Merki Kvennasögusafns

Kvendoktorar

Íslenskir kvendoktorar

1926-2015

Hvað viltu vita?

Spurt og svarað

Hvenær gerðist það?

Ártöl og áfangar í kvennasögu

Kvennasöguslóðir

Gönguferðir um

Reykjavík

Þórunn Magnúsdóttir

KSS 76. Þórunn Magnúsdóttir.

3 öskjur

F. 12.12. 1920 í Vestmannaeyjum, d. 24.12. 2008 í Reykjavík
Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir saumakona og Magnús Jónsson bóndi

Giftist Birni Guðmundssyni bifreiðastjóra, slitu samvistum. Eignuðust fimm börn. Giftist Helga Jónssyni vélsmið, slitu samvistum. Eignuðust eina dóttur

Þórunn var virk í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, íslenskum friðarhreyfingum og Samtökum um kvennalista. Hún var sagnfræðingur og eftir hana liggja bækurnar Sjókonur á Íslandi 1891-1981(1988) og Þörfin knýr. Upphaf verkakvennahreyfingar á Íslandi (1991).

Gefandi: Börn Þórunnar Magnúsdóttur. Afhent 2009.


Askja 1:
1. Erindi Þórunnar:
      Sjókonur fyrr og nú
      Vindheimafólkið
      Ekkjur á agasamri öld (dags. Rvk. á þorra 1980)
      Ávarp á fundi í Flókalundi 19 júní 2000
      8 mars fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur (dags. 8 mars 1995)
      Alþjóðlegir sáttmálar um mannréttindi kvenna (dags. 15.3. 1995)
      Handrit með nokkrum kaflaheitum, m.a. „Endurnýjun vinnuaflsins“ sem látið er standa fremst
      „Hvað störfuðu dætur Brands í Roðgúl?“ (dags. 21 febr. 1975)
      „Vakir þú... Vakir Þyrill einn“
      Verkakvennafélög á Íslandi: Söguleg þróun. Erindi flutt á Nordisk forum 94, 3.8. 1994
      De isländska arbeterskornas fackförbund (þýðing á ofannefndu)
      Handrit um ýmis störf kvenna gegnum tíðina (ódagsett og ótölusett)
      Erindi flutt á alþjóðlegri ráðstefnu um kvennarannsóknir í Amsterdam 1986
      Handrit um rannsókn ÞM á sjósókn íslenskra kvenna (ódagsett og ótölusett)
      „Endurminningabrot um vinkonu mína“ (Guðbjörgu Guðmundsdóttur)
2.  Erindi Þórunnar:
      Nám, kennsla og kennsluefni í samfélagsfræðum í íslenskum grunnskólum. Erindi flutt á
      ráðstefnu Kennarasambands Vesturlands (handrit án dagsetningar)
      Hagsaga 222-4 (kennsluefni ÞM, fyrirlestrar)
      Ýmis skrif varðandi atvinnu kvenna sem ÞM virðist hafa notað við kennslu
3.  Sjósókn sunnlenskra kvenna. Ýmsir pappírar viðkomandi því riti ÞM
4.  Tvær litlar glósubækur

Askja 2:
1. Norræna kvensagnfræðingaþingið 1985, ýmsir pappírar viðkomandi því og lítið eitt frá 1983
2. Erlend sagnfræðingaþing og ýmis samvinna
3. Fræðistörf, erindi Þórunnar:
      Et försök til en förindustriel urbanisering
      Arbejdskvinners og arbejdsfolks foreninger i Island
      Søkvinder, registrerte i Island
      Um athugun á kennsluefni í Íslandssögu, á íslensku og dönsku
      Kvindelige fiskere ved Islands sydkyst i 1697-1980
      Kvinders status i Island
      Islandske søkvinders arbejde og kår i mellemkrigstiden og fremover
      Female seamen in Iceland
      Rannsóknarverkefnið sjókonur á Íslandi 1891-1981

Askja 3:
1. Ýmislegt efni frá Beijing-ráðstefnunni 1995, en Þórunn Magnúsdóttir var þar fulltrúi.
2. Stjórnskipuð kvennaársnefnd 1975, en Þórunn Magnúsdóttir var þar fulltrúi. Fundargerðir, bréf
      o.fl.
3. Ýmislegt efni, bréf o.fl.