Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Verkefni

Ath. verk í vinnslu

Verkefni

Söguskilti um Kvennaheimilið Hallveigarstaði - Kvennasögusafn Íslands kom að uppsetningu söguskiltisins í samstarfi við Reykjavíkurborg og Kvennaheimilið Hallveigarstaði. Kvennasögusafn og Kvennaheimilið tengjast nánum böndum og er einkaskjalasafn Hallveigarstaða varðveitt á Kvennasögusafni. Nýlega voru fundargerðarbækur Hallveigarstaða gerðar aðgengilegar á tölvutækt form ásamt hlutabréfum þess en eitt þeirra prýðir söguskiltið. Stafræna endurgerðin er unnin í samstarfi við Landsbókasafn Íslands -Háskólabókasafn sem er leiðandi á því sviði. Hér má finna skjalaskrá Hallveigarstaða og hlekkina til að lesa fundargerðarbækurnar. (2017-2018)

R1918 - Samstarfserkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, RÚV og Listahátíðar í Reykjavik. Jan-jún 2018. „R1918 er stórt þátttökuverkefni sem hófst með örstuttum daglegum útvarpsþáttum á Rás1 frá áramótum (öll innslögin má nálgast hér neðar á síðunni). Verkefnið nær hámarki sunnudaginn 10. júní með risastórum gjörningi sem fram fer í miðborg Reykjavíkur með aðkomu hátt í 200 almennra borgara.“ (2018)

Hinsegin huldukonur: Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700–1960 - Kvennasögusafn aðstoðar umsjónaraðilum verkefnisins við að finna heimildir og skapa nýjar munnlegar heimildir. (2018)

Kvennalistinn.is - Kristín Jónsdóttir opnaði vefinn árið 2017 en hún fékk styrk frá RANNÍS til verkefnisins, Kvennasögusafn og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn aðstoðuðu við aðgang að skjölum Kvennalistans og stafræna endurgerð á útgáfum hans. (2016-2017)

Bríetarbrekka - minningarreitur um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur var afhjúpaður á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs 7. nóvember 2007. (2007)

Baráttuhátíð á Þingvöllum 19. júní 2005. Í samstarfi við Femínistafélag Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjuna, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi. Jafnframt gáfu félögin Alþingi listaverk eftir Koggu.

Kvennaslóðir - Gagnagrunnur opnaður 19. júní 2003. Markmið þess var að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega. Kvennaslóðir er vettvangur fjölmiðla, fyrirtækja og stjórnvalda til þess að finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjótvirkum hætti.  Að gerð kvennaslóða stóði RIKK- Rannsóknastofa i kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands, jafnréttisnefnd Háskóla Islands, Kvennasögusafn Íslands og Jafnréttisstofa fyrir tilstyrk ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja. (2003)

Kvennasöguslóðir í Kvösinu. Gönguleið opnuð. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ávarpaði gesti og forstöðumaður safnsins opnaði gönguleiðina.  Ríflega 100 manns mættu til þessarar athafnar og gengu síðan undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings.  Þessi viðburður var unninn í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands sem bauð göngufólki til kaffisamsætis og fagnaði þannig 95 ára afmæli sínu. 

 

Ráðstefnur

Kvennahreyfingar: innblástur- íhlutun - irringar, norræn ráðstefna um kvennahreyfingar. Haldin í Háskóla íslands í samstarfi við NIKK og RIKK 10.-12. júní 2004.

 

Málþing

Kosningaréttur kvenna 90 ára. Í samstarfi við RIKK. Fjórir aðalfyrirlesarar fluttu erindi á málþinginu: Guðmundur Hálfdanarson, prófessor, Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur, Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, og Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Málstofustjóri var Erla Hulda Halldórsdóttir. 29. maí 2005.

Arfur Bríetar 150 árum síðar. Í samstarfi við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og Kvenréttindafélag Íslands. Ávörp: Kristín Ingólfsdóttir, rektors Háskóla Íslands, og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Erindi: Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur. Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ,  „Bríet og kvennabaráttan. Kvenréttindafélag Íslands í 99 ár.“ Þorgerður Einarsdóttir dósent „„Þær heimtuðu hærra kaup …“ – Lærum af Bríeti.“ Auður Styrkársdóttir „„Minn glaðasti ævitími“ – Bríet og alþjóðabaráttan fyrir kosningarétti kvenna.“ Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur „„Með hreinni hvatir og sterkari siðgæðistilfinningu“ – Velferð og femínismi innan íslenskrar kvennahreyfingar.“ Söngatriði. Lesið úr bréfum Bríetar áður.

Kvennafrí 1975-Kvennaverkfall 2005? Fundur haldinn 22. október 2005 í samstarfi við Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum. Stuttar framsögur fluttu Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Gerður Steinþórsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.  

 

Útgáfur - raðað eftir útgáfuári

Anna Sigurðardóttir. (1985). Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár. (Úr veröld kvenna ; 2). Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.

Kvennasögusafn Íslands, & Anna Sigurðardóttir. (1986). Kvennarannsóknir : 10 listar yfir ritgerðir, greinar, bækur, dagskrá og fleira, aðallega frá árunum 1968-1985, sem til er í Kvennasögusafni Íslands. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands].

Anna Sigurðardóttir. (1988). Allt hafði annan róm áður í páfadóm : Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu. (Úr veröld kvenna ; 3). Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.

Anna Sigurðardóttir. (1988). Icelandic Libraries and Archives :, 27-28. í Hill, D. (1988). Icelandic libraries and archives : A selective guide for researchers. (Department of Scandinavian studies ; WITS Wisconsin Introductions to Scandinavia, 5). Madison, Wis.: University of Wisconsin-Madison.
 
Erla Hulda Halldórsdóttir, & Guðrún Dís Jónatansdóttir. (1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. (Ný og endurbætt útg. ed.). Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.
 
Anna Agnarsdóttir, & Sigríður Th. Erlendsdóttir. (2001). Kvennaslóðir : Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.
 
Auður Styrkársdóttir. (2002). Kvennasöguslóðir í Kvosinni. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.

Auður Styrkársdóttir, & Keneva Kunz. (2003). Women's history walking trail in central Reykjavík. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.

Kosningaréttur kvenna 90 ára, Auður Styrkársdóttir, & Kristín Ástgeirsdóttir. (2005). Kosningaréttur kvenna 90 ára : Erindi frá málþingi 20. maí 2005. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands : Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum.
 

(Síðast uppfært 17. maí 2018)