsla útvarpsnefndar KRFÍ 1960-1964, bréf og flutt erindi (úr fórum KRFÍ)
• Skýrsla útvarpsnefndar KRFÍ 1964-1968 (úr fórum KRFÍ)
• Útvarpsnefnd KRFÍ 1969 (úr fórum KRFÍ)
• Útvarpsnefnd 1970 (úr fórum KRFÍ)
• Útvarpsdagskrá flutt 18. júní 1955, „Kosningaréttur í 40 ár
• Ræða flutt af Fanny Hartmann á Íslandi í júlí 1951
• Ræða flutt af Hólmfríði Jónsdóttur á þingi IAW 1955
• „Sömu laun til karla og kvenna…” Samþykkt Alþjóðaatvinnumálaþingsins 1951
• Símskeyti til KRFÍ, m.a. í tilefni 40 og 50 ára afmælis félagsins.


Saman í örk:
• Minni kvenna við aldamótin 1900-01 eftir Hallfröðr
• Minni Kvenréttindafélags Íslands (1/2 1908)
• Legimitimationskarte v. þings Alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga í Berlín 1929
• Borðskort til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í veislur vegna tveggja konungskoma
• Lög Hins íslenska kvenfélags 1894, einnig lög félagsins prentuð ásamt skýrslu um störf félagsins 1927. (Gert í janúar 1928).
• Bréfspjald til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur með kveðskap til hennar eftir Plausor
• Lög Kvenréttindafélags Íslands 1914

Saman í örk:
• Ræða Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindaþingi í Berlín 1929 (handritsbrot)
• Tveir reikningar á Bríetar Bjarnhéðinsdóttur persónulega
• Tvö bréfauppköst Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
• Tvö bréfspjöld frá Ann-Margret Holmgren til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
• Bréf frá Anna Brita Bergstrand til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur

Kvennablaðið:
• Greiðslukvittanir Guðnýjar Guðmundsdóttur v. Kvennablaðsins
• Hvatningarbréf frá Ólöfu Einarsdóttur, Guðmundi Davíðssyni og Einari B. Guðmundssyni á Hraunum
í Fljótum, dagsett 7. febrúar 1920, þess efnis að halda áfram útgáfu Kvennablaðsins.

Sendibréf stíluð á Bríeti Bjarnhéðinsdóttursérstaklega. Bréfritarar:
• Guðmundur Björnsson landlæknir, skrifað að loknum fundi í Bárubúð 1909
• Kristín Ólafsdóttir Rauðanesi skrifar vegna kvennaframboðs/listans 1922
• Lilja Guðmundsdóttir Svertingsstöðum 1915 (gömul frænka?)
• Þuríður Jónsdóttir Svarfhóli 1915 frábær lofræða til BB – á að vera fyrst til að setjast á þing!
• Kvenréttindafélag Íslands 30 ára virðist vera handrit að ræðu. Er bæði prentað og með hönd BB, að
því er virðist.


Saman í örk:
• Kvenréttindafélag Íslands gengur í alþjóðasambandið handrit, ódagsett. Aftan við er ½ bls af sögu
Lestrarfélags kvenna í Reykjavík
• Íslenskar konur og fasisminn ódagsett og án höfundar
• Kauptaxtar Framsóknar 1964
• Vinningar í innanfélagshappdrætti KRFÍ
• Kvenréttindafélag Íslands 40 ára 1947: viðtal við Ingibjörgu Benediktsdóttur ritstjóra afmælisritsins –úrklippa úr Þjóðviljanum.
• Kvenréttindafélag Íslands 48 ára 1955: handskrifuð ræða
• Kvenréttindafélag Íslands 50 ára 1957. Blaðaúrklippur vegna listsýningar félagsins.
• Skýrslur frá kvenfélögum og kvenfélagasamböndum

Askja 2
Bréf Kvenréttindafélags Íslands var flokkað í möppum
• 1909-1923: Ýmis bréf er varða fjárveitingar til KRFÍ, ferðir á alþjóðaþing o.fl. Einnig bréf til kvenna
vegna kvennalistans 1922.
• 1924
• 1926. M.a. boðsbréf vegna landsfundar 1926, ferðastyrkir, Kvennalistinn 1926.
• 1928. Minnispunktar úr sögu KRFÍ, ársskýrsla 1927 með hendi BB.
• 1929
• 1930. Nefndarálit um umferðarkennslu (farandkennslu í hinum ýmsu fræðum húsmæðra)
• 1931
• 1932
• 1933. M.a. áskorun um að setja Ástu Magnúsdóttur í embætti ríkisfjárhirðis
• 1934
• 1935
• 1936. „Frelsið og fullveldið” eftir Laufeyju Valdimarsdóttur
• 1937
• 1938
• 1939. M.a. mæðrastyrksnefnd


Innlend bréf, útsend 1940-43:
• Til Alþingis 1940, meðlag barna
• Tillögur um starfssvið kvenlögreglu 1941
• Bréfaskipti KRFÍ og RÚV vegna útvarpsþáttar 19. júní 1941
• Almenningsþvottahús
• Opinberir styrkir til KRFÍ
• Útvarpsdagskrá, Norrænt kvennakvöld 1942
• RÚV synjar Laufeyju Valdimarsdóttur um að flytja erindi óbreytt í útvarpi 1943
Innsend bréf kvenfélaga 1944:
• M.a. vegna landsfundar 1944, framlög til minningar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (til Menningar- og minningarsjóðs.
Útsend bréf 1944:
• Landsfundur 1944 (styrkbeiðni)
• Bréf til utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra vegna meðlagsgreiðslna til þeirra kvenna sem áttu börn með hermönnum.
• Svar utanríkisráðuneytisins
Bréf 1945:
• Ferð Laufeyjar Valdimarsdóttur til Genfar 1945. Styrkbeiðni, ferðaleyfi o.fl.
• Útvarpsdagskrá 1945
• Til ASÍ vegna launamála og jafnréttis
• Styrkir frá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu
• Bréf frá kvenfélögum vegna kvenréttindamála og framlög í MMK
• Fundarboð Sambands austfirskra kvenna
• Úrsögn úr KRFÍ
• Aðalbjörg Sigurðardóttir segir sig úr stjórn KRFÍ vegna ósamkomulags við LV
Annað 1945:
• Minnispunktar frá fulltrúaráðsfundi 1945
• Bráðabirgðafrumvarp að alþjóðasáttmálum um þjóðerni giftra kvenna
• Skýrsla formanns KRFÍ 1945
• Hallveigarstaðir
Bréf o.fl. 1946:
• Menningar- og minningarsjóður, ávarp til kvenna
• Prógramm – minningarathöfn um Laufeyju Valdimarsdóttur 17. janúar 1946
• Samþykktir á fundi KRFÍ 1946 (um herlið, kvenréttindi o.fl.)
o.fl.
Bréf o.fl. 1947
M.a. bréf til útvarpsráðs vegna niðurfellingar kvennaþátta og gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að skipa ekki konur í opinberar nefndir.
Bréf 1948:
• Blaðaútgáfa (viðræður við KÍ)
• Styrkur Alþingis til KRFÍ
• Tilmæli KRFÍ til utanríkisráðuneytisins að senda konu á þing Sameinuðu þjóðanna í París 1948
• Ýmis bréf frá konum, m.a. um kvenréttindi og áhugaleysi kvenna
Bréf o.fl. 1949:
• Svarbréf frambjóðenda til alþingis við spurningum KRFÍ um jafnréttismál
• Vinnuhjálp húsmæðra
• Bréf er varða m.a. styrk v. þings alþjóðasamtaka kvenna

Askja 3
• Fundargerðabók Kvenréttindafélags Íslands 27. janúar 1907-22. nóv. 1915
• „Prófið” eftir Oreolo William Haskell. Lauslega þýtt af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
• Fundargerðabók Sambandsfélags kvenréttindafélaga Íslands 1909-1912. Í sömu bók eru fundargerðir Landsfundar kvenna 1923 og 1930
• Fundargerðabók ritstjórnar 19. júní 1964-1972
• Meðlimatal Kvenréttindafélags Íslands 1932 o.áfr. / Reikningar KRFÍ
• Fundargerðabók kvennadeildar Verslunarmannafélagsins Merkúrs 1930-1933

Askja 4
• Fundargerðabók Kvenréttindafélags Íslands 8. des. 1915-10. júlí 1945
• Fundargerðabók Kvenréttindafélags Íslands 5. nóv. 1945-17. maí 1960

Askja 5
• Fundargerðabók stjórnar Kvenréttindafélags Íslands 1951-1960
• Fundargerðabók stjórnar Kvenréttindafélags Íslands 1960-1967
• Fundargerðabók stjórnar Kvenréttindafélags Íslands 1967-1976

Askja 6
• Fundargerðabók stjórnar Kvenréttindafélags Íslands 1976-1981
• Fundagerðarbók stjórnar Kvenréttindafélags Íslands 1982-1987 (úr fórum KRFÍ)

Askja 7
• Fundargerðabók Kvenréttindafélags Íslands 1960-1967
• Fundargerðabók Kvenréttindafélags Íslands 1967-1974
• Fundargerðabók Kvenréttindafélags Íslands 1974-1982

Askja 8
• Frumrit. Fundargerð 3. landsfundar 1930
• Frumrit. Fundargerð 4. landsfundar 1934 ásamt prentuðu eintaki
• Frumrit. Fundargerð 5. landsfundar 1938 ásamt prentuðu eintaki
• Prentuð fundargerð 6. landsfundar 1944
Einnig lausir pappírar varðandi fundina, einnig boðsbréf vegna landsfundar 1926

Askja 9
• Prentuð fundargerð 7. landsfundar 1948
• Prentuð fundargerð 8. landsfundar 1952
• Prentuð fundargerð 9. landsfundar 1956
Einnig lausir pappírar varðandi fundina

Askja 10
framhald: lausir pappírar og fundargerð 9. landsfundar 1956
• Prentuð fundargerð 10. landsfundar 1960
Einnig pappírar í örk varðandi fundinn, m.a. um herstöðvamálið
• Prentuð fundargerð 11. landsfundar 1964
Einnig pappírar í örk varðandi fundinn

Askja 11
• Prentuð fundargerð 12. landsfundar 1968
• Fundargerð 13. landsfundar 1972, handskrifuð í bók og fyrri hluti 14. landsfundar 1976. Einnig
prentuð gögn vegna landsfundar 1972, ályktanir o.fl.
• 14. landsfundur 1976. Ýmsir pappírar

Askja 12
Ýmis gögn varðandi Kvenréttindafélag Íslands, fundarboð, afrit bréfa, o.fl. Megnið úr fórum Önnu Sigurðardóttur en einnig frá Kvenréttindafélagi Íslands
• Skýrslur og eyðublöð varðandi félagið
• Gögn frá árunum 1940-49: spurningar til frambjóðenda við Alþingiskosningar 1949, afmælishátíð KRFÍ 1947, breytingartillögur KRFÍ við frv. Til laga um laun starfsmanna ríkisins 1944, skýrsla frá Svöfu Þorleifsdóttur 1949 um fundi. Reikningar landssambandsins 1947-1948 og Samvinnusjóðs 1948
• Gögn frá árunum 1950-60. M.a. blaðaúrklippa um að fundur KRFÍ 16. mars 1950 hafi samþykkt að telja stofnun íslensks hers brjóta í bága við menningararf þjóðarinnar og alla afstöðu til lífsins
• Gögn frá 1962
• Gögn frá 1963. Félagar í KRFÍ
• Gögn frá 1964. Ýmsar ályktanir, m.a. um ættleiðingar
• Gögn frá 1965
• Gögn frá 1966
• Gögn frá 1967
• Gögn frá 1968, lagabreytingar, ársreikningur

Askja 13
• Gögn frá 1969, m.a. áskorun til utanríkisráðuneytisins um fullgildingu á alþjóðamannréttindasáttmálum
• Gögn frá 1970. M.a. bréf til menntamálaráðuneytisins varðandi menntun kvenna á alþjóða menntaári
• Gögn frá 1971. Skýrsla stjórnar fyrir 1970
• Gögn frá 1972
• Gögn frá 1973
• Gögn frá 1977
• Gögn frá 1978
• Gögn frá 1979
• Gögn frá 1980
• Gögn frá 1981
• Gögn frá 1982
• Gögn frá 1983
• Gögn frá 1984
• Gögn frá 1985
• Gögn frá 1986
• Gögn frá 1987
• Gögn frá 1988
• Gögn frá 1992
• Skýrsla útvarpsnefndar KRFÍ 1960-1964. Efni útvarpsþátta (flutt í 293 16. júní 2001)

Askja 14
• 19. júní. Skilagreinar frá sölumönnum 1971. Handrit (vélritað) Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi að greininni ,,Minningar um Elínu Eggertsdóttur Briem”, birt í 19. júní 1957
• 19. júní. Reglugerð frá 1964. Handskrifaður listi með nöfnum þeirra sem fá blaðið til sölu í Reykjavík
• 1964
• Gögn frá IAW 1926. Einnig bæklingur um minningarsjóð Carrie Chapman Catt o.fl.
• Bréf Friðarnefndar IAW 1947-1952. Frú Ástríður Eggertsdóttir (Astrid Viking) afhenti KRFÍ er hún
• flutti erlendis
• Reikningar KRFÍ og landssambandsins 1943-1954
• Hlutabréf í Eimskip – hlutabréfaskipti 1964

Askja 15
• Anna Sigurðardóttir á félagsfundi 1961 eða 1962. Um húsnæðismál félagsins, fyrirkomulag á fundum
o.fl.
• Skýrsla frá fulltrúa KRFÍ (Önnu Sig?) af ferð á Norðurlandi 1959
• Svar Önnu Sigurðardóttur til KRFÍ vegna beiðni félagsins um að fjarlægja bréf hennar (tillögur,
fyrirspurnir, athugasemdir) úr bréfasafni félagsins
• Erindisbréf fyrir kvenréttindanefndir. Samþykkt 1945
• Samband við útlönd; skýrslur til og frá International Alliance of Women (IAW)
• Óskyldir pappírar saman í örk, sumt ódagsett. Afmælisdagskrá 1990, myndlistarsýning 1987, kynning
á KRFÍ
• Ljóð Lilju Björnsdóttur í tilefni 50 ára afmælis félagsins
• Boðskort o.fl. frá KRFÍ. Kynningarbæklingur. Póstkort frá 24. október 1975. Kosningagetraun 1982
• Landsfundarplögg (möppur þátttakenda) 1992 og 1996
• Veröld sem ég vil. Kynning og áskriftartilboð vegna sögu Kvenréttindafélags Íslands 1993
• Gjaldskrá félaga í KRFÍ 1949-1957. Færslubók
• Stílabók með handskrifaðri þýðingu Sigrúnar Pálsdóttur á ræðu Selmu Lagerlöf á þingi sænsku
kvenréttindafélaganna í Stokkhólmi í júní 1911
• Bazar 1962 – stílabók með ýmsum færslum og miðum
• ,,Kvöldvaka í Hlíð” – stílabók með handskrifuðu leikriti (óvíst hver skrifaði eða hvenær)
• Lög um fræðslu barna frá 1907. Áritað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
Lög fyrir Kvenréttindafélag Íslands 1949 og 1958 (2 stk. af hvoru)

Askja 16
• Prentuð fundargerð 1. fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands 1945
• Prentuð fundargerð 2. fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands 1946
• Útdráttur úr fundargerð 3. fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands (v. ár) 1947
• Útdráttur úr fundargerð fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands 1950
• Útdráttur úr fundargerð 5. fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands 1954
• Útdráttur úr fundargerð 6. fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands 1958.
• Útdráttur úr fundargerð 7. fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands 1962
• Útdráttur úr fundargerð 8. fulltrúaráðsfundar Kvenréttindafélags Íslands 1966
Saman í örk:
• Erindi frá ,,Samtökum herskálabúa” lagt fyrir fulltrúaráðsfund 1954
• Handskrifuð fundargerð fulltrúaráðsfundar 1954 ásamt tillögum (vantar bls. 2)
Saman í örk:
• Handskrifaður útdráttur úr fundargerð 6. fulltrúaráðsfundar 1958
• Fundargerð fulltrúaráðsfundar 1950 ásamt nokkrum lausum miðum
• Dagskrá 6. fulltrúaráðsfundar 1962
• Handskrifuð fundargerð 1. fulltrúaráðsfundar 1945
• Handskrifuð fundargerð 8. fulltrúaráðsfundar 1966
• Námsflokkar Kvenréttindafélags Íslands. Fundarstjórn og fundarreglur
• 12. þing norrænna kvenréttindafélaga á Þingvöllum 1968. Ræður þingfulltrúa o.fl.
• Þing norrænna kvenréttindafélaga í Noregi 1972. Innlegg frá Íslandi
• Framfærsluhugtakið (forsörgerbegrebet) eftir Önnu Sigurðardóttur
• Tillögur að nýjum félagslögum fyrir KRFÍ. Fundarsköp fyrir landsfund

Askja 17
• Bréf inn og út. Útlönd 1930-47
• Bréf inn og út. Útlönd 1948
• Bréf inn og út. Útlönd 1949
• Bréf inn og út. Útlönd 1950
• Bréf inn og út. Útlönd 1951
• Bréf inn og út. Útlönd 1952. M.a. bréfaskipti vegna vegabréfsáritunar Nínu Tryggvadóttur til USA
• Bréf inn og út. Útlönd 1953
• Bréf inn og út. Útlönd 1954
• Bréf inn og út. Útlönd 1955
• Bréf inn og út. Útlönd 1956
• Bréf inn og út. Útlönd 1957
• Bréf inn og út. Útlönd 1958-1960
• Bréf inn og út. Útlönd 1961-62. Svar Auðar Auðuns við fyrirspurn um stöðu óskilgetinna barna 1961
• Bréf inn og út. Útlönd 1963-1964
• „Bréfabók” Bríetar Bjarnhéðinsdóttur (KRFÍ) frá 1911. Um er að ræða afrit fáeinna bréfa, m.a. til Carrie Chapman Catt. (Úr fórum KRFÍ)

Askja 18
• Bréf inn og út. Útlönd 1965-1967
• Bréf inn og út. Útlönd 1968
• Bréf inn og út. Útlönd 1969
• Bréf inn og út. Útlönd 1970
• Bréf inn og út. Útlönd 1971-1972
• Bréf inn og út. Útlönd 1973-1974
• Bréf inn og út. Útlönd 1975-1976
• Bréf inn og út. Útlönd 1977-1978
• Bréf inn og út. Útlönd 1979

Askja 19
• Erindisbréf fyrir kvenréttindanefndir 1945 og annað ódagsett
• Skýrslur frá kvenréttindanefndum kvenfélaga 1948, 1949, 1950 og 1951
• Skýrslur frá kvenréttindanefndum kvenfélaga 1952, 1953 og 1954
• Skýrslur frá kvenréttindanefndum kvenfélaga 1959
• Skýrslur frá kvenréttindanefndum kvenfélaga 1961 og 1962
• Skýrslur frá kvenréttindanefndum kvenfélaga 1963
• Skýrslur frá kvenréttindanefndum kvenfélaga 1966
• Skýrslur frá kvenréttindanefndum kvenfélaga 1967
• Æskudeild Kvenréttindafélags Íslands (Úur)
• Minnisblöð sitt lítið af hverju (úr möppu merktri svo). M.a. félagatal KRFÍ 1961 og 1964. Listar yfir
konur sem hafa sótt um styrk, og fengið, hjá Menntamálaráði Íslands
• Hallveigarstaðir. Skjöl um kvennaheimili
• Sambandslög KRFÍ og lög KRFÍ 1913
• Verkmenntun-jafnrétti. Ráðstefna KRFÍ í Norræna húsinu 8. apríl 1978. Bæklingur
• Jöfn foreldraábyrgð. Ráðstefna KRFÍ að Hótel Borg 23. febr. 1980. Bæklingur
• Konur í sveitarstjórnum. Ráðstefna KRFÍ að Hótel Esju 25.-26. okt. 1980. Bæklingur

Askja 20 
Vinnumiðstöð kvenna (sjá einnig KSS 7, askja 14):
- Bók með nöfnun vinnukaupenda og vinnuseljenda hjá Vinnumiðstöð kvenna 1931-1932 (K.I.)
- Bók með nöfnum vinnukaupenda hjá Vinnumiðstöð kvenna, 1. maí 1932-21. apríl 1933 K.II.)

Askja 21
vinnumiðstöð kvenna
- Bók með nöfnum vinnukaupenda hjá Vinnumiðstöð kvenna, 1. maí 1935-17. ágúst 1935
- Vinnumiðstöð kvenna. Skýrslur, greinargerðir, bréf til ríkis og borgar, m.a. mótmæli við því að leggja miðstöðina niður. Grein e. Laufeyju Valdimarsdóttur ,,Fátækt og Góðgerðastarfsemi” (1932?)

Askja 22
• Bréf inn og út. Innlent. 1950
• Bréf inn og út. Innlent. 1951 (m.a. um skattamál hjóna og launajafnrétti)
• Bréf inn og út. Innlent 1952 (m.a. frá Nínu Tryggvadóttur vegna synjunar á vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna og bréf KRFÍ til bandaríska sendiherrans
• Bréf inn og út. Innlent 1953 (m.a. frá Viktoríu Halldórsdóttur og Ragnheiði Möller, Halldóru B.
Björnsson og Viktoríu vegna útdráttar úr fundargerð 8. landsfundar. Tengist hermálinu. Einnig bréf
Gunnar M. Magnúss v. Ávarps um þjóðareiningu gegn her á Íslandi og fyrirhugaða þjóðarráðstefnu 5.-
7. maí, einnig svarbréf félagsins og Ávarpið
• Bréf inn og út. Innlent 1954 (m.a. til útvarpsráðs vegna niðurfellingu þáttarins ,,Vettvangur kvenna”
• Bréf inn og út. Innlent 1955
• Bréf inn og út. Innlent 1956
• Bréf inn og út. Innlent 1957 (m.a. bréf frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna sýningar KRFÍ og svarbréf;
útvarpsdagskrá KRFÍ; bréf frá Nínu Tryggvadóttur; launamál kvenna/launalögin
• Bréf inn og út. Innlent 1961
• Bréf inn og út. Innlent 1962
• Bréf inn og út. Innlent 1963
• Bréf inn og út. Innlent 1964
• Bréf inn og út. Innlent 1965
• Bréf inn og út. Innlent 1966

Askja 23
• Bréf inn og út. Innlent 1967
• Bréf inn og út. Innlent 1968
• Bréf inn og út. Innlent 1969
• Bréf inn og út. Innlent 1970
• Bréf inn og út. Innlent 1971
• Bréf inn og út. Innlent 1972
• Bréf inn og út. Innlent 1973 og 1974
• Bréf inn og út. Innlent 1975 og 1976
• Bréf inn og út. Innlent 1977
• Bréf inn og út. Innlent 1978
• Bréf inn og út. Innlent 1979

Askja 24
• Nokkrar ljósmyndir, m.a. frá Landsfundi 1930, 1944, af Grétu Björnsson listmálara, af Landsfundi 1938 (?)
• Segulbandsspólur úr fórum KRFÍ:
Tvær spólur sem virðast koma frá útvarpinu. Þarf að athuga innihald.
Ein spóla merkt ,,19. júní” – Bylgjan
Kasettur: 2 með Helen Caldicott í Þjóðleikhúsinu; ein merkt ,,Augl. 19. júní ´87”; ein merkt KRFÍ- afmæli 75 ára (1982); ein merkt ,,Ræða Kristjáns, spóla biluð”; ein merkt ,,Baráttusöngur e. Ingibjörgu Þorbergs: Við erum komin hér, við erum vopnlaus her…”, Góða ferð”

Askja 25
• Tillögur Önnu Sigurðardóttur til stjórnar og á fundum KRFÍ ásamt bréfum þessu tengt
• Atkvæðaseðlar vegna kosninga á landsfund, ódagsett en frá 7. áratug 20. aldar
• Þrjú útvarpserindi KRFÍ (?)
• Nokkur ódagsett skjöl
• Nótur vegna 19. júní 1965

Askja 26
Bréfabók með afritum af nokkrum bréfum til útlanda frá 1911

Askja 27
Þrjár stórar segulbandsspólur frá RÚV.
1. Á "Kvenpalli”. 19. júní 1965.
a) H. Kalman ræðir við Sigríði J. Magnússon um baráttuna fyrir kosningarétti kvenna.
b) ”Þátttaka kvenna í þjóðmálum”, erindi Elínar Jósepsdóttur í Hafnarfirði;
c) Sigurlaug Bjarnadóttir les söguna ”Fransí biskví” eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur;
d) Bríet Héðinsdóttir les ljóð. ”Þrá” og ”Í Garði” e. Arnfríði Jónatansdóttur, ”Fjögur nöfn” og ”Vökuró” eftir Jakobínu Sigurðardóttur, og ”Álfarímu” eftir Ástu Sigurðardóttur.
– ”Kvennaslagur” eftir Sigfús Einarsson leikinn í upphafi og í lokin.
2. Dagskrá Menningar- og minningarsjóðs kvenna, 27. 9. 1966. Flytjendur: Katrín Smári o.fl.
3. Dagskrá 19. júní 50 ára, 19. júní 1967. Flytjendur: María Þorsteinsdóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir, Valborg Bentsdóttir og Hjörtur Pálsson.

Askja 28
1) Stór segulbandsspóla frá RÚV. 16.6. 1966. (Sennilega útvarpað 19. júní 1966).
Dagskrárheiti: Kvenréttindadagskrá. Kvenréttindafélög og karlréttindafélög.
Flytjendur: Elín Guðmundsdóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir og Anna Sigurðardóttir.
2) Spóla, 15 cm. Ómerkt.
3) Spóla, merkt ”Íslenskur aðall” XII. Þórbergur Þórðarson.

Askja 29
• Í örk frá KRFÍ, gögn eftir 1980
Póstkort útg. af KRFÍ og Jafnréttisráðs
Stjórn KRFÍ 1993
Gögn lögð fyrir aðalfund 1995: Skýrsla nefndar um heilsufar kvenna á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, Landvernd, Mannréttindaskrifstofa íslands, Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir, nefnd um forsjármál, Jafnréttisráð, Skýrsla um Hallveigarstaði, Leshringurinn
Ársreikningur Söguritunarsjóðs KRFÍ 1996
Ársreikningur Söguritunarsjóðs KRFÍ 1997
Ársreikningur 19. júní 1996
Ársreikningurt 19. júní 1997
Ársreikningur KRFÍ 1997
Nokkur útsend bréf frá árunum 1980- 1985
• Fundagerðabók frá KRFÍ; í hana eru ritaðar eftirfarandi fundagerðir:
Fundagerðir undirbúningsnefndar Kvenréttindasambands Íslands, 1938-1944
Fundagerðir miðstjórnar KRFÍ 1944-1951
---
Öskjur 30-31.
Gögn er komu í safnið í september 2008 við tiltekt í geymslu KRFÍ að Hallveigarstöðum

Askja 30
1. Skeyti vegna 75 ára afmælis KRFÍ 1982 ásamt vélrituðum og handskrifuðum gestalistum
2. Bréf frá Sigrúnu Pálsdóttur Blöndal til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, skrifað á Hallormsstað 28. mars 1934, skrifað vegna væntanlegs landsfundar kvenna
3. A) Reikningur frá Kaupfélagi Austurlands frá 1956, b) Bréf til tryggingalaganefndar frá KRFÍ, 20. nóv. 1970, afrit, c) Bréf til tryggingalaganefndar frá KRFÍ, 16. nóv. 1970, afrit, d) Ályktun frá fundi Sambands norrænna kvenréttindafélaga í Kaupmannahöfn 30/8-2/9, sennilega frá 1978, e) Bréfspjald með stimpli KRFÍ og heimilisfangi
4. Lög KRFÍ samþykkt á 12. landsfundi 8.-11. júní 1968
5. Stakt blað frá landsfundi 19.-22. Júní 1972, Uppeldismálanefnd
6. Nokkur gögn fra landsfundi KRFÍ, 18.-20. júni 1976: útdráttur úr fundargerð, vélrit, listi yfir ráðstefnugögn, niðurstöður frá starfshópi um starfsmenntun og starfsval
7. Gögn frá landsfundi 1980
8. Gögn frá landsfundi 1985
9. Handskrifuð fundargerð frá aðalfundi 17. mars 1986 ásamt ársreikningi 19
júní 1985 og ársreikningi KRFÍ 1985 – heftað svo saman
10. Útsent bréf til félaga KRFÍ fyrir 13 landsfund 1972 (2 eintök). Bréf um fulltrúakjör á sama landsfund. Úrsagnarbréf Maríu Þorsteinsdóttur 31/10/1974, ásamt umslagi
Neðst liggja ársreikningar KRFÍ 1996, 1998, 1999 og 2000, ársreikningar 19 júní 1996 o 1997, ársreikningar söguritunarsjóðs KRFÍ 1996 og 1997, ásamt ársreikningum Hallveigarstaða 1979, 1998 og 1999; einnig adressubók og stílabók með nokkrum færslum vegna byggingu Hallveigarstaða

Askja 31
Þetta eru gögn er varða þau erlendu félög sem KRFÍ er aðili að, þ.e. International Alliance of Women og Nordiske kvinnesaksforeninger. Gögnin voru sundurlaus. Sýnishornum haldið eftir.

Askja 32
Barmmerki félagsins í gegnum tíðina

 


Fyrst birt 22.05.2020

Til baka