Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Um safnið

„Vonandi verða framfarirnar í málum kvenna svo örar, að þess verði ekki langt að bíða að karlmannaþjóðfélagið sem slíkt líði undir lok, þannig að saga kvenna og karla verði samofin sem uppistaða og fyrirvaf, með jafnsterkum þáttum beggja í hvoru tveggja. Þá yrðu kvennasögusöfnin eins konar fornfræðasöfn. En hrædd er ég um, að það verði nokkuð langt þangað til.“ - Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns, í útvarpsviðtali 20. janúar 1978

Kvennasögusafn Íslands hefur starfað sem sérstök eining innan Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu frá árinu 1996 og er staðsett á 1. hæð þess. Safnið var stofnað 1. janúar árið 1975. Að stofnun þess stóðu Anna Sigurðardóttir, Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir.

Sérfræðingur á safninu er Rakel Adolphsdóttir [rakel (hjá) landsbokasafn.is]

Þriggja manna stjórnarnefnd Kvennasögusafns Íslands skipa:

  • Bragi Þorgrímur Ólafsson, fulltrúi Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns
  • Vilborg Eiríksdóttir, fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands
  • Ragnheiður Kristjánsdóttir, fulltrúi RIKK–Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum

Fyrrum forstöðukonur safnsins voru Auður Styrkársdóttir (2001-2016), Erla Hulda Halldórsdóttir (1996-2001) og Anna Sigurðardóttir (1975-1996).

Markmið Kvennasögusafns Íslands:

1. Að safna og varðveita hvers konar prentað mál um konur að fornu og nýju, bækur og handrit eftir konur, óprentuð handrit og bréf kvenna svo og önnur skjöl, fundargerðir, starfsskýrslur og skjöl hinna ýmsu kvennasamtaka og erlend rit sem hafa gildi fyrir sögu kvenna.

2. Að sjá til þess að skráð sé allt sem safnið eignast, einnig ýmsar heimildir til sögu kvenna sem er að finna annars staðar.

3. Að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna og veita aðstoð við að afla heimilda og miðla þekkingu um sögu kvenna.

4. Að hvetja fólk til að halda til haga hvers konar heimildum sem gildi kunna að hafa fyrir sögu kvenna.

5. Að gefa út fræðslurit og heimildaskrár.

6. Að hafa samvinnu við önnur kvennasögusöfn.

 

Um sögu safnsins má lesa í þessum ritgerðum:

  • Sigríður Th. Erlendsdóttir, „Anna Sigurðardóttir“ Andvari- Nýr flokkur XLII, 125. ár (2000), bls.  11-68
  • Erla Hulda Halldórsdóttir, „Anna Sigurðardóttir og Kvennasögusafn Íslands“ Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 2 (1997), bls. 81-106
  • Svanlaug Baldursdóttir, „Í Kvennasögusafni Íslands“ Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttir (Reykjavík 1980), bls. 1-11

Sjá hér um útgáfur safnsins.

Vinsamlegast vísið til Kvennasögusafns ef myndirnar eru notaðar.

Frá stofnun Kvennasögusafns Íslands á heimili Önnu Sigurðardóttur, Hjarðhaga, árið 1975

Björg Einarsdóttir afhendir Önnu Sigurðardóttur gögn Kvennafrísnefndarinnar ásamt peningastyrk á Hótel Sögu árið 1976

Anna Sigurðardóttir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur á Kvennasögusafni árið 1981

*Síðast uppfært 23. janúar 2019