Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Vilborg Sigurðardóttir

KSS 101. Vilborg Sigurðardóttir. Einkaskjalasafn.

Vilborg Sigurðardóttir afhenti Kvennasögusafni þessi gögn 24. júní 2016

Önnur gögn er tilheyra Rauðsokkahreyfingunni, sjá KSS 63.

Fundagerðabækur, gestabækur:

Askja 1:
∙ Bók merkt „Gamlar fundagerðir“, nær frá 19. okt. 1970 til 30. jan. 1974
∙ Bók merkt 23.9. 1974- 26.2. 1977
Askja 2:
∙ Fundagerðabók 8.4.1978-28.3.1981
∙ Bók merkt „1980“
∙ Stílabók merkt: „Hugmyndabanki“
∙ Stílabók merkt: „Forvitin rauð, sala“
∙ Stílabók merkt: „Bókaútlán“
∙ Stílabók merkt „Dagbók“
Askja 3:
∙ Útskorin gestabók, merkt Gerði Óskarsdóttur og Bjarna Ólafssyni, en gestabók Rauðsokka frá 23.11. 1971-3.9. 1974
Askja 4:
∙ Gestabók 27.2. 1977-30.01.1982
 
Innra starf:
Askja 5:
Stefnuskrár, grundvöllur: Tillögur um grundvöll dags.sept. 1976 – Grundvöllur Rauðsokkahreyfingarinnar III. Þing – Um Miðstöð – Tillaga um verkefni Rauðsokkahreyfingarinnar 1981 – Skipulag (ódagsett) –
∙ Drög að lögum Rauðsokkahreyfingarinnar 1982
Skýrslur 1977: Ársfjórðungsfundur 1977 – Frá skattahópi – Húshópur – Skýrsla Helgu Ólafsdóttur á ráðstefnu í Kungälv í Svíþjóð: Kvinden og fremtiden – Dreifbýlishópur – Starfshópur um dagvistarmál – Verkalýðsmálahópur  Rissblað, m.a. um fjármál hreyfingarinnar
∙ Söluskrá (blöð og kort)
Innra starf: dreifiblöð, dreifibréf, bréf til félaga
Staglið, fréttabréf Rauðsokka, 1974-1981 (sjá einnig í KSS 203-19)
∙ Þátttakendur á fundi Rauðsokka á Akranesi 10. sept. 1972
∙ Listar með símanúmerum félaga – Þátttakendur í æfingu í fundarstörfum og ræðumennsku – Þátttakendur á fundi í Félagsheimili prentara 10. nóv. 1972
Askja 6:
∙ Tillögur starfshóps um efni útvarpsþátta
∙ Verkalýðsmálahópur
∙ Starfshópur um marsstarfið 1974
∙Starfshópur um barnaheimili og fóstureyðingar (úr möppu svo merktri)
∙ Dreifbýlishópur
∙ Húshópur
∙ Blaðhópur
Askja 7:
∙ Skýrsla R.T. (Rán Tryggvadóttir) um blaðið Forvitin rauð, 1980
∙ Ásta Sigurðardóttir: Kynning á verkum hennar í Norræna húsinu 27.2. 1977. Tilkynning – Dagskrá- Skrá yfir verk Ástu – Fyrirlestur Oddnýjar Sigurðardóttur (systir) – Fyrirlestur Elísabetar Gunnarsdóttur – Skýrsla starfshóps Rauðsokka – Blaðaúrklippur
∙ Söngtextar
∙ Verkfall fiskverkunarkvenna á Akranesi 1976: greinar og viðtöl úr Þjóðviljanum
∙ Bjarnfríður Leósdóttir (varaformaður Verkakvennafélags Akraness): ræða/grein?
Ljósrit úr blaðinu Neisti 6. tbl. 1980 um bónusinn
∙ Athugasemdir við frumvarp til laga um tekjuskatt og eignaskatt, 1977
∙ Könnun á dagvistarþörf (tvö svarblöð)
∙ Efni varðandi fóstureyðingar: „Skýrsla um ástand fóstureyðinga og getnaðarvarna í nokkrum löndum“ – Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðingar, markmið – Tvö dreifiblöð frá Rauðsokkahreyfingunni 9. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi fyrir frjálsum fóstureyðingum, 1974 – Afrit af bréfum til Sighvats Björgvinssonar og Sigurlaugar Bjarnadóttur, þingmanna, 4. Júlí 1974, þar sem athygli er vakin á frv. Um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir“ – Nokkrar blaðaúrklippur -– Jóhannes Straumland: Örfáar athugasemdir um þjóðfélagslega hræsni (bæklingur)
∙ „Hvað er kvennabarátta?“ / Námskeið 1981: Auglýsing – „Upphaf kvenréttindabaráttunnar“ e. Kristínu Ástgeirsdóttur – Fleira efni, ljósritað
Askja 8:
∙ Láglaunaráðstefna í Lindarbæ 1975: Auglýsing – Þátttökulistar – Dagskrá – Fundagerð (Hildur Hákonardóttir) – Niðurstöður starfshópa – Tillögur að efnisatriðum ályktunar – Álit ráðstefnu – Framsöguræður (úrklipur úr Þjóðviljanum).  –
∙ Kasettur með upptökum frá ráðstefnunni (5 stk.)
∙ Stimpill: Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar
∙ Stimpill: Kynningarrit
∙ Ávísanahefti frá Búnaðarbanka Íslands
 
Annað:
Askja 9:
∙ Könnun á atvinnuþátttöku háskólamenntaðra kvenna (BHM, 1977-78)
∙ Leslistar og lýsing á nokkrum námskeiðum við H.Í. (lögfræði og bókmenntir)
∙ Ákall kvenna um frið, 1980
∙ Ofbeldi gegn konum: Af Kvennadómstól í París – Efter våldtäkten (grein) – Möta och arbeta med våldtäktsproblematik (skýrsla)
∙ ITCAW (International Tribunal on Crimes Against Women), Brüssel, 4-8 mars 1976
∙ Ýmis erindi/greinar: „Með fætur í stoðum“ – Ónafngreint erindi – Kvennabarátta-stéttabarátta – Konur og sósíalismi – Útvarpserindi um barnaheimili, 1972: Guðrún Friðgeirsdóttir – Þórunn Friðriksdóttir um einstæðar mæður
∙ Nokkur skjöl/bréf um Jafnlaunaráð, Kvennaárið og jafnrétti
Askja 10:
8. mars bókin, 1978 – handrit og myndir
Askja 11: (í kjallarageymslu)
Lítið úrklippusafn
Askja 12:
∙ Frá Bjarna Guðmundssyni (handskrifað efni, óljóst)
∙ Efni frá Norræna sumarháskólanum, 1973, 1975 og 1979; nótur Vilborgar á milli, einnig í sér umslagi: Et kort rapport om Rødstrømpebevægelsen på Island; Skipulag Rauðsokkarhreyfingarinnar, samþykkt á ráðstefnu að Skógum, 1974; Samþykktir Rauðsokkahreyfingarinnar að Skógum, 1974
Askja 13:
Ýmislegt prentað norrænt efni, aðallega frá 1978/79, frá kvennasamtökum
Askja 14:
Ýmislegt prentað enskt efni, frá 8. áratug 20. aldar